Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 8

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
27.09.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2209181 - Hafnarbrú 5 - Stofnun lóðar
Skipulagsfulltrúi leggur fram skv. meðfylgjandi gögnum, tillögu að lóðarblaði fyrir nýrri lóð, sem fær heitið Hafnarbrú 5, á Eyrarbakka. Lóðin er 2610m2 að stærð og með nýtingarhlutfallið 0,3.


Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarblaðið, og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og skrá í skráningarkerfi Þjóðskrár/HMS.
2. 2209155 - Lóðarmörk - Eyrargata 55 Læknishús
Vikar Pétursson f.h. lóðarhafa á Eyrargötu 55 á Eyrarbakka (Læknishús) leggur fram ósk um að gert verði nýtt lóðarblað með breyttri afmörkun lóðar. Fyrir liggja drög að tillögu um breytta lóðarafmörkun.


Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta fullvinna lóðarblað með breyttri afmörkun, í samráði við lóðarhafa.
3. 1912054 - Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b
Deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Heiðarbrún 6-6b, hefur verið til meðferðar hjá sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 4.4.2022 tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðin og að tillagna skyldi auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 13.4.2022, með athugasemdafresti til 25.5.2022. Athugasemdir bárust, þar sem byggingaráformum um byggingu parhúss á lóð var mótmælt, og þar með talið að hús skv. skuggavarpi væri helst til of hátt. Skipulags- og byggingarnefnd hafði tekið málið til afgreiðslu dags. 27.7.2022, eftir að auglýsingatíma lauk, og bókaði að athugasemdir teldust ekki þess eðlis að með byggingu parhúss á lóðinni Heiðarbrún 6-6b, sé gengið á rétt nágranna vegna skerðingar á útsýni eða annars. Bæjarráð staðfesti bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi dags. 28.7.2022. Komin er fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, á málsmeðferð deiliskipulagsins þar sem því er haldið fram að gögn sem nágrannar fengu sent vegna skuggavarps hafi verið röng.
Nú hefur það verið staðfest að gögn sem send voru nágrönnum voru röng, þ.e. með heldur hærra og stærra húsi en því sem að endingu átti að leggja fram. Með vísan til þess að fyrri afgreiðsla byggði á röngum gögnum er lagt til að málið sé endurupptekið með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að málið verið endurupptekið.

4. 2208263 - Beiðni um stækkun á iðnaðahúsnæði - Gagnheiði 37
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar dags. 31.8.2022:
Þröstur Hafsteinsson f.h. ÞH Blikk á Selfossi, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist til stækkunar á Gagheiði 37. Stækkun yrði að norðanverðu við núverandi hús, til aukningar á geymsluplássi (plötugeymsla), allt 100m2, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf fyrir lóðarhöfum að Gagnheiði 35, 39 og framvísa þarf samþykki meðeiganda Gagnheiði 37.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt og hafa borist athugasemdir.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þær athugasemdir sem m.a. benda til að viðbygging að norðanverðu muni ná út í lóðarmörk og þar með hafa neikvæð áhrif á lóðarhafa Gagnheiði 35. Þá liggur ekki fyrir samþykki meðeigenda Gagnheiði 37. Nefndin hafnar áformum um fyrirhugaða viðbyggingu.
5. 1606145 - Beiðni um heimild til nýtingar lands á Eyrarbakka
Jóhann Bjarni Loftsson leggur fram ósk til sveitarfélagsins Árborgar, um leyfi til að hafa afnot af svæði undir kartöflugarð, niður undir sjóvarnargarði sem er með staðsetningu rétt sunnan við knattspyrnuvöll (grasvöll, austast á Eyrarbakka) Fjölskylda Jóhanns hefur haft afnot af svæðinu um margra áratuga skeið.
Stærð garðsins er um það bil 76m meðfram gamla sjógarðinum, um það bil 37m frá sjógarðinum austan megin, en um það bil 24m frá sjógarðnum vestan megin.


Skipulags- og byggingarnefnd vísar erindinu til afgreiðslu mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar.
6. 2209272 - Kayakferðir ehf - Ósk um afnot af lóð
Gunnar Valberg Pétursson f.h. Kayakferðir ehf, leggur fram fyrirspurn til sveitarfélagsis Árborgar, um hvort möguleiki sé að fá afmarkaða lóð til afnota fyrir starfsemina, einnig með það í huga að reisa aðstöðuhús, skv. meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.
7. 2207212 - Jóagerði L166146 - Ósk um lagfæringar á skráningu og afmörkun lóðar
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar dags. 27.7.2022:
„Skúli Æ. Steinsson eigandi Jóagerðis L166146, óskar eftir að afmörkun Jóagerðis verði færð til fyrra horfs í samræmi við girðingar frá fyrri tíð. Jóagerði er skráð í Þjóðskrá 2,0 ha, en skv afsali frá 1986 er stærð tilgreind 1,86ha. Skúli telur að sveitarfélagið Árborg hafi árið 2003-2004 staðið fyrir mælingu á landinu og breytt skráningu í 1,24 ha.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa afla frekari gagna.“
Fyrir fundi hafa borist skýrari gögn sem varpa ljósi á fyrri landskiptagjörning.


Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að kanna hjá Sveitarfélaginu Árborg, hvort komi til greina að landið Borg II L210184, verði sameinað landinu Jóagerði L166146. Við það myndi sameinuð spilda nálgast þá stærð sem tilgreind er í afsali frá 1998.
Fundargerðir
8. 2209009F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100, til kynningar
Til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica