Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 69

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
02.04.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003223 - Covid-19 - aðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki
Aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Árborgar til að koma til móts við þarfir íbúa og fyrirtækja vegna Covid-19.
Bæjarráð samþykkir aðgerðir Sveitarfélagsins Árborgar sem tilgreindar eru í meðfylgjandi skjali. Lagt er til við bæjarstjórn að viðauki verði samþykktur vegna aðgerðanna.
Bref_sveitarfelog_COVID19.pdf
Aðgerðir Sveitarfélagsins Árborgar vegna Covid.pdf
2. 2003242 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - Fjárfestingaráætlun vegna Covid-19
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista, um að farið verði vandlega yfir núgildandi fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins. Mikilvægt er að greina áhrif breytinga á gengi gjaldmiðla, möguleikum fyrirtækja til mönnunar, hugsanleg vandkvæði við að fá aðföng til landsins og annarra þátta sem fylgja eða kunna að fylgja útbreiðslu COVID-19 á efnahags- og atvinnulíf. Óábyrgt væri að taka ekki stöðuna hvað þetta varðar á þessum óvissutímum. Ef sveitarfélagið á að geta brugðist við og komið til aðstoðar er mikilvægt að vita hver raunstaðan er varðandi einstök verkefni.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar telja nauðsynlegt að fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í ljósi þeirra áhrifa sem aðgerðir vegna Covid-19 munu hafa í för með sér.
Gera verður ráð fyrir að útsvarstekjur sveitarfélagsins lækki á árinu 2020 vegna lækkunar á umsvifum í atvinnulífi. Einnig má búast við auknum útgjöldum sveitarfélagsins vegna ákvarðana um aðgerðir til að koma til móts við íbúa og atvinnulíf.
Fjárfestingaáætlun Svf. Árborgar gerir ráð fyrir gríðarmiklum fjárfestingum í framkvæmdum og viðhaldi og því er ekki sömu forsendur og í öðrum sveitarfélögum til að fara í framkvæmdir umfram það sem áður var áætlað.
Þvert á móti er mikilvægt að horfa til breyttra tekjuforsendna og endurmeta fjárfestingagetuna í því ljósi. Vissulega er vilji til að halda framkvæmdum eins miklum og mögulegt er og spyrna þannig við erfiðu efnahagsástandi. Jafnframt þarf þó að gæta þess að sveitarfélagið reisi sér ekki hurðarás um öxl heldur verði áfram í sterkri stöðu til að byggja upp þróttmikið samfélag með sterkum samfélagslegum innviðum.
Bæjarfulltrúar meirihlutans fagna tillögu D-lista og að sameiginlegur skilningur sé á viðfangsefni sveitarfélagsins í núverandi ástandi.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - Fjárfestingaráætlun vegna Covid19.pdf
3. 2003243 - Áskorun - gjaldfrjáls heimsending og lækkun á fasteignagjöldum vegna Covid-19
Áskorun frá stjórn Félags eldri borgara á Selfossi, dags. 30. mars, um sveitarfélagið taka upp gjaldfrjálsa heimsendingu til þeirra eldri borgara sem þurfa að fá sendingar heim til sín og lækki fasteignagjöld.
Bæjarstjórn mun hafa þessar tillögur til skoðunar við mat á frekari aðgerðum í þágu íbúa. Bæjarráð vísar hugmyndum um aðstoð við heimsendingar til skoðunar á fjölskyldusviði.
Bæjarráð fagnar því frumkvæði sem félag eldri borgara hefur sýnt og þeim aðgerðum sem félagið hefur gripið til nú þegar.
Bæjarstjórn Árborgar 30.03.20.pdf
Ályktun LEB undirr. 25.03.20.pdf
4. 2003246 - Covid-19 - Beiðni um niðurfellingu á húsaleigu í þjónusturými í Grænumörk 5
Beiðni frá Hársnyrtistofu Elísabetar og Fótaaðgerarstofu Hildar, dags. 30. mars, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á húsaleigu í þjónusturými í Grænumörk 5 vegna fyrirmæla frá Sóttvarnalækni og Landlækni um að loka starfsemi vegna Covid-19.
Bæjarstjóra falið að ræða við leigjendurna.
5. 2003247 - Tímabundið umboð til að undirrita lóðaleigusamninga fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar
Bæjarráð Sveitarfélagins Árborgar veitir hér með Ingibjörgu Garðarsdóttur, kt. 031072-3289 tímabundið umboð til að skrifa undir lóðaleigusamninga fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar til og með 15. apríl 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita Ingibjörgu Garðarsdóttur, kt. 031072-3289 tímabundið umboð til að skrifa undir lóðaleigusamninga fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar til og með 15. apríl 2020
6. 1704198 - Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 81/2019
Lagt fram til kynningar
Scan_uuaolof_202003312463_001.pdf
7. 2003232 - Fundartími bæjarráðs 2020
Fundur bæjarráðs í Dymbilviku.
Reglulegur fundur bæjarráðs 9. apríl fellur niður. Aukafundur verður boðaður ef nauðsyn krefur.
Fundargerðir
8. 2003011F - Skipulags og byggingarnefnd - 41
41. fundur haldinn 25. mars.
8.2. 2003161 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir stækkun á afgreiðsluplani að Langholti 1 (Byko) Selfossi.
Umsækjandi: Byko
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi stækkun á afgreiðsluplani að Langholti 1 (Byko).
8.3. 2001247 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Starmóa 17 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemd borist.
Umsækjandi: S 17 invest ehf.
Lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2003113 - Umsókn um byggingarleyfi til stækkunar á svölum að Eyrarbraut 49 ( Veiðisafnið) Stokkseyri.
Umsækjandi: Veiðisafnið ses.
Lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
9. 2003016F - Eigna- og veitunefnd - 21
21. fundur haldinn 25. mars.
10. 2003014F - Frístunda- og menningarnefnd - 7
7. fundur haldinn 30. mars.
10.1. 2002039 - Vor í Árborg 23.-26.apríl 2020
Í ljósi ástandsins í samfélaginu á Íslandi vegna COVID-19 faraldursins er lagt til að bæjar- og menningarhátíðinni Vor í Árborg sem átti að fara fram 23. - 26.apríl 2020 verði frestað um óákveðin tíma. Reynt verði eftir fremsta megni að halda hátíðina eða einstaka viðburði með einhverjum hætti síðar á árinu.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir frestun hátíðarinnar.
10.2. 2003212 - Mögulegt framtíðarsvæði mótorcrossdeildar Umf.Selfoss frá 2020
Minnisblað lagt fram frá deildastjóra frístunda- og menningardeildar vegna mögulegs framtíðar æfingar- og keppnissvæðis fyrir mótorcrossdeild Umf. Selfoss í Kirkjuferjuhjáleigu þar sem Sorpstöð Suðurlands hafði aðstöðu til fjölda ára.
Nefndin leggur til við bæjarráð að óskað verði eftir viðræðum við stjórn Sorpstöðvar Suðurlands um möguleikann á uppbyggingu mótorcrossbrautar í landi Kirkjuferjuhjáleigu í Sveitarfélaginu Ölfus sem áður var urðunarsvæði fyrir Suðurland.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð bendir á að Sveitarfélagið Ölfus fer með skipulagsvald í Kirkjuferjuhjáleigu og á erindið því fremur heima þar.
Fundargerðir til kynningar
11. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
25. fundur haldinn 19. mars.
Byggingarnefnd (25) 19.3.2020.pdf
12. 2002055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2020
203. fundur haldinn 24. mars.
203_fundur_fundargerd.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica