Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 9

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
23.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2210447 - Deiliskipulag - Heiðarbrún 6
Tillaga af 11. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 9. nóvember, liður 2. Deiliskipulag - Heiðarbrún 6-6b.
Kjartan Sigurbjartsson Pro-Ark Teiknistofu, lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Heiðarbrún 6, L165659, á Stokkseyri.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að lóðin Heiðarbrún 6, sem er 853m2 að stærð verði parhúsalóð (6-6b), og að heimilt verði að byggja parhús. Húsið verði á einni hæð með risi. Hámarksvegghæð allt að 3,0m og mænishæð allt að 5,0m. Nýtingarhlutfall allt að 0,2.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
S-001-Ú4-Heiðarbrún 6-6b.pdf
Skuggavarp Heiðarbrún 6-6B Í GILDI 26.9.2022.pdf
2. 2211232 - Samningagerð vegna dagdvala
Samningsumboð vegna þjónustusamnings um dagdvalir. Lagt var til að bæjarstjórn samþykki samningsumboðið.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Umboð til samningagerðar við SÍ_Dagdvalir_sambandið og SFV.pdf
3. 2103104 - Breyting á reglum um fjárhagsaðstoð
Tillaga frá 6. fundi félagsmálanefndar frá 8. nóvember, liður 6. Tillaga að heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð.
Tillaga að breytingu 30. gr laga um reglna um fjárhagsaðstoð Sveitarfélagsins Árborgar.

Félagsmálanefnd samþykkti samhljóða breytingar á 30. gr. reglna um fjárhagsaðstoð Sveitarfélagsins Árborga.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á 30. gr. reglna um fjárhagsaðstoð Sveitarfélagsins Árborgar.

Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Helga Lind Pálsdóttir, D-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista taka til máls.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar tekur við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar tekur aftur við stjórn fundarins.

Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Minnisblað 30. gr.pdf
4. 2211216 - Yfirdráttarheimild fyrir Sveitarfélagið Árborg
Lagt var til að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar heimili yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á reikning 0586-26-1 allt að 400.000.000 kr.
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Yfirdráttarheimild.pdf
5. 2209104 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni
Afgreiðslu málsins var frestað á 5. fundi bæjarstjórnar 21. september sl.

Á þeim fundi bæjarstjórnar var deildarstjóra félagsþjónustu og sviðsstjóra fjölskyldusviðs jafnframt veitt umboð til þess að fara í formlegar viðræður um aðild við stofnendur umdæmisráðs Kragans.

Á 16. fundi bæjarráðs, dags. 3. nóvember sl. var lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem upplýst var um að áform um að vera í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Kragann, um umdæmisráð barnaverndar hafi ekki gengið eftir. Þá var haft samband við félagsmálastjóra Reykjanesbæjar um mögulegt samstarf en sveitarfélögin á Suðurnesjunum höfðu einnig sótt um samflot með Kraganum sem gekk heldur ekki eftir. Félagsmálastjóri Reykjanesbæjar tók vel í beiðni Árborgar. Niðurstaðan varð sú að sveitarfélögin á Suðurnesjunum lögðu til við bæjarráð sveitarfélaganna á svæðinu að stofnað yrði umdæmisráð fyrir Suðurnesin og samið yrði við skrifstofu samstaka sveitarfélaga á Suðurnesjunum um aðstöðu og aðbúnað fyrir fundi ráðsins. Þar var jafnframt upplýst um ósk Árborgar um að taka þátt í stofnun þessa umdæmisráðs þannig að stofnað yrði sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Suðurnesjunum og Árborg sem úr varð.

Öll aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt að taka þátt í stofnun umdæmisráðs fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og Árborg. Haldnir hafa verið samstarfsfundir og eru nú tilbúinn lokadrög af samningi til samþykktar hjá bæjarfélögunum. Auk samnings er meðfylgjandi erindisbréf fyrir valnefnd umdæmisráðs fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og Árborg. Jafnframt er óskað eftir því að deildarstjóri velferðarþjónustu verði tilnefndur fyrir hönd sveitarfélagsins í valnefnd umdæmisráðs barnaverndar. Valnefndin starfar í umboði sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að umdæmisráði barnaverndar á Suðurnesjum og í Árborg. Hlutverk nefndarinnar er að velja ráðsmenn í umdæmisráð, skipa nýja ráðsmenn á tímabilinu gerist þess þörf og fjalla um hugsanlegt vanhæfi ráðsmanns komi upp vafi um hæfi skipaðs ráðsmeðlims. Valnefnd fundar minnst tvisvar sinnum á ári en oftar ef þurfa þykir. Seta í valnefndinni er ólaunuð.

Lagt er til við bæjarstjórn að samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og í Árborg verði samþykktur.

Þá er lagt til að deildarstjóri velferðarþjónustu Árborgar verði tilnefndur f.h. Sveitarfélagsins Árborgar í valnefnd umdæmisráðs barnaverndar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og í Árborg.

Eftir að fundarboð bæjarstjórnar var sent út sl. mánudag fundaði deildarstjóri félagsþjónustu með öðrum samningsaðilum og lagðar voru til eftirfarandi breytingar á orðalagi 4. og 5. gr.:

Í upphafi 1. mgr. 4. gr. bætist við orðalagið: „Umsýslusveitarfélög munu fyrir hönd“

Í lok 2. mgr. 5. gr. bætist við orðalagið „ef þeir eru samhljóða“

Við upphaf 5. mgr. 5.gr. bætist við orðalagið „Ofangreindar upphæðir munu framreiknast samkvæmt launavísitölu árlega miðað við grunnvísitölu í janúar 2023, fyrsta hækkun tekur gildi í janúar 2024“

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls.

Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og í Árborg með framangreindum breytingartillögum er borin undir atkvæði og samþykkt með 10 atkvæðum. Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista situr hjá.

Tillaga um að deildarstjóri velferðarþjónustu Árborgar sé tilnefndur f.h. Sveitarfélagsins Árborgar í valnefnd umdæmisráðs barnaverndar fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og í Árborg er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
6. 2201175 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Viðauki nr. 9
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Tveir bæjarfulltrúar B-lista sitja hjá.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 9.pdf
7. 2211135 - Gjaldskrár 2023
Fyrri umræða.
1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístund og sumarfrístund 2023
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2023
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2023
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2023
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2023
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2023
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2023
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2023
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2023
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2023
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá húseigna 2023
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2023
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2023
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir vatnsveitu 2023
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingardeild 2023
16) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2023
17) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2023
18) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Selfossveitur 2023


Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri taka til máls.

Lagt er til að gjaldskrám verði vísað til síðari umræðu. Er það samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Gjaldskrá 2023 frístund og sumarfrístund.pdf
Gjaldskrá leikskóla 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2023.pdf
Gjaldskrá bókasafna Árborgar 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir Grænumörk 2023.pdf
Gjaldskrá húseigna 2023.pdf
Gjaldskrá sundstaði Árborgar frá 1.jan 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2023.pdf
Gjaldskrá vatnsveitu Árborgar - 2023.pdf
Skip- og bygg-Gjaldskrá tillaga 2023.pdf
Gjaldskrá vegna fráveitu í Árborg 2023.pdf
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2023.pdf
Gjaldskrá Selfossveitna 2023.pdf
8. 2209177 - Fjárhagsáætlun 2023-2026
Fyrri umræða.
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri fylgir fjárhagsáætlun fyrir 2023 úr hlaði.

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ellý Tómasdóttir, B-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Bragi Bjarnason, D-lista taka til máls.

Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir 2023 og 3ja ára áætlun verði vísað til síðari umræðu 14. desember. Er það samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar tekur við stjórn fundarins.
Sveitarfélagið Árborg fjárhagsáætlun 2023-2026_fyrri umræða.pdf
Fundargerðir
9. 2210027F - Frístunda- og menningarnefnd - 4
4. fundur haldinn 25. október.
Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1- Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista- afþreyingar -og útivistargarðar á Sýslumannstúnið, lið nr. 2- Menningarmánuðurinn október 2022 og lið nr. 5- Menningarsalur Suðurlands.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls undir lið nr. 1 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista- afþreyingar og útivistargarðar á Sýslumannstúnið.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar tekur á ný við stjórn fundarins.
10. 2210028F - Eigna- og veitunefnd - 6
6. fundur haldinn 25. október.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1 - Nefnd um orkuöflun og lið nr. 5- Nýr miðlunargeymir Austurvegur 67.
11. 2210018F - Skipulags og byggingarnefnd - 10
10. fundur haldinn 26. október.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið nr. 6 - Deiliskipulagstillaga- Austurvegur Vallholt.
12. 2210032F - Bæjarráð - 16
16. fundur haldinn 3. nóvember.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista taka til máls undir lið nr. 2- Faghópur um leikskóla.
13. 2210036F - Umhverfisnefnd - 5
5. fundur haldinn 1. nóvember.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Bragi Bjarnason, D-lista taka til máls undir lið nr. 1- Breytingar á sorphirðu 2023.
14. 2210038F - Eigna- og veitunefnd - 7
7. fundur haldinn 1. nóvember.
15. 2211007F - Bæjarráð - 17
17. fundur haldinn 10. nóvember.
16. 2210040F - Félagsmálanefnd - 6
6. fundur haldinn 8. nóvember.
17. 2211008F - Eigna- og veitunefnd - 8
8. fundur haldinn 8. nóvember.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tekur til máls.
18. 2210030F - Skipulags og byggingarnefnd - 11
11. fundur haldinn 9. nóvember.
19. 2211006F - Fræðslunefnd - 5
5. fundur haldinn 9. nóvember.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tekur til máls.
20. 2211015F - Bæjarráð - 18
18. fundur haldinn 17. nóvember.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:03 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica