Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 19

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
24.11.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2108013 - Beiðni um kaup á lóðinni Fossnes 5B.
Beiðni frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. þar sem óskað var eftir því að bæjarráð endurskoði afgreiðslu á erindi fyrirtækisins. Vísaði fyrirtækið til sambærilegrar afgreiðslu þar sem sveitarfélagið seldi öðru fyrirtæki lóðarspildu í nágrenninu.

Bæjarráð samþykkti á fundi þann 19. maí sl. að selja Guðmundi Tyrfingssyni umrædda lóð á markaðsverði.


Bæjarráð óskar eftir nýju verðmati til samanburðar vegna misræmis á milli þeirra verðmata sem nú þegar liggja fyrir.
Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.
2. 2211239 - Samráðsgátt - mál nr. 215-2022 reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 10. nóvember, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 215/2022 - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Umsagnafrestur er til 28. nóvember.


Lagt fram til kynningar.
Fyrirmynd_íbúakosningar_samráðsgátt (1).pdf
Íbúakosningar sveitarfélaga_minnisblað (1).pdf
Samráðsgátt - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.pdf
Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga DRÖG - 8.11.2023 (1).pdf
3. 2211253 - Stefna um þjónustustig byggðarlaga
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 15. nóvember, þar sem vakin var athygli á að Byggðastofnun vinnur að gerð leiðbeininga og fyrirmyndar varðandi hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.
Leiðbeiningar og fyrirmynd varðandi stefnu um þjónustustig.pdf
4. 2211269 - Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2021
Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga.
Samstarfsyfirlýsing um viðtöku og meðhöndlun opinberra skjala á rafrænu formi.
Minnisblað - rafræn langtímavarsla skjala á héraðsskjalasöfnum.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð þakkar fyrir vandaða ársskýrslu.
Hér_Árn_AA_2021_Ársskýrsla_lítil_opnur.pdf
5. 2211274 - Styrkbeiðni - samstarf um fræðslu og þjónustu vegna ADHD 2023
Erindi frá ADHD samtökunum, dags. 16. nóvember, þar sem óskað var eftir samstarfi við Sveitarfélagið Árborg um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um AHDH og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds eða beins styrks.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar hjá fjölskyldusviði sem metur þörfina fyrir samstarf við samtökin.
Árborg- styrkumsókn 2022.pdf
6. 2211288 - Spá Hagstofu - þróun efnahagsmála 2022-2026
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. nóvember, þar sem fram kom ný spá frá Hagstofunni um þróun efnahagsmála 2022-2026.
Lagt fram til kynningar.
Ný spá Hagstofu og forsendur.pdf
7. 2211321 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. Umsagnafrestur er til 2. desember.
Bæjarráð tekur undir með lögfræðingi sem telur að ekki sé ástæða til að skila inn umsögn.


Þingmál 46.pdf
Umsögn - tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum.pdf
8. 1911006 - Útboð á akstri fyrir Sveitarfélagið Árborg
Minnisblað frá velferðarþjónustu Árborgar dags. 11. nóvember, um akstur fyrir fatlaða í Sveitarfélaginu Árborg, þar sem óskað var eftir viðauka á samningi um rekstur auka bifreiðar fyrir akstursþjónustu fatlaðra.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Guðmund Tyrfingsson ehf. um viðauka á gildandi samningi um rekstur auka bifreiðar fyrir akstursþjónustu fatlaðra vegna fjölgunar þjónustunotenda. Gera þarf ráð fyrir auknum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2023. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.



9. 2210062 - Framlag Árborgar til TÁ 2022-2023
Uppgjör Tónlistarskóla Árnesinga sept-des 2022 og áætlun fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.
10. 2211323 - Þekktu rauðu ljósin - átak gegn kynbundnu ofbeldi
Erindi frá Soroptimistarklúbbi Suðurlands, dags. 9. nóvember, þar sem vakin var athygli á alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem gengur undur heitinu 16 daga átakið. Í ár taka Soroptimistar þátt undir kjörorðinu "Þekktu rauðu ljósin". Óskað var eftir að sveitarfélagið tæki þátt í að vekja athygli á málefninu m.a. með því að flagga við byggingar dagana 25. nóvember til 10. desember.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur mannvirkja- og umhverfissviði útfærsluna.
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.pdf
11. 2106324 - Trúnaðarmál
Afgreiðslu frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica