Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 132

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
25.11.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003206 - Ákvörðun ráðherra um starfhæfi sveitarstjórna á tímum Covid19
Erindi frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, dags. 16. nóvember, um að ráðuneytið hafi veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti, þrátt fyrir að annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.
Bæjarráð telur þetta jákvæða ráðstöfun í ljósi aðstæðna og vísar málinu til úrvinnslu hjá bæjarritara.
Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra .pdf
2. 2005200 - Samkomulag um íbúðabyggð í Laugardælalandi
Erindi frá Mjólkurbúi Flóamanna ehf og Auðhumlu svf. dags. 3. nóvember þar sem óskað var eftir aðilaskiptum á samningi um Árbakkaland á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir aðilaskiptin og að Mjólkurbú Flóamanna taki yfir öll réttindi og skyldur Auðhumlu í samningnum um Árbakkaland.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að loks sé nafn Mjólkurbús Flóamanna dregið fram í dagsljósið á nýjan leik og því haldið á lofti.
ÁRborg samningur_viðauki nov 21.pdf
3. 2101382 - Samþykkt um vatnsvernd 2021
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 18. nóvember, þar sem óskað var eftir lokayfirlestri sveitarstjórna á Suðurlandi á drögum um samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi, sbr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Bæjaráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
Samthykkt_um_vatnsvernd_Sudurlandi_2021 sg_19nov.pdf
4. 2111345 - Verkefnið MEDiate - Hugbúnaður fyrir sveitarfélög vegna náttúruhamfara
Erindi frá Íslenskum rannsóknarhóp HÍ í MEDiate, dags. 17. nóvember, þar sem óskað var eftir þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í ráðgjafahóp fyrir "MEDiate" Evrópuumsókn um sviðsmyndir náttúruhamfara, aðgerðir og lágmörkun samfélagsraskana þeirra.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í MEDiate verkefninu.
Tölvupóstur_BH.pdf
Mediate Árborg nov2021.pdf
5. 2111372 - Hjúkrunarrými í Sveitarfélaginu Árborg
Minnisblað bæjarstjóra - Hugmyndir heilbrigðisráðuneytis um öldrunarþjónustu og ráðstöfun hjúkrunarrýma á Suðurlandi.
Bæjarráð tekur vel í framkomnar hugmyndir en fer fram á að skýr tillaga komi frá ráðuneytinu áður en endanleg afstaða er tekin til málsins. Í ljósi aðkomu Svf. Árborgar að byggingu nýs hjúkrunarheimilis leggur bæjarráð áherslu á að þeir sem eiga heimilisfesti í Árborg en nýta dvalarrými á Suðurlandi utan Árborgar njóti forgangs að rýmum í hinu nýja hjúkrunarheimili.
Bæjarráð hvetur ríkisvaldið til að gera stórátak í uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila á landinu öllu. Það er ekki boðlegt landsmönnum að staða Landspítalans sé eins og hún er í dag. Skortur á starfsfólki, skipulagi, fjármunum og fasteignum í heilbrigðiskerfinu er staða sem aldrei á að koma upp þar sem líf og heilsa landsmanna er undir.

Kjartan Björnsson lætur bóka:
Óska eftir upplýsingum um biðlista á hjúkrunar og dvalarrými í Sveitarfélaginu Árborg sem og á Suðurlandi öllu. Eðlilegt er að fá opinberar tölur um stöðuna á okkar svæði áður en tekin er afstaða til þess að leysa vistunarvanda hjúkrunar og dvalarheimila af öðrum svæðum.
6. 2105453 - Trúnaðarmál
Á fundinum verða lagðar fram upplýsingar um sáttartilboð sem liggur fyrir og taka þarf afstöðu til.
Fært til bókar í trúnaðarmálabók.
Fundargerðir til kynningar
7. 2102005 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2021
Aðalfundur haldinn 29. október.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur Sorpstöðvar 2021.pdf
8. 2109287 - Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands
Aðalfundur haldinn 12. maí.
1. fundur haldinn 7. júní.
2. fundur haldinn 14. júní.
3. fundur haldinn 4. október.
4. fundur haldinn 1. nóvember.

Lagt fram til kynningar.
AðalfundurMSS 12.05.2021_fundargerð.pdf
1.stjórnarfundurMSS_7.6.2021_fundargerð.pdf
2.stjórnarfundurMSS_14.6.2021_fundargerð.pdf
3.stjórnarfundurMSS_04.10.2021_fundagerd.pdf
4.stjórnarfundurMSS_01.11.2021_fundagerd.pdf
9. 2101401 - Fundargerðir stjórnar SASS 2021
574. fundur haldinn 27. október.
575. fundur haldinn 5. nóvember.

Lagt fram til kynningar.
574. fundur stj. SASS.pdf
575. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica