Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 75

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
25.08.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Starfsmenn
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
4. 2108174 - Fyrirspurn um byggingarreit - Móstekkur 2-12
Óli Rúnar Eyjólfsson óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar fyrir staðsetninug nýbygginga við Móstekk 2-12, lítillega út fyrir byggingarreit. Tvær byggingar innan lóðarinnar munu standa 2,2m út fyrir byggingarreit í átt að bílastæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn. Nefndin samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.
5. 2106088 - Tilkynning um samþykki nágranna á byggingaráformum - Hellubakki 8
Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráformin og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
6. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Iron Fasteignir óska eftir umsögn vegna breytinga á núverandi byggingarleyfi, sem felst í yfibyggingu svala.
Afgreiðslu frestað. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir endanlegum aðaluppdráttum af byggingunni.
7. 2108208 - Lóðarumsókn - Eyrargata 13
Umsókn um lóðina Eyrargötu 13 (Vatnagarðar) Eyrarbakka.
Umsækjandi: Steinn Ólason.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Steini Ólasyni lóðinni Eyrargata 13, Eyrarbakka.
8. 2108238 - Lóðarumsókn - Nesbrú 5a
Umsókn um lóðina Nesbrú 5a Eyrarbakka. Umsækjandi: Vöruvernd Ísmenn ehf
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni Nesbrú 5a, Eyrarbakka til umsækjanda.
9. 2108206 - Umsókn um að skipta húsi í tvær íbúðir - Háeyrarvellir 2
Guðjón Þórir Sigfússon f.h. eiganda óskar eftir heimild til að skipta upp eigninni Háeyrarvellir 2 í tvær íbúðir skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að umsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteignanna Háeyrarvellir 4, 6, 8 og 10 og eigendum Hóps og Austurvalla.
10. 2105158 - Búðarstígur 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráformin og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
11. 2108246 - Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu kalt vatn.
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun á kaldavatnstökuholu í landi Hellis, ln. 161793 skv. meðfylgjandi erindi.
Afgreiðslu erindis frestað.
12. 21051106 - Deiliskipulag - Móskógar L 193753
Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst og umsagnir borist.
Farið yfir innkomnar umsagnir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að tillöguni í samvinnu við skipulagshöfunda.
13. 2106157 - Deiliskipulagstillaga - Múlabyggð
Lýsing deiliskipulagstillögu hefur verið kynnt og umsagnir borist.
Farið yfir innkomnar umsagnir vegna lýsingar deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagshöfunda.
14. 21046847 - Deiliskipulagsbreytin lítilsháttar - Jórvík 1
Afgreiðslu frestað.
Erindi til kynningar
1. 2108087 - Stjórnsýslukæra - flutningur og eða nýbygging sænska hússins - Smáratún 1
Lagt fram til kynningar.
2. 2108177 - Stjórnsýslukæra - endurupptaka og afturköllun, Austurvegur 38
Lagt fram til kynningar.
3. 2107031 - Kæra - deiliskipulagsbreyting, byggingarreitur Fagurgerði 12
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð
15. 2108002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 72
15.1. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Iron Fasteignir óskar eftir umsögn vegna breytingu á núverandi byggingarleyfi.
Niðurstaða 72. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar
15.2. 2108071 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi - Sunnuvegur 6
Davíð Hannes Sveinbjörnsson óskar eftir samþykki fyrir að reisa geymsluskúr á lóð.
Niðurstaða 72. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við staðsetningu smáhýsis.
Uppsetning smáhýsis skal vera í samræmi við gr 2.3.5. í gildandi byggingarreglugerð.
Samþykki nágranna liggur fyrir.
Niðurstaða þessa fundar
15.3. 2108039 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Vefjuvagninn Tryggvagötu
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis við eigendaskipti á Vefjuvagninum.
Niðurstaða 72. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun á starfsleyfi
Niðurstaða þessa fundar
15.4. 2108063 - Stöðuleyfi - Suðurgata 14
Oddur Hafsteinsson sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir gáma undir sultugerð.
Niðurstaða 72. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi veitir stöðuleyfi frá 01.08.2021 til 01.08.2022
Niðurstaða þessa fundar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:36 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica