Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 21

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
08.12.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Axel Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson varamaður, S-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
10 mánaða rekstraruppgjör ásamt frávikagreiningu.
Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kom inn á fundinn og kynnti rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar - október 2022.
Rekstraryfirlit málaflokka Samanburður 10 október.pdf
2. 2212045 - Markmið - 10 ára fjármálaáætlun Sveitarfélagsins Árborgar
Sveitarfélagið Árborg vinnur nú með ráðgjafafyrirtækinu KPMG að 10 ára fjármálaáætlun fyrir sveitarfélagið. Áætluninni er ætlað að marka skýra framtíðarsýn bæjarstjórnar um lykilþætti í rekstri sveitarfélagsins næstu árin. Miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í dag er mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn varðandi reksturinn, áætlaðan vöxt og framkvæmdagetu til að áætlun hvers árs sé raunhæf og trúverðug. Meðfylgjandi gögn eru lögð fram sem grunnur að fjárhagslegum markmiðum í áætluninni.

Fulltrúar frá KPMG koma inn á fundinn í gegnum Teams.

Bæjarráð þakkar KPMG fyrir góða yfirferð yfir þá vinnu sem er í gangi við framtíðar markmiðasetningu í fjármálum sveitarfélagsins.
3. 2211219 - Athugasemd - aðbúnaður í Barnaskólanum á Eyrarbakka
Erindi frá foreldrafélagi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, dags. 28. október, vegna aðbúnaðar skólahúsnæðis á Eyrarbakka.
Minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs, dags. 28. nóvember.

Bæjarráð þakkar foreldrafélagi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir erindið.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá fræðslunefnd.
Erindi-vegna-aðbúnaðar-í-Barnaskólanum-á-Eyrarbakka-og-Stokkseyri-4.pdf
Minnisblað sviðsstjóra.pdf
4. 2212008 - Áskorun um að flýta uppbyggingu sundlauga í Árborg
Áskorun frá stjórn Sunddeildar Ungmennafélags Selfoss, dags. 15. nóvember, þar sem skorað var á bæjarstjórn að flýta uppbyggingu sundlauga í Árborg, þar sem aðstaða fyrir skólasund og sundæfingar í Árborg eru löngu sprungnar í ljósi mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu undanfarin ár.
Bæjarráð þakkar stjórn sunddeildar Ungmennafélags Selfoss fyrir erindið. Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps um uppbyggingu sundlaugamannvirkja i sveitarfélaginu.
Áskorun frá sundstjórn.pdf
Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista, víkur af fundi og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista tekur sæti.
5. 2212027 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð - Norðurhólar 5
Erindi frá Sverri Sigurjónssyni, hjá Land lögmönnum ehf, dags. 29. nóvember, f.h. Eðalbygginga ehf, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóðinni að Norðurhólum 5.
Bæjarráð þakkar erindið. Nú stendur til að sveitarfélagið deiliskipuleggi lóðina Norðurhóla 5 meðal annars með tilliti til stækkunar leikskólans Jötunheima. Þegar deiliskipulag verður tilbúið verður lóðin boðin út.
6. 2212028 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð - Norðurhólar 5
Erindi frá Hermanni Ólafssyni hjá Landhönnun, dags. 15. nóvember, f.h. Reykjamarkar ehf, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóðinni að Norðurhólum 5.
Bæjarráð þakkar erindið. Nú stendur til að sveitarfélagið deiliskipuleggi lóðina Norðurhóla 5 meðal annars með tilliti til stækkunar leikskólans Jötunheima. Þegar deiliskipulag verður tilbúið verður lóðin boðin út.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, víkur af fundi og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, kemur aftur á fundinn.
Fundargerðir til kynningar
7. 2201299 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2022
Aðalfundur haldinn 28. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar SOS 2022.pdf
8. 2211430 - Fundargerðir Afréttamálafélags Flóa og Skeiða
Aðalfundur haldinn 24. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða2022.pdf
9. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
915. fundur haldinn 25. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 915.pdf
10. 2203055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2022
223. fundur haldinn 2. desember.
Aðalfundur haldinn 28. október.

Lagt fram til kynningar.
223_fundur_fundargerd.pdf
Fundargerð aðalfundar HSL 2022.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica