Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 8

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
01.09.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Ellý Tómasdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2201199 - Starfshópur um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla
Endurskipan í starfshóp um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla.
Bæjarráð frestar afgreiðslu máls.
2. 1810226 - Tillaga um stofnun starfshóps um hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss.
Endurskipan í starfshóp um hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss.
Bæjarráð frestar afgreiðslu máls.
3. 2208282 - Fjölgun rafhleðslustöðva í Svf. Árborg
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista, lagt var til að Mannvirkja- og umhverfissviði yrði falið að gera áætlun til næstu 5 ára um fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar í Sveitarfélaginu Árborg. Markmiðið sé að Sveitarfélagið Árborg sé áfram að stíga jákvæð skref í umhverfis- og loftslagsmálum og fylgja aukinni rafbílaeign á Íslandi. Horft sé til staðsetningar, fjölda og kostnaðar rafhleðslustöðva í áætluninni.
Sveitarfélagið Árborg hefur komið að uppsetningu nokkurra rafhleðslustöðva við stofnanir sveitarfélagsins á undanförnum árum í samstarfi við einkaaðila með góðum árangri. Það er fyrirsjáanlegt að fjölgun rafbíla á Íslandi kallar eftir fjölgun rafhleðslustöðva sem bæði nýtast íbúum og gestum sem heimsækja Sveitarfélagið Árborg. Við teljum því mikilvægt að sveitarfélagið setji sér áætlun til næstu ára um mögulega fjölgun rafhleðslustöðva. Horfa þarf til þess að fjölga rafhleðslustöðvum á núverandi bílastæðum og gera áætlun um uppsetningu á nýjum bílastæðum við stofnanir eða opin svæði. Þetta er í samræmi við markmið Sveitarfélagsins Árborgar í umhverfis- og loftslagsmálum .

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela mannvirkja- og umhverfissviði að gera áætlun til næstu 5 ára um fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar í Sveitarfélaginu Árborg.
4. 2208216 - Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni
Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSu kemur á fundinn.
Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSu kom inn á fundinn og fór yfir stöðu mönnunar á HSu og fyrirhugaðar framkvæmdir við stofnunina.

Bæjarráð þakkar Díönu fyrir greinagóðar upplýsingar og fagnar þeim framkvæmdum sem framundan eru.
Fundargerðir
5. 2208018F - Frístunda- og menningarnefnd - 2
2. fundur haldinn 23. ágúst.
6. 2208019F - Eigna- og veitunefnd - 3
3. fundur haldinn 23. ágúst.
7. 2208007F - Fræðslunefnd - 2
2. fundur haldinn 25. ágúst.

8. 2208003F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 5
5. fundur haldinn 25. ágúst.
Fundargerðir til kynningar
9. 2205054 - Fundargerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga 2022
202. fundur haldinn 16. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
Fundur 202 - 16.8.2022.pdf
10. 2205063 - Fundargerðir BÁ 2022
1. fundur haldinn 18. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
01stjórn 18.08.2022.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica