Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 13

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
12.10.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
8 mánaða rekstraruppgjör ásamt frávikagreiningu.
Lagt fram til kynningar.
Rekstraryfirlit málaflokka Samanburður 08 ágúst.pdf
2. 2108013 - Beiðni um kaup á lóðinni Fossnes 5B.
Beiðni frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. þar sem óskað var eftir því að bæjarráð endurskoði afgreiðslu á erindi fyrirtækisins. Vísaði fyrirtækið til sambærilegrar afgreiðslu þar sem sveitarfélagið seldi öðru fyrirtæki lóðarspildu í nágrenninu.

Bæjarráð samþykkti á fundi þann 19. maí sl. að selja Guðmundi Tyrfingssyni umrædda lóð á markaðsverði.

Lagt fram verðmat, dags. 10. september sl., vegna lóðarinnar Fossnes 5b.

Til að fá sem skýrasta mynd af raunverulegu markaðsvirði lóðarinnar sbr. bókun bæjarráðs, dags. 19. maí sl., þar sem fram kemur að sveitarfélagið sé tilbúið að selja lóðina á markaðsvirði, óskar bæjarráð eftir að fengið verði annað verðmat til samanburðar. Bæjarstjóra er falið að óska eftir öðru óháðu verðmati á lóðinni Fossnesi 5B, þar sem m.a. er tekið tillit til framtíðardeiliskipulags á svæðinu, sem nú er í burðarliðnum.
3. 2209351 - Stjórnun og skipulag á fjölskyldusviði
Minnisblað um stjórnun og skipulag á fjölskyldusviði, dags. 29. september.
Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri fjölskyldussviðs og bæjarstjóri kynni fyrirhugaðar breytingar á næsta fundi bæjarráðs. Málinu er því frestað.
4. 2210018 - Forvarnardagurinn 2022
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélagar, dags. 28. september, um upplýsingar um Forvarnardaginn sem haldinn var í 17. sinn 5. október sl. Allir sem koma að málefnum barna og ungmenna á einn eða annan hátt eru hvattir til halda gildum forvarnardagsins á lofti og fylgjast vel með starfsemi grunn- og framhaldsskóla þennan dag og/eða í október.
Lagt fram til kynningar.
Forvarnardagurinn 2022.pdf
5. 2210020 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (uppbygging innviða) 144. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 3. október, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál. Umsagnarfrestur er til 17. október.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að fara yfir málið og veita umsögn.
Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123-2010.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál..pdf
6. 2209290 - Tillaga frá UNGSÁ um að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks
Tillaga frá 6. fundi bæjarstjórnar, frá 5. október, liður 1. 2209290 - Tillaga frá UNGSÁ um að fulltrúi ungmennaráðs sæti í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks.

Ungmennaráðið lagði til að í undirbúnings- og starfshópum sem varða ungmenni á einn eða annan hátt séu alltaf fulltrúar ungmennaráðs. Þeim finnst þetta sérstaklega vanta þegar unnið er að undirbúningi að skólastarfi, uppbyggingu skóla eða í frístundastarfi. Þá væru fulltrúar úr viðeigandi nefndum, starfsfólk og bæjarfulltrúar. Þau vilja að það verði fulltrúi ungmennaráðs í undirbúnings- og starfshópum í náinni framtíð. Sjónarhorn ungmenna yrði því framfylgt frá upphafi til enda.

Að loknum umræðum samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Bæjarráð þakkar fyrir tillöguna og tekur undir að mikilvægt sé að tryggt að rödd ungs fólks heyrist þegar fjallað er um málefni er varða hagsmuni þeirra.
Bæjarráð beinir því til starfshópa og fastanefnda sveitarfélagsins að leita til fulltrúa UNGSÁ þegar við á.
Tillaga UNGSÁ um að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks.pdf
7. 2209296 - Tillaga frá UNGSÁ um að hækkuð verði laun ungmennaráðsmeðlima
Tillaga frá 6. fundi bæjarstjórnar, frá 5. október, liður 7. Ungmennaráð Árborgar lagði til að hækkuð yrðu laun ungmennaráðsmeðlima úr hálfum nefndarlaunum í full nefndarlaun.

Ungmennaráðið fundar tvisvar í mánuði og hefur síðustu ár bara fengið greidd hálf nefndarlaun fyrir annan fundinn. Þau óska eftir því að hækka laun ungmennaráðsmeðlima úr hálfum nefndarlaunum í full ásamt því að fá greitt fyrir báða fundi í mánuði. Þau erum alveg jafn mikilvæg og aðrar nefndir sveitarfélagsins og þess vegna ættu launin að vera í samræmi við það. Ungmennaráðið leggur jafn mikinn tíma, vinnu og metnað í starf sitt líkt og meðlimir annara nefnda. Þau erum til dæmis að halda fjóra viðburði í menningarmánuðinum.

Að loknum umræðum samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.

Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2023.
Tillaga frá UNGSÁ um að hækkuð verði laun ungmennaráðsmeðlima.pdf
Fundargerðir til kynningar
8. 2210024 - Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga 2022
Fundur haldinn 7. september.
Fundur haldinn 3. október.

LÁ stjórnarfundur 3 Oct 2022.pdf
LÁ Stjórnarfundur 7 Sep 2022.pdf
9. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
913. fundur haldinn 28. september.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 913.pdf
10. 2209329 - Fundargerðir almannavarna Árnessýslu
1. fundur framkvæmdaráðs haldinn 7. október.
Framkvæmdaráð 071022.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica