Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 116

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
03.06.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Guðrún Jóhannsdóttir varamaður, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá lið 7, Framkvæmdaleyfisumsókn Miðtún. Var það borið undir atkvæði og samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105556 - Rekstrarleyfisumsögn - Tryggvaskáli
Beiðni sýslumannsins á Suðurlandi dags. 12. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 með síðari breytingum. Umsækjandi var Brúarhúsið ehf.

Samkvæmt afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. maí þá gerði byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi yrði gefið út.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt.
2. 21051111 - Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81 2004
Erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 28. maí, þar sem fram komu upplýsingar um helstu breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 og taka gildi 1. júlí nk.
Lagt fram til kynningar.
ANR umburðarbréf vegna br. á jarðalögum 2021.pdf
3. 21044901 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021
Rekstraryfirlit jan-apríl
Lagt fram til kynningar.
4. 21051046 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Malbikun plana við Engjaveg og Norðurhóla
Framkvæmdaleyfisumsókn Árborgar - Malbikun plana við Engjaveg og
Norðurhóla - í framhaldi af umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar á 70. fundi þann 2. júní 2021.



Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna malbikunar plana við Engjaveg og Norðurhóla.
5. 21051050 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Frágangur og malbikun stíga Selfossi.
Framkvæmdaleyfisumsókn Árborgar - Frágangur og malbikun stíga Selfossi - í framhaldi af umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar á 70. fundi þann 2. júní 2021.


Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna Frágangur og malbikun stíga Selfossi.
6. 21051060 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Nýr Hringvegur um Ölfusá
Framkvæmdaleyfisumsókn Vegagerðarinnar - Nýr Hringvegur um Ölfusá - í framhaldi af umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar á 70. fundi þann 2. júní 2021.


Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna Nýr Hringvegur um Ölfusá.
7. 21043061 - Miðtún - Umsókn um framkvæmdaleyfi til nýtingar borholu
Framkvæmdaleyfisumsókn Miðtún - Umsókn um framkvæmdaleyfi til nýtingar borholu. Erindið hefur verið grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til 28. maí 2021. Athugasemdir/ábendingar bárust á grenndarkynningartíma.

Í framhaldi af umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar á 70. fundi þann 2. júní 2021 lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjaráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt með þeim fyrirvara að tekið yrði tillit til innkominna athugasemda við framkvæmdina. Skipulagsfulltrúa falið að sjá til þess að
hönnunargögn verði leiðrétt í samræmi við athugasemdir.

Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi til nýtingar borholu Miðtúni verði veitt með þeim fyrirvara að tekið yrði tillit til innkominna athugasemda við framkvæmdina.
Fundargerðir
8. 2105024F - Skipulags og byggingarnefnd - 69
69. fundur haldinn 31. maí.
Fundargerðir til kynningar
9. 21051089 - Fundargerðir Fasteignafélags Árborgar slf. 2021
Aðalfundur haldinn 12. maí
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundargerð Fasteignafélags Árborgar slf 2021.pdf
10. 21051091 - Fundargerðir Verktækni ehf 2021
Aðalfundur haldinn 12. maí
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundargerð Verktæknis ehf. 2021.pdf
11. 21051090 - Fundargerð Fasteignafélags Árborgar ehf. 2021
Aðalfundur haldinn 12. maí.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundargerð Fasteignafélags Árborgar ehf. 2021.pdf
12. 21051092 - Fundargerðir Sandvíkurseturs ehf 2021
Aðalfundur haldinn 12. maí.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundargerð Sandvíkurseturs ehf 2021.pdf
13. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
898. fundur haldinn 28. maí.


Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 898.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica