Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 22

Haldinn á 3. hæð Ráðhúss,
02.12.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Lind Pálsdóttir formaður, D-lista,
Margrét Anna Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður, S-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður, B-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Sigþrúður Birta Jónsdóttir deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigþrúður Birta Jónsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2511178 - Tillaga frá UNGSÁ - Árborg barnvænt sveitarfélag
Á 65. fundi bæjarstjórnar vísaði bæjastjórn eftirfarandi tillögu UNGSÁ til velferðarnefndar:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að Sveitarfélagið Árborg verði barnvænt sveitarfélag. Barnvæn sveitarfélög er verkefni hjá Unicef sem styður sveitarfélög við að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Það myndi hafa jákvæð áhrif á samfélagið og við teljum að barnvænt sveitarfélag gæti stuðlað að því að börn geti tekið virkan þátt í samfélaginu og starfsemi innan sveitarfélagsins. Verkefnið leggur mikla áherslu á að ungmenni sveitarfélagsins fái að taka þátt í ákvörðunum sem varða líf þeirra og samfélag sem styrkir lýðræðisvitund og þátttöku ungs fólks. Samstarf við UNICEF sýnir að sveitarfélagið tekur ábyrgð á stöðu barna og vill vera í fararbroddi í málefnum barna og mannréttinda sem styrkir og bætir jákvæða ímynd sveitarfélagsins út á við. Samstarf við UNICEF þýðir einnig að þau styðja við stefnumótun og aðgerðir sem byggja á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sveitarfélagið fær þannig tól og stuðning til að skapa öruggara, sanngjarna og barnvænna samfélag. UNICEF á Íslandi veitir fræðslu, ráðgjöf og verkfæri til að hjálpa sveitarfélögum að ná markmiðum sínum, bæði starfsfólki og kjörnum fulltrúum. Barnvænt sveitarfélag hjálpar sveitarfélaginu að greina veikleika og styrkleika í þjónustu við börn og leiðir til markvissara ákvarðanataka og betri nýtingar á fjármagni. Þegar sveitarfélög leggja áherslu á börn og ungmenni eykur á lífsgæði, félagslega samheldni og dregur úr félagslegum vandamálum til lengra tíma. Við í Ungmennaráðinu hvetjum bæjarstjórn eindregið til að samþykkja þessa tillögu og gera Árborg að fyrirmynd og leiðandi sveitarfélagi sem sýnir í verki framtakssemi, framsýni og metnað til jákvæðra breytinga. Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslu- og frístundanefndar og velferðarnefndar.

Tekið til umræðu og deildarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður fundarins.
Samþykkt
Tillaga 6 - barnvænt sveitarfélag.pdf
2. 2503061 - Tillaga að breytingum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði
Lagt er fyrir Velferðarnefnd tillag að breytum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði. Um er að ræða efnislegar breytingar á reglunum en heildarendurskoðun á matsblaði.
Velferðarnefnd tekur til umræðu tillögu á breytingu reglna um félagslegt leiguhúsnæði í Sveitarfélaginu Árborg. Telur nefndin að um sé að ræða mikilvæga og þarfa endurskoðun. Velferðarnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar og þær taki gildi frá 1.janúar 2026.
Hekla Dögg kemur inn á fund.
3. 2511417 - Heildarendurskoðun á reglum Árborgar um fjárhagsaðstoð
Lagt er fyrir heildarendurskoðun á reglum Árborgar um fjárhagsaðstoð. Um er að ræða efnislegar breytingar ásamt hugsanlegum kostnaðarauka í sumum tilvikum.
Velferðarnefnd tekur til umræðu heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Telur nefndin rétt að samþykkja þær efnislegu breytingar sem lagðar eru til og að framfærslu kvarðar verði teknir út úr reglum en birtar á heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
Samþykkt
Arndís Tómasdóttir og Hekla Dögg víkja af fundi
4. 2511170 - Styrkbeiðni - rekstur Sigurhæða
Lagt er fyrir beiðni Sigurhæða um fjárhagslegan styrk fyrir komandi starfsár 2026.
Velferðarnefnd þakkar erindið og vill koma á framfæri þökkum til Sigurhæða fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf á Suðurlandi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Áframhaldandi stuðningur sveitarfélagsins við rekstur Sigurhæða er gríðarlega mikilvægur og Velferðarnefnd vísar málinu áfram til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
5. 2311035 - Barnaverndarmál
Trúnaðarmál.
Skráð í trúnaðarbók.
Erindi til kynningar
6. 2312193 - Samningur um samræmda móttöku flóttafólks 2024
Minnisblað um samræmda móttöku flóttafólks og samning við félags- og húsnæðismálaráðuneytið 2026.
Tekið til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica