Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 6

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
06.12.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Esther Ýr Óskarsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björg Agnarsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður, S-lista,
Daníel Leó Ólason áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Ársæll Árnason áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Ágúst Þór Bragason deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason, 
Formaður leitaði afbrigða um að taka á dagskrá mál 2212073. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2212073 - Umhverfisverkefni í Árborg
Guðlaug Þorsteinsdóttir garðyrkjustjóri Árborgar fer yfir starfssemi ársins hjá umhverfisdeild Árborgar.
Garðyrkjustjóri fór yfir störf ársins, ræddi um grisjun tjáa, nýjar útplantanir í þéttbýlisstöðunum og breyttar áherslur í grasslætti. Ræddi um útivistarmöguleika og trjárækt um allt sveitarfélagið m.a. með grenndarskógum í tengslum við skólastofnanir. Ræddar voru hugmyndir að verkefnum næstu ára og ljóst að víða þarf að vinna að frágangi svæða í vaxandi sveitarfélagi. Rætt um að taka saman minnispunta um svæði sem hægt er að leggja áherslu á uppbyggingu næstu árin.
2. 2209020 - Breytingar á sorphirðu 2023
Farið yfir vinnu við breytingar á sorpmálum og næstu skref
Farið yfir kynningarefni sem dreift verður á samfélagsmiðlum á næstu dögum til íbúa. Nýrri tunnu verður komið til íbúa á tímabilinu mars-maí. Rætt um að koma upp móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum í tengslum við grenndargámana.
3. 2206298 - Endurskoðun á Umhverfisstefnu Árborgar
Vinna við endurskoðun umhverfisstefnu og kynntar umsagnir frá sviðsstjórum.
Kynnt umsögn frá sviðsstjóra fræðslusviðs vegna endurskoðunar á umhverfisstefnunar.
Erindi til kynningar
4. 2211116 - Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga - þátttaka sveitarfélaga
Erindi til kynningar frá bæjarráði
Erindin kynnt og lagt fram
5. 2211118 - Vatnasvæðanefnd - tilnefning 2022 - 2027
Erindi frá bæjarráði til kynningar
Erindið kynnt og lagt fram
Ágúst Þór Bragason ritaði fundargerð.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica