Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 100

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
14.01.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2012124 - Umsögn - frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál
frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11. desember, þar sem óskað var eftir umsögum um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

Áður frestað á 98. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Svf. Árborgar telur að frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð sé ekki tilbúið til afgreiðslu eins og það liggur fyrir nú. Hér er um að ræða stórt og viðamikið mál sem þarfnast mun meira samráðs svo tímabært sé að taka ákvörðun um stofnun þjóðgarðs á hálendinu.

Bæjarráð telur ekki ásættanlegt að skipulagsvald sveitarfélaga skerðist, enda eitt öflugasta verkfæri sveitarfélaga og íbúa þeirra til þess að hafa áhrif á þróun byggðar og landnotkun. Með tilliti til aðkomu sveitarfélaganna að málefnum miðhálendisins, þekkingar þeirra og nálægðar, þjónar það ekki hagsmunum sveitarfélaganna að fella 30-40% af landinu öllu undir miðstýringarvald ríkisins.

Bæjarráð óttast að verði frumvarpið að lögum muni skipulagsvaldið í raun flytjast yfir til stjórnar Þjóðgarðsstofnunar, sem þá kemur til með að stýra og fjalla um þætti eins og landnýtingu og mannvirkjagerð, auk annara innviða, án aðkomu sveitarfélaga.

Ennfremur telur bæjarráð að heppilegra hefði verið að stofna til samtals við einstök sveitarfélög varðandi frekari þörf á vernd hálendisins. Ef sú leið hefði verið valin væri auðveldara að meta kosti og galla einstakra friðlýsingarmöguleika eða útfærslur þjóðgarðs á hluta umrædds svæðis.

Bæjarráð telur einnig mikla óvissu ríkja um fjármögnun verkefnisins og því raunveruleg hætta á að ekki takist að byggja upp innviði þjóðgarðsins svo sómi sé að.

Bæjarráð Svf. Árborgar leggst því gegn fyrirliggjandi frumvarpi um Hálendisþjóðgarð.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mál 369.pdf
2. 2010153 - Viðaukasamningur við Sólheima ses. - þjónusta við einstakling og lán fyrir íbúðarhúsnæði
Erindi frá Bergrisanum bs., dags. 6. janúar, þar sem óskað var eftir umfjöllun og afgreiðslu aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs. vegna viðaukasamnings við Sólheima SES í samræmi við 6.gr. samþyktar Bergrisans bs.
Stjórn Bergrisans hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð samþykkir viðaukasamninginn af hálfu Svf. Árborgar og felur stjórn Bergrisans umboð sitt til að ganga frá fyrirliggjandi samning.
Erindi til aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs.pdf
3. 1811024 - Umsókn um stofnframlag
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir að bæjarráð gefi bæjarstjóra heimild til að árita tryggingarbréf vegna tryggingarbréfs í tengslum við fjármögnun Bjargs á byggingarframkvæmdum við Heiðarstekk 1 -3 á Selfossi.
Bæjarráð heimilaði á síðasta fundi sínum að tryggingarbréfið yrði gert og hefði fullt gildi.

Bæjarráð samþykkir heimild til bæjarstjóra að undirrita tryggingarbréf í tengslum við fjármögnun Bjargs íbúðafélags á byggingarframkvæmdum við Heiðarstekk 1-3 á Selfossi.
4. 2002174 - SPI - samkomulag vegna úttektar Framfaravogarinnar 2020
Endurnýjun á samningi Sveitarfélagsins Árborgar um Framfaravogina vegna ársins 2021.
Bæjarráð samþykkir að samningurinn verði endurnýjaður
5. 2006234 - Viðverustefna
Viðverustefnan nær til allra starfsmanna og vinnustaða sveitarfélagsins, henni fylgja leiðbeiningar um framkvæmd viðverusamtals og eftirfylgni.
Bæjarráð samþykkir framlagða viðverustefnu.
Bæjarráð þakkar þá vinnu sem lögð hefur verið í viðverustefnuna og bindur miklar vonir við að hún hafi jákvæð áhrif á starfsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins.
Viðverustefna Sveitarfélagsins Árborgar.pdf
Fundargerðir til kynningar
6. 2002054 - Fundargerðir Bergrisans bs 2020
21. fundur haldinn 12. október.
22. fundur haldinn 27. október.
23. fundur haldinn 30. október.
24. fundur haldinn 9. desember.
25. fundur haldinn 14. desember.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica