Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 127

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
14.10.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2109054 - Beiðni um tilnefningu fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands
Erindi frá Ungmennaráði Suðurlands, dags. 1. september, þar sem óskað var eftir að sveitarfélagið tilnefndi einn aðalmann og einn varamann til setu í Ungmennaráði Suðurlands.

Bæjarráð vísaði erindinu til Ungmennaráðs Árborgar og óskaði eftir því við ráðið að það skipi einn aðalmann og einn varamann til setu í Ungmennaráði Suðurlands.

Ungmennaráð lagði til að Elín Karlsdóttir yrði aðalmaður og Elín Þórdís Pálsdóttir, yrði varamaður.

Bæjarráð samþykkir tillögu Ungmennaráðs Árborgar um að Elín Karlsdóttir verði aðalmaður og Elín Þórdís Pálsdóttir varamaður.
Erindi á sveitarfélögin um tilnefningu fulltrúa 2021.pdf
2. 2109473 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - verðmat á landi og landskipti
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista þar sem óskar var eftir að fá afhent verðmat á landi sem fyrirhugað var að sveitarfélagið taki við úr landi Dísarstaða við hesthúsahverfið á Selfossi í skiptum fyrir Tjarnarlæk.

Bæjarráð óskaði eftir að verðmat lægi fyrir næsta fundi bæjarráðs.

Svar lagt fram á fundinum.

3. 21044901 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021
7. mánaða frávikagreining
Lagt fram til kynningar.
Rekstraryfirlit málaflokka samanburður 01.01.21..31.07.21 PDF 7 mánaða.pdf
4. 21101204 - Beiðni - aukning á kennslukvóta fyrir tónlistarkennslu í Árborg
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 4. október, þar sem óskað var eftir um 20 klst. aukningu á kennslukvóta í Sveitarfélaginu Árborg frá janúar 2022.
Bæjarráð leggur til að beiðni um aukinn kennslukvóta verði tekin til skoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir því við sviðsstjóra fjölskyldusviðs að gert verði yfirlit um þróun kennslukvóta sveitarfélagsins og viðbótarkennslukvóta á síðustu árum. Einnig mætti koma þar fram samanburður á kennslukvóta sveitarfélagsins til tónlistarkennslu og þeirrar tónlistarkennslu sem viðhöfð er í sveitarfélögum sem við viljum bera okkur saman við.
Svfél. Árborg v. viðbótarkvóta 2022-23.pdf
5. 2003206 - Ákvörðun ráðherra - starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga Covid19
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4. október, vegna nýrra leiðbeininga um ritun fundargerða sveitarstjórnar og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti.
Bæjarráð vísar til bæjarstjóra og bæjarritara að endurskoða bæjarmálasamþykkt, í samráði við forseta bæjarstjórnar, og gera tillögu til bæjarstjórnar.
Bréf til sveitarfélaga.pdf
6. 2012011 - Frjálsíþróttaaðstaða, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja - Þjóðarleikvangur
Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dags. 4. október, þar sem sveitarfélög voru hvött til að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022 áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum.
Lagt fram til kynningar.
Umsókn um þjóðarleikvang í Laugardal.pdf
7. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Framvinduskýrsla ágúst.
Lagt fram til kynningar.
HHA-Framvinduskyrsla_AGUST-2021.pdf
8. 21101241 - Samráðsgátt - breyting á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 6. október, þar sem tilkynnt var að drög að breytingum á núgildandi reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018, ásamt áorðnum breytingum, hafði verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Opið yrði fyrir umsagnir til 20. október.
Lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að vinna umsögn.
Í samráðsgátt breytingartillaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.pdf
9. 21101274 - Stafræn umbreyting sveitarfélaga
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. október, um þátttöku og framlög sveitarfélaga til samstarfs í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu. Gert verði ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun 2022.
Bréf til sveitarfélaga-KB.pdf
10. 21101275 - Viðauki við rekstrarsamning um Selfossvöll
Viðauki við rekstrarsamning um Selfossvöll sem er í gildi milli sveitarfélagsins og Umf. Selfoss.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðaukasamning, enda rúmast kostnaður innan fjárhagsáætlunar.
11. 2102324 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðum - Fossnes nr. 16, 18 og 20
Beiðni frá Anpro ehf., dags. 17. ágúst, þar sem óskað var eftir framlengdu vilyrði fyrir lóðunum í Fossnesi nr. 16, 18 og 20.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á 122. fundi og óskaði eftir frekari gögnum um framvindu undirbúnings Anpró að framkvæmdum á lóðinni.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindis Anpró og óskaði eftir upplýsingum frá mannvirkja- og umhverfissviði um þær framkvæmdir sem sveitarfélagið þarf að ráðast í áður en lóðirnar gætu orðið tilbúnar til úthlutunar.

Minnisblað mannvirkja- og umhverfissvið að ósk bæjarráðs lagt fram.

Bæjarráð leggur til við eigna- og veitunefnd að málið verði skoðað við vinnslu fjárfestingaáætlunar.
Afgreiðslu erindisins er frestað þar til fyrir liggur kostnaðarmat og samþykkt fjárfestingaáætlun ársins 2022.
12. 2103324 - Breyting á reglugerð vegna reikningsskila sveitarfélaga
Erindi frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, dags. 11. október, um breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til sveitarstjórna.pdf
Fundargerðir
13. 2109025F - Skipulags og byggingarnefnd - 78
78. fundur haldinn 6. október.
14. 2110001F - Umhverfisnefnd - 19
19. fundur haldinn 5. október.
Fundargerðir til kynningar
15. 2101335 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2021
200. fundur haldinn 1. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundur 200 - 1.10.2021.pdf
16. 2103236 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2021
22. fundur haldinn 29. september.
Lagt fram til kynningar.
210929stjornByggdasafnsArnnr22.pdf
17. 2102210 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22 árin 2021-2022
14. fundur haldinn 29. september.
Lagt fram til kynningar.
210929bygginganefndByggArnnr14.pdf
18. 2101373 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2021
214. fundur haldinn 1. október.
Tillaga að samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi og
Tillaga að breytingum á samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Lagt fram til kynningar.
214_fundur_fundargerd_undirr.pdf
19. 21101276 - Fundargerðir almannavarnarráðs Árborgar 2021-2022
1. fundur haldinn 9. október.
Erindisbréf Almannavarnarráðs Árborgar.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 1 - 091021.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica