Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 111

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
15.04.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Bæjarstjóri óskaði eftir að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum tvö tilboð sem borist hafa í Kirkjuveg 18 og var það samþykkt.
Formaður bæjarráðs leitaði afbrigða til að taka á dagskrá mál um fundartíma bæjarráðs og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2104601 - Umsögn - tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 7. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.pdf
2. 21041151 - Umsögn - drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024
Umsögn fjölskyldusviðs um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar frumkvæði Fjölskyldusviðs og tekur undir umsögnina.
Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2021.pdf
3. 2010171 - Beiðni um byggingu félagsaðstöðu á Selfossvelli
Málið var áður á dagskrá 91. fundar bæjarráðs þann 22. október.
Þar var því vísað í þarfagreiningu starfshóps um framtíðaruppbygingu íþróttasvæðisins við Engjaveg.

Lagt var fram minnisblað vegna þessa.

Verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun ársins en bæjarráð vísar erindinu þó til frekari skoðunar í eigna- og veitunefnd.
Aðstaða fyrir KÁ á Selfossvelli minnisblað 9.apríl´21.pdf
4. 2103074 - Stækkun Svarfhólsvallar í 18 holu völl
Samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Golfklúbbs Selfoss.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlagður samningur verði samþykktur og viðauki vegna hans.
Bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn.
samstarfssamningur - GOS - tilbúið 29.mars´21.pdf
5. 2103361 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Neysluvatns- og hitaveitustofnar
Tillaga frá 65. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 7. apríl, liður 9. Framkvæmdaleyfisumsókn - Neysluvatns- og hitaveitustofnar.

Jón Sæmundsson f.h. Selfossveitna bs. og Sveitarfélagsins Árborgar óskaði eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar neysluvatns- og hitaveitustofna í framhaldi af núverandi stofnlögnum sem lagðar voru árið 2019.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt.

Bæjarráð samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna lagningar neysluvatns- og hitaveitustofna í framhaldi af núverandi stofnlögnum sem lagðar voru árið 2019
15184-M22.1401-1.pdf
Lagning veitustofna í Byggðarhorni.pdf
6. 2103408 - Planitor - Vöktunarkerfi mála
Tillaga frá 65. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 7. apríl, liður 15. Planitor - vöktunarkerfi mála.

Lagt var fram til kynningar tilboð í vöktunarkerfi mála. Íbúar geta með kerfi Planitor gerst áskrifendur að ákveðnum málum og fengið sendar upplýsingar þegar málsnúmer koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að gengið yrði til samninga við Planitor um vöktunarkerfi mála. Nefndin telur það til mikilla hagsbóta fyrir íbúa, umsóknaraðila og framkvæmdaaðila, að geta skráð sig sem áskrifendur á mál og þannig fylgst náið með afgreiðslu þeirra í gegnum ferli stjórnsýslunnar.

Bæjarráð samþykkir gengið verði til samninga við Planitor um vöktunarkerfið. Kostnaður er áætlaður 1,5 m.kr. og mánaðarlegur kostnaður 40.900,-
Upptaka Planitor lausnarinnar er stórtskref í aukinni Íbúaþátttöku/íbúalýðræði. Þessi leið er einnig líkleg til að styrkja góða stjórnsýslu með mikilvægu aðhaldi íbúa.
7. 2103337 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Grendarstöðvar í Árborg.
Tillaga frá 65. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 7. apríl, liður 7. Framkvæmdaleyfisumsókn - Grenndarstöðvar í Árborg.

Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar óskaði eftir framkvæmdaleyfi fyrir grenndarstöðvum skv. meðfylgjandi erindi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
framkvæmdaleyfisumsókn yrði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir grenndarstöðvum skv. meðfylgjandi erindi
Grendarstöðvar yfirlit.pdf
Kör frá ÍGF_Sunnulækjarskóli.pdf
Umsókn um framkv leyfi 190321.pdf
Umsóknareyðublað.pdf
8. 1801139 - Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjamóta
Málið var áður tekið fyrir á 110. fundi bæjarráðs þann 8. apríl sl.
Þar óskaði bæjarráð eftir vinnuskýrslu, þ.e. sundurliðun á vinnu sérfræðings, vegna uppsetts gjalds, kr. 1.584.000,-, áður en til greiðslu kæmi.
Sundurliðunin er hér lögð fyrir.

Bæjarráð þakkar UST skjót svör en gerir alvarlega athugasemd við greinargerðina, skýringar eru ónógar og erfitt að gera sér glögga grein fyrir þeirri vinnu sem innt var af hendi. Bæjarráð hvetur stofnunina til að vanda betur til verka að þessu leyti þannig að skýrt sé fyrir hvaða vinnu er verið að greiða.
Urðun að Lækjamótum.pdf
9. 2103100 - Eignasala Vallholt 38
Tilboð hafa borist í eignina Vallholt 38 og eru til umfjöllunar á fundi eigna- og veitunefndar 14. apríl.
Niðurstöður verða lagðar fyrir bæjarráð á fundinum.

Tilboð í Vallholt 38 var það tekið fyrir á fundi eigna- og veitunefndar í gær og eftirfarandi bókað:
„Nefndin leggur til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð í eignina.“

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að ganga frá sölunni.
10. 2102064 - Krafa - miskabætur - Trúnaðarmál
Samkomulag lagt fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag.
11. 21041673 - Ljósleiðaravæðing í þéttbýli Árborgar
Samkvæmt síðustu svörum Gagnaveitunnar lá fyrir að forhanna lagningu ljósleiðara í þéttbýli Stokkseyrar og Eyrarbakka í byrjun árs 2021. Það er nauðsynlegt til að greina hver heildarfjárfesting verkefnisins gæti verið. Gagnaveitan mun svo ræða við Mílu um hugsanlegt samstarf um verkið. Þegar þetta tvennt liggur fyrir er hægt að meta arðbærni verkefnisins en það er grunnforsenda fyrir öllum verkefnum sem GR fer í.
Þegar þetta liggur allt fyrir ætti að vera hægt að tímasetja verkefnið og kanna hvað mögulega vantar uppá til ljúka því.

Bæjarstjóri bíður nú svara um framhaldið frá Gagnaveitunni, en þau svör ættu að liggja fyrir nú í apríl.

Bæjarráð harmar stöðu ljósleiðaramála á Stokkseyri og Eyrarbakka, þar sem búa um 1.200 íbúar. Staðan er orðin íbúum verulegt fótakefli nú þegar mikilvægi öflugra tenginga verður sífellt meira. Öflug nettenging er í dag orðin grunnforsenda þess að hægt sé að stunda fjarvinnu með góðu móti. Sveitarfélagið hefur verið með aðkomu að verkefninu Störf án staðsetningar, sem unnið er á grunni byggðaáætlunar, og er öflug nettenging lykilatriði í að það verkefni skili sem mestum árangri.
Bæjarráð hvetur fjarskiptafyrirtækin Gagnaveituna og Mílu til að taka verkefnið föstum tökum. Þessi fyrirtæki hafa lýst yfir vilja sínum til að takast sameiginlega á við verkefni ljósleiðaravæðingar.
Bæjarráð minnir í þessu sambandi á viljayfirlýsingu milli Svf. Árborgar og Gagnaveitunnar frá árinu 2018 þar sem lýst er þeirri fyrirætlun að ljúka ljósleiðaratengingum á Eyrarbakka og Stokkseyri á árinu 2021.
Bæjarráð Árborgar hvetur einnig ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála til þess að tryggja að ljósleiðaravæðing í þéttbýli um allt land verði forgangsmál. Víða um land virðast fjarskiptafyrirtæki draga lappirnar vegna efasemda um markaðsforsendur en það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að Fjarskiptasjóður ræki það hlutverk sitt að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta ef ætla má að fjarskiptafyrirtæki muni ekki ráðast í þau verkefni á markaðsforsendum.
12. 2103314 - Eignasala Kirkjuvegur 18
Tvo kauptilboð hafa borist í eignina Kirkjuvegur 18. Taka þarf afstöðu til þeirra.
Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð frá Vigfúsi Þór Hróbjartssyni og Guðnýju Guðjónsdóttur.
13. 21041446 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs 2021
Bæjarráð fundar reglulega á hverjum fimmtudegi klukkan 17:00
Bæjarráð fellir niður fastan fund bæjarráðs sem vera átti 22. apríl. Næsti fundur verður haldinn 29. apríl nema eitthvað sérstakar ástæður liggi til annars.
Fundargerðir
14. 2103024F - Skipulags og byggingarnefnd - 65
65. fundur haldinn 7. apríl.
15. 2103030F - Umhverfisnefnd - 17
17. fundur haldinn 7. apríl.
16. 2103018F - Frístunda- og menningarnefnd - 21
21. fundur haldinn 12. apríl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica