Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 17

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
07.04.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Guðmunda Ólafsdóttir nefndarmaður, B-lista,
Guðrún Jóhannsdóttir nefndarmaður, M-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Egill Örnuson Hermannsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Sigurður Ólafsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Ólafsson, deildarstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2103200 - Fyrirspurn - samningur um land úr Móstykki vegna SuperDarn ratsjárverkefnis
Erindi varðandi yfirtöku á samningi Reiknistofnunar Háskóla Íslands við Sv. Árborg um land úr Móstykki vegna SuperDarn ratsjárverkefnis.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

Umhverfisnefnd felur deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar og bæjarritara að ganga frá leigusamningi við Benedikt Sveinsson til 10 ára, miðað við þær forsendur sem koma fram í erindinu.
2. 2103250 - Styrkbeiðni - vegna villikatta í Árborg
Dýraverndunarfélagið Villikettir óskar eftir styrk fyrir útlögðum kostnaði, vegna umönnunar í dýraverndunarskyni.
Samtals komu 27 kettir í umsjá félagsins á síðasta ári, (þar af 9 fangaðir af dýraeftirlitinu) 20 fullorðnir og 7 kettlingar. Fengu þessir kettir nauðsynlega læknis-þjónustu og umönnun, vegna augnsýkinga, sára, brotinna tanna, vannæringar ofl. Voru þeir fóstraðir hjá sjálfboða-liðum Villikatta þar til ný heimili fundust eða viðunandi framtíðarlausn.

Erindið lagt fram fyrir umhverfisnefnd. Nefndin þakkar erindið og deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar er falið að hafa samband við bréfritara.
3. 1809151 - Beiðni um samstarf - villikettir í Árborg og handsömun katta
Beiðni um samstarf að samningi við sveitarfélagið Árborg vegna aðkomu Villikatta að villi- og vergangsköttum í sveitarfélaginu.
Erindið lagt fram fyrir umhverfisnefnd. Nefndin þakkar erindið og felur deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar að hafa samband við bréfritara varðandi samstarfssamning milli Svf. Árborgar og Dýraverndunarfélagsins Villikatta um mannúðlega úrvinnslu mála flækingskatta.
4. 2103373 - Samþykkt um kattahald
Tillögur Villikatta að breytingum á samþykkt um kattahald í Árborg.
Deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar er falið að vinna að endurskoðun á samþykkt um kattahald í Svf. Árborg. Nefndin óskar eftir að tekið verði tillit til þeirra ábendinga sem koma fram í erindinu um endurbætur á núgildandi samþykkt.
Samthykkt-um-kattahald.pdf
5. 2101293 - Stóri plokkdagurinn 24. apríl 2021
Fyrir umhverfisnefnd liggja þrír kostir varðandi kostnaðarþátttöku Sveitarfélagsins Árborg í Stóra Plokkdeginum þann 24. apríl 2021.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið frá Meðbyr ehf um þátttöku í Stóra Plokkdeginum. Nefndin sér sér ekki fært að taka þátt í kostnaði sem kemur fram í erindinu að þessu sinni. Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í plokkdeginum á sama hátt og fyrri ár og mun nánara fyrirkomulag verða kynnt þegar nær dregur.
Erindi til kynningar
6. 1902028 - Sorphirða í Árborg 2019/2020
Til kynningar er skilagrein ÍGF vegna sorphirðu í Árborg árið 2020.
Árleg skilagrein ÍGF vegna sorphirðu í Svf. Árborg fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar.
Svf. Árborg hefur leigt sorpílát undanfarin ár af ÍGF og samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs er hagkvæmara að eiga sorpílátin en leigja. Mannvirkja- og umhverfissviði er falið að segja upp leigu stofnana Árborgar á sorpílátum og ennfremur að undirbúa kaup á nýjum ílátum sem verða í eigu sveitarfélagsins.
7. 1501435 - Reglur um úthlutun landbúnaðarlands
Til kynningar nýjar reglur og samningsdrög að leigusamningum vegna beitar- og ræktunarlanda í eigu sveitarfélagsins.
Formanni umhverfisnefndar og bæjarritara er falið að vinna málið áfram.
8. 2103396 - Hreinsunarátak 2021
Undirbúningur fyrir fyrirhugað hreinsunarátak í Árborg kynnt í umhverfisnefnd.
Hreinsunarátakið verður með svipuðum hætti og undanfarin ár og fellur gjaldtaka á gámasvæðið við Víkurheiði niður frá 17 - 22 maí nk. meðan á hreinsunarátaki stendur. Íbúum verður gefinn kostur á að nálgast frímiða með rafrænum hætti og sem gildir sem greiðsla fyrir einni ferð með gjaldskylt sorp frá heimilum á gámasvæðið og gildir þessi frímiði í eitt ár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica