Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 31

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
20.01.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.
Þá óskar forseti eftir því að tekin verði á dagskrá, með afbrigðum, tillaga um að deiliskipulag Árbakka verði samþykkt, en deiliskipulagið hefur þegar verið auglýst.
tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Breytingar á fulltrúum M- og Á- lista í nefndum og bæjarstjórn.
Lagt er til að Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Á-lista verði aðalmaður í eigna- og veitunefnd, varamaður í skipulags- og byggingarnefnd, varamaður á aðalfundi SASS, varamaður á aðalfundi HSL, varamaður í Héraðsnefnd Árnesinga, varamaður á aðalfundi Bergrisans og varamaður í stjórn SOS fyrir Álfheiði Eymarsdóttir, Á-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum

Þá er lagt til að Ari Már Ólafsson, M-lista verði varamaður fyrir Tómas Ellert Tómasson, M-lista í eigna- og veitunefnd í stað Sólveigar Pálmadóttur, M-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum
2. 2011247 - Innkaupareglur Sveitarfélagsins Árborgar
Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja innkaupareglurnar. Málið var áður á dagskrá á 30. fundi bæjarstjórnar en var þá frestað.


Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Innkaupastefna og innkaupareglur 180121.pdf
3. 2011117 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi - Fagri Tangi
Tillaga frá 59. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 13. janúar sl., liður 1. Ósk um breytingu á deiliskipulagi - Fagri Tangi. Á fundi nefndarinnar þann 18.11.2020 var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

Lagt var til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
4. 2101098 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 26-30
Tillaga frá 59. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 13. janúar sl., liður 4. Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 26-30. Oddur Hermannsson f.h. lóðarhafa óskaði eftir nýju deiliskipulagi. Lögð var fram lýsing á verkefninu.

Skipulags- og byggingarnefnd tók vel í erindið og lagði til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin yrði auglýst.

Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 2009506 - Deiliskipulagsbreyting - Smáratún 1
Tillaga frá 59. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 13. janúar sl., liður 2. Grenndarkynning vegna Smáratúns 1. Tillagan felst í því að afmarka byggingarreit, skilgreina nýtingarhlutfall, hámarksfjölda hæða, ásamt því að skilgreina aðkomu að lóð. Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni vegna fjölda athugasemda
sem borist hafa. Lagt var til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.

Forseti gerir hlé á fundinum kl. 17.43.

Fundi haldið áfram kl. 18.14.

Forseti leggur til að afgreiðslu á deiliskipulagstillögu fyrir Smáratún 1 á Selfossi verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar. Vilyrðishafa lóðarinnar ber í millitíðinni að leggja fram til skipulags- og byggingarnefndar teikningar af sænska húsinu eins og það mun koma til með að líta út á lóðinni í þrívídd til að hægt sé að átta sig á götumynd og útliti eftir þessar breytingar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
6. 2011180 - Gjaldskrár 2021
Tillaga að gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2021.
Gunnar Egilsson, D-lista tekur til máls.

Tillaga að gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2021 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2021.pdf
7. 2101125 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Viðauki nr. 1
Afgreiðsla nefnda í tengslum við þennan viðauka:

Tillaga frá 99. fundi bæjarráðs frá 7. janúar sl. liður 12.
Framlag Árborgar til TÁ 2020-2021
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga með upplýsingum um nýja kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna nýrra kjarasamninga tónlistarskólakennara.

Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu og viðaukagerðar á fjármálasviði.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar, D-lista sitja hjá.
8. 1905502 - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Árbakka
Tillaga að deiliskipulagi Árbakka hefur farið í gegnum auglýsingarferli og er að öllu leyti tilbúin til samþykktar í bæjarstjórn. Málið hefur tafist í úrvinnslu skipulagsdeildar og mikilvægt ljúka afgreiðslu þess sem fyrst.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fundargerðir
9. 2012002F - Eigna- og veitunefnd - 36
36. fundur haldinn 9. desember.
10. 2012003F - Fræðslunefnd - 28
28. fundur haldinn 9. desember.
11. 2012008F - Frístunda- og menningarnefnd - 16
16. fundur haldinn 14. desember.
12. 2012006F - Félagsmálanefnd - 21
21. fundur haldinn 14. desember.
13. 2012009F - Bæjarráð - 98
98. fundur haldinn 17. desember.
14. 2012001F - Skipulags og byggingarnefnd - 58
58. fundur haldinn 16. desember.
15. 2101002F - Bæjarráð - 99
99. fundur haldinn 7. janúar.
16. 2101007F - Bæjarráð - 100
100. fundur haldinn 14. janúar.
Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1-Umsögn- frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

Forseti leggur til að bæjarstjórn taki undir bókun bæjarráðs undir lið nr. 1 -Umsögn- frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál og var það samþykkt samhljóða.

Bókunin er svohljóðandi:
Bæjarráð Svf. Árborgar telur að frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð sé ekki tilbúið til afgreiðslu eins og það liggur fyrir nú. Hér er um að ræða stórt og viðamikið mál sem þarfnast mun meira samráðs svo tímabært sé að taka ákvörðun um stofnun þjóðgarðs á hálendinu.

Bæjarráð telur ekki ásættanlegt að skipulagsvald sveitarfélaga skerðist, enda eitt öflugasta verkfæri sveitarfélaga og íbúa þeirra til þess að hafa áhrif á þróun byggðar og landnotkun. Með tilliti til aðkomu sveitarfélaganna að málefnum miðhálendisins, þekkingar þeirra og nálægðar, þjónar það ekki hagsmunum sveitarfélaganna að fella 30-40% af landinu öllu undir miðstýringarvald ríkisins.

Bæjarráð óttast að verði frumvarpið að lögum muni skipulagsvaldið í raun flytjast yfir til stjórnar Þjóðgarðsstofnunar, sem þá kemur til með að stýra og fjalla um þætti eins og landnýtingu og mannvirkjagerð, auk annara innviða, án aðkomu sveitarfélaga.

Ennfremur telur bæjarráð að heppilegra hefði verið að stofna til samtals við einstök sveitarfélög varðandi frekari þörf á vernd hálendisins. Ef sú leið hefði verið valin væri auðveldara að meta kosti og galla einstakra friðlýsingarmöguleika eða útfærslur þjóðgarðs á hluta umrædds svæðis.

Bæjarráð telur einnig mikla óvissu ríkja um fjármögnun verkefnisins og því raunveruleg hætta á að ekki takist að byggja upp innviði þjóðgarðsins svo sómi sé að.

Bæjarráð Svf. Árborgar leggst því gegn fyrirliggjandi frumvarpi um Hálendisþjóðgarð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica