Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 7

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
17.05.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2305023 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Há og láspennustrengur Nesbrú
Magnús Ólafsson f.h. HS Veitna, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu nýs há- og lágspennustrengs frá Búðarstíg um Nesbrú inn á lóð Nesbrú 1a á Eyrarbakka. Um er að ræða nýjan há- og lágspennustreng frá Búðarstíg og um Nesbrú inn á lóð við Nesbrú 1a Eyrarbakka. Háspennustrengurinn liggur meðfram Nesbrú. Lengd háspennustrengs er áætluð að vera um það bil 102 m. skv. meðfylgjandi gögnum. Framkvæmdin er þörf vegna færslu á núverandi dreifistöð í húsnæði byggðasafns Árnesinga að Nesbrú 1a. Stefnt er á að framkvæmdir fari fram sumarið 2023, og að þeim verði lokið fyrir haustið sama ár.

Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
2. 2305024 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Háspennustrengur Gagnheiði 5 að Nauthaga - Fossheiði
Magnús Ólafsson f.h. HS Veitna, sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar háspennustrengs frá dreifistöð Gagnheiði 5 að horni Fossheiði og Nauthaga þar sem tengt verður við núverandi streng. Um er að ræða nýjan 11 Kv háspennustreng frá Gagnheiði 5 að gatnamótum Nauthaga ? Fossheiði, þar tengist strengurinn við núverandi háspennustreng meðfram Fossheiði, en mikil þörf er á að endurnýja strenginn og þetta er fyrsti áfanginn í þeim tilgangi. Lengd háspennustrengs er áætluð að vera um það bil 180 m, skv. meðfylgjandi gögnum. Framkvæmdin er þörf vegna þess að endurnýja þarf fyrirliggjandi streng, en það verður gert með áfangaskiptingu. Stefnt er á að framkvæmdir fari fram sumarið 2023, og að þeim verði lokið fyrir haustið sama ár.
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
3. 2305025 - Framkvæmarleyfisumsókn - Háspennustrengur Túngata 2 að Stekkjarvaði
Magnús Ólafsson f.h. HS Veitna, sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar lágspennustrengs frá Túngötu 2 að Stekkjarvaði. Mikil þörf er á að endurnýja núverandi streng vegna tilkomu nýrra bygginga og almennt aukinnar notkunar. Strengurinn liggur frá götukassa við Túngötu 2 Eyrarbakka meðfram Álfsstétt þverar Eyrarbakkaveg og að Stekkjarvaði. Lengd strengsins er áætluð að vera um það bil 530 m, skv. meðfylgjandi gögnum. Stefnt er á að framkvæmdir fari fram sumarið 2023, og að þeim verði lokið fyrir haustið sama ár.
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
4. 2305026 - Framkvæmarleyfisumsókn - Háspennustrengur frá Gagnheiði að Norðurhólum
Magnús Ólafsson f.h. HS Veitna, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýs 11 Kv háspennustrengs frá opnu svæði milli Gagnheiði og Nauthaga að dreifistöð við Háheiði 2a. Háspennustrengurinn liggur meðfram Nauthaga. Lengd háspennustrengs er áætluð að vera um það bil 490 m, skv. meðfylgjandi gögnum. Háspennustrengurinn kemur í stað núverandi strengs og tekur við þeirri notkun í stað eldri aflagðs strengs. Stefnt er á að framkvæmdir fari fram sumarið 2023, og að þeim verði lokið fyrir haustið sama ár.
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
5. 2302086 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Kaldaðarnes - Landgræðsla og nytjaskógrækt
Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar 22.2.2022:
Jörundur Gauksson f.h. Gjögurtár ehf, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna áforma um skógrækt og uppgræðslu lands í Kaldaðarnesi, Árborg. Böðvar Guðmundsson skógfræðingur hefur tekið saman meðfylgjandi ræktunaráætlun, sem er miðuð við kröfur skógarkolefnis. Svæðið sem um ræðir tekur til í heildin aum 153ha svæðis. Skógrækt til viðarframleiðslu og kolefnisbindingar á um 60 ha af grónu landi, og um 93ha af hálfgrónu hrauni í landi Kaldaðarness í Flóa. Ræktunaráætlunin er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036. Landið er allt þurrlendi. Landið liggur sunnan Ölfusár vestan Selfoss og Litlu-Sandvíkur. Aðgengi er eftir Kaldaðarnesvegi. Skógarhluti áætlunarinnar er um 60 ha verða þar gróðursettar 4-5 tegundir trjáa til kolefnisbindingar og skógræktar með viðarframleiðslu að markmiði. Skógurinn kemur til með að standa á tveimur aðsklildum svæðum: vestur og austurhluta norðan Kaldaðanesvegar. Landgæði ráða því hvaða trjátegundum verður plantað á hvern stað, en í heildina verður plantað 186.000 trjám, þar af um 159.000 í skóg og kolefnisbindingu og 27.000 plöntum í landgræðsluhluta verkefnisins sem liggur milli skógræktarsvæðanna tveggja. Skógarstæðið er flatlendi í um 18 m hæð yfir sjó á suðurbakka Ölfusár. Landgræðsluþáttur verkefnisins verður um 93 ha að stærð. Verður þar unnið að landgræðslu með þeim aðferðum sem að duga. Þar verður notað skóggræðslumódel Hekluskóga sem gengur út á að planta birki í eyjar víðsvegar um landgræðslusvæðið. Birkið kemur svo til með að sá sér sjálft í svæðið. Hér verður því um sjálfgræðslu að ræða með smá aðstoð aðstandenda verkefnisins

Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
6. 2305038 - Nesbrú 1b - Afmörkun lóðar
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að færslu 77.2m2 spennistöðvarlóðar L235234, innan lóðarinnar Búðaststígur 22, L165901. Lóð undir spennistöð var stofnuð nýlega, en vegna nálægðar við lóðina Nesbrú 1, en nauðsynlegt að færa lóðina.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að færslu lóðar og felur skipulagsfulltrúa að færa skráningu inn í kerfi HMS, og stilla upp nýjum.
7. 2305013 - Byggðarhorn búgarður 30. L209310 - Fyrirspurn um uppskiptingu lóða
Daniela Nicole Welling leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, hvort heimild fáist til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi, sem mun taka til uppskiptingu lóðarinnar Byggðarhorn Búgarður L209310, í þrjá jafn stóra hluta. Til vara er óskað eftir uppskiptingu í tvær lóðir.
Skipulagsnefnd synjar beiðninni, þar sem ekki er öruggt að hægt verði að tryggja afhendingu á heitu vatni inn á svæðið.
8. 2305090 - Flatir og Byggðarhorn land 4 - fyrirspurn um uppskiptingu lóða
Sævar Eiríksson f.h.Ingu Finnbogadóttur leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, hvort heimild fáist til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi á Flötum í landi Byggðarhorns. Í gildandi deiliskipulagi eru 2 spildur skilgreindar og er óskað eftir að skipta þeim í tvennt þannig að það verði 4 lóðir í stað tveggja. Lóð 4 og lóð 4a, og lóð 3 og 3a. Aðkoma að nýjum lóðum yrði sú sama og er nú þegar að lóð 3 og 4.
Skipulagsnefnd synjar beiðninni, þar sem ekki er öruggt að hægt verði að tryggja afhendingu á heitu vatni inn á svæðið.
9. 2210329 - Miðbær Selfoss - Breyting á deiliskipulagi 2022
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi 18.1.2023, tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Miðbæjarins á Selfossi. Bæjarstjórn lagði til á sama fundi að sú breyting yrði gerð frá tillögu skipulags- og byggingarnefndar að íbúum verði gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum um deiliskipulagstillöguna á framfæri í ráðgefandi könnun meðal íbúa í gegnum vefinn Betri Árborg.
Gildandi deiliskipulag var samþykkt 08.07.2021 og auglýst í B. deild Stjórnartíðinda 30.08.2021. Skipulagsreiturinn nær til svæðis sem skilgreind eru í aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 sem miðsvæði. Svæðið afmarkast af Eyravegi og Austurvegi til norðurs og aðliggjandi íbúðarlóðum við Tryggvagötu til austurs, Sunnuvegi til suðurs og Kirkjuvegi til vesturs. Skipulagssvæðið er alls um 6,6 ha að flatarmáli. Stækkunin nemur lóðinni Kirkjuvegur 13, en svæðið var fyrir breytingu um 6,8ha. Deiliskipulagsbreyting tekur til vestur, og suðurhluta svæðis. Meginbreytingin er að bætt er við syðst á svæðið niðurgrafinni göngugötu, nefnd Garðatröð, sem tengist við Kirkjuveg að vestan og austurstíg Sigtúnsgarðs að austan. Sunnan við Garðatröð og austan við austurstíginn á móts við lóðina Sigtún 2 er bætt við byggingarreitum fyrir lágreist hús að hámarki 2 hæðir og ris. Lóðamörkum lóða sunnan Miðstrætis er breytt og nýjar lóðir afmarkaðar. Lóðirnar Eyravegur 3 og 5 eru sameinaðar í eina lóð. Ytra umfang byggingarreita ofanjarðar norðan Miðstrætis. Með breytingunni er heimilað hámarksbyggingarmagn aukið á svæðinu, mest í kjöllurum og með nýjum lóðum/byggingarreitum.
Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í Fréttablaðinu, Dagskránni og Lögbirtingarblaði 22. febrúar 2023, með athugasemdafresti til 5. apríl 2023.
Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélgasins Árborgar. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni. Einnig bárust athugasemrir frá Magnúsi Jóhannssyni og Valdimar Árnasyni.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Vegagerðarinnar og samþykkir að framlengja girðingu til suðurs sem aðskilur akgreinar á Eyravegi vegna vinstri beygju inn á Hotel Selfoss. Þá verður rétt staðsetning gangbrautar færð vestar, eins og hún er í dag. Vegna ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, verður innsláttarvilla lagfærð. Vegna athugasemda Magnúsar Jóhannssonar vill nefndin árétta að merktur göngu og hjólastígur frá norðri til suðurs í gegnum svæði á Aðalskipulagsuppdrætti, er settur út með minni nákvæmni en ef um væri að ræða deiliskipulag. Tekið verður tillit til þess að tryggja gönguleiðir í gegnum skipulagssvæðið. Varðandi ábendingar um bílaumferð í gegnum Miðstræti og Brúarstræti, þá er skipulagsnefnd sammála þeirri hugsun, að takmarka beri umferð ökutækja gegnum svæðið eins og kostur er, enda fellur það undir tvo af efnisflokkum BREEAM um landnotkun og samgöngur. Vegna ábendinga um undirgöng til handa gangandi vegfarendum við Eyraveg og Austurveg, þá er sú tillaga góð, en er ekki til umfjöllunar í auglýstri breytingartillögu. Vegna athugasemda Valdimars Árnasonar tekur skipulagsnefnd undir að tveggja hæða hús svo nærri Sigtúni 2, sé helst til of hátt, og leggur til við hönnuði að gögnum verði breytt, þannig að umfang bygginga verði minnkað með lækkun í einnar hæðar hús með risi í samræmi við framlögð skuggavarpsgögn. Samhliða þeirri breytingu verða skipulagsgögn uppfærð. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 43.gr. skipulagslaga, með fyrirvara um lagfærð gögn í samræmi við athugasemdir og svörun nefndar, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. sömu laga. Þá felur nefndin skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gáfu umsagnir og þeim sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar fyrri bókun nefndarinnar frá 16.1.2023, að tillagan verði sett í ráðgefandi íbúakönnun áður en Bæjarstjórn Árborgar tekur tillöguna til lokaafgreiðslu.
10. 2305158 - Breytt afmörkun lóðar - Skipar
Eiríkur Vignir Pálsson f.h. landeigenda leggur fram tillögu að nýrri lagfærðri afmörkun landspildnanna Skipar 1 land L176974 og Skipalunds L221935.Fyrir liggur uppdráttur með undirritun lendeiganda Skipar 1 land, Skipar 2 og Skipalunds.Þá liggur fyrir tillaga að breyttri afmörkun lóðarinnar Skipar 3 L220586, þar sem skv. nýjum mælingum er lóðin 19.850,9 m2, en var áður 10.087m2. Lóðin stækkar því um 9763,9m2, og er mismunur stofnaður úr landi Skipar 2 L165566.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttri stærð og afmörkun lóðar og felur skipulagsfulltrúa að færa skráningu inn í kerfi HMS.
11. 2305115 - Umsögn - frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Þingskjal 1637-1028. mál
Umhverfis- og samgögnunefnd Alþingis sendir meðfylgjandi frumvarp til laga um ýmsar tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf vegna tímabundinnar búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á jákvæða umsögn, þar sem undanþágur er varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta eru ekki taldar verða ásættanlegir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica