Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 5

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
28.07.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá erindi frá Umf. Selfoss vegna Brúarhlaups 2022. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2204079 - Faghópur um leikskóla
Í samræmi við afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar þann 22. júní sl. var lagt til að skipað yrði á ný í faghóp um leikskóla.
Lagt var til að starfshópnum yrði falið að vinna áfram að málefnum leikskóla í sveitarfélaginu með það meðal annars fyrir augum að koma með tillögur að úrbótum varðandi færanlegt kennsluhúsnæði við leikskólana Árbæ og Álfheima.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fulltúar í starfshópnum verði Sveinn Ægir Birgisson, Brynhildur Jónsdóttir, Arnar Freyr Ólafsson, Atli Marel Vokes, Júlíana Tyrfingsdóttir, Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir og Margrét Björk Brynhildardóttir og felur bæjarstjóra í samráði við sviðstjóra fjölskyldusviðs að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn sem lagt verður fyrir bæjarráð til samþykktar.
2. 2207159 - Ráðhúströppur málaðar - stuðningur við hinsegin samfélagið
Erindi barst frá forstöðumanni frístundahúsa þar sem lagt var til að sýna málefnum hinsegin samfélagsins stuðning. Sýnileikinn er sterkasta vopnið gegn hatri og fordómum því var óskað eftir samþykki fyrir því að fá að mála tröppurnar fyrir utan ráðhúsið í regnbogalitunum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða beiðnina og fagnar framtaki forstöðumanns frístundahúsa.
Ráðhúströppur málaðar - stuðningur við hinsegin samfélagið.pdf
3. 2203070 - Stjórnsýslukæra - höfnun umsóknar um breytingar innanhúss og breytta notkun hluta húsnæðis - Tryggvagata 32
Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar um umhverfis og auðlindamála í máli nr. 19/2022.
Lagt fram til kynningar.
4. 2206276 - Erindi frá Skátafélaginu Fossbúum varðandi stuðning eftir Covid-19
Beiðni Skátafélagsins Fossbúa um viðspyrnustyrk vegna tekjutaps í Covid-19.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Slík styrkveiting er ekki á fjárhagsáætlun ársins en bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar við fjárhagsáætlunargerð 2023.
Tillaga til Árborgar 01.07.22.pdf
5. 2204134 - Aðstoð vegna forfalla framkvæmdastjóra UMFS
Erindi frá UMF.Selfoss, dags. 28. júní, sl. þar sem óskað var eftir aðstoð með fjárframlagi til að koma til móts við kostnað vegna forfalla framkvæmdastjóra UMF. Selfoss
Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Slíkt fjárframlag er ekki á fjárhagsáætlun ársins en bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar við fjárhagsáætlunargerð 2023.
6. 2207220 - Samráðsgátt - reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra
Erindi frá Innviðaráðuneytinu, dags. 14. júlí, þar sem vakin var athygli á að drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra hafi verið sett í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnafrestur er til 11. ágúst nk.
Bæjarráð vísar erindinu til mannvirkja- og umhverfissviðs til skoðunar.
Samráðsgátt - reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra.pdf
7. 2207211 - Rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga - aukið íbúðaframboð 2023-2032
Undirritaður rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlaður er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum í samræmi við þörf.
Í rammasamningnum kemur fram áætlun á landsvísu um byggingu 4.000 íbúða árlega á næstu fimm árum og 3.500 íbúða árlega næstu fimm ár eftir það til að mæta áætlaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði.

Lagt fram til kynningar.
Rammasamningur IRN Samband HMS - undirritað.pdf
8. 2102410 - Hreinsistöð við Geitanes
Á fundi eigna- og veitunefndar 6. júlí sl. var farið yfir gögn er vörðuðu fyrirhugað útboð í jarðvinni vegna nýrrar hreinsistöðvar við Geitanes og fól nefndin sviðsstjóra að bjóða út jarðvinnu vegna nýrrar hreinsistöðvar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Útboðinu er lokið með eftirfarandi niðurstöðu:

Tilboð í verkið Útrás og jarðvinna hreinsistöðvar.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Þjótandi ehf 145.575.800 kr. - 62,8% af kostnaðaráætlun.
Stórverk ehf 152.528.500 kr. - 65,8% af kostnaðaráætlun.
Borgarverk ehf 167.234.000 kr. - 72,1% af kostnaðaráætlun.
Gröfutækni ehf 179.892.500 kr. - 77,5% af kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætlun 231.980.000 kr. öll verð með vsk.

Lagt er til við bæjarráð að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.
9. 2206406 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurnýjun stofnlagnar
Selfossveitur bs, óska eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitustofnlagnar sem liggur frá hringtorginu við Víkurheiði að væntanlegri dælustöð hitaveitu við Eyði-Mörk 3. Nú í sumar er gert ráð fyrir að endurnýja alls 420 m. Þvermál nýju stofnlagnarinnar verður DN 300 og lítilsháttar hliðrun verður á lagnastæði stofnlagnarinnar. Sótt hefur verið um leyfi Vegagerðarinnar um lagningu stofnlagnarinnar á vegsvæði. Frágangur yfirborðs verður með svipuðu sniði og nú er. Framkvæmdatími er áætlaður síðsumars 2022.

Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.

Bókun 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitustofnlagnar sem liggur frá hringtorginu við Víkurheiði að væntanlegri dælustöð hitaveitu við Eyði-Mörk 3 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
15184-M22.3401-1.pdf
15184-C80.34.001-A.pdf
10. 2206411 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Vegna jarðvinnu og lagna Borhola VSS-34
Eggert Sveinsson f.h. Vatnsveitu Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna nýrra stofnlagna vatnsveitu, og nýrra fjarskiptalagna og rafstrengja, vegna virkjunar á neysluvatnsborholu VSS-34 við Ingólfsfjall. Gert er ráð fyrir að leggja Ø180 mm stofnlögn frá fyrirhuguðu borholuhúsi að núv. Ø280 stofnlögn vatnsveitu, sem liggur meðfram Biskupstungnabraut (35). Tilgangur með lögninni er að koma vatni frá borholunni að vatnsgeymi Árborgar við Biskupstungnabraut. Tekið skal fram að lagnaleið gæti breyst á framkvæmdatíma, m.t.t. hvar er best að fara yfir mýrina og hæðarlegu landsins. Einnig er gert ráð fyrir að leggja rafstreng og fjarskiptalagnir frá nýju borholuhúsi að núverandi borholuhúsi við borholu VSS-27. Borholuhús VSS-27 er á lóðinni Hellir 2, landnr. 228562. Raf- og fjarskiptalagnir munu liggja meðfram aðkomuvegi, á milli borhola VSS-27 og VSS-34. Frá fyrirhuguðu borholuhúsi verða grafnir litlir fráveituskurðir, til að veita vatni frá fyrirhuguðu byggingasvæði. Síðar meir er reiknað með að setja regnvatnslagnir í skurðina, og fylla upp í þá aftur.
Lagnir sem liggja utan lóða sem afmarkaðar eru fyrir borholuhúsin, liggja í landi Hellis, landnr. 161793. Stefnt er að því að lagnir verði lagðar sumarið 2022, en mikilvægt er að lagnavinna verði langt komin áður en haustrigningar byrja.

Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.

Bókun 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi vegna nýrra stofnlagna vatnsveitu, og nýrra fjarskiptalagna og rafstrengja, vegna virkjunar á neysluvatnsborholu VSS-34 við Ingólfsfjall og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
100950-BRE-001-V01-VSS-34 Umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
100950-TEI-001-V01-VSS-34 Vatnslögn-H101.pdf
100950-TEI-002-V01-VSS-34 Fjarskipta- og raflagnir-I101 Raf- og fjarskipti.pdf
11. 2207196 - Eyrargata Eyrabakka- Umsókn um framkvæmdaleyfi. (endurnýjun yfirborðs götu)
María Dís Ásgeirsdóttir f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framvæmda við endurnýjun yfirborðs götu og lagningu gangstétta á um 260m kafla Eyrargötu á Eyrarbakka, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Vegkaflinn afmarkast frá húsi nr.42, að vestan og austur að húsi nr. 49 við Eyrargötu.

Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir ítarlegri gögnum, sem uppfylla m.a. algilda hönnun, auk verkhönnunarteikningar/deiliteikningar og var málinu frestað á fundi skipulags- og byggingarnefndar.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og byggingarnefndar og frestar afgreiðslu málsins.
12. 2207300 - Geitanes - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Sigurður Ólafsson f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi.
Verkið felur í sér lagningu útrásar- og yfirfallslagna frá væntanlegri hreinsistöð fyrir Selfoss, að Ölfusá við Geitanes. Einnig verður gerð útrás út í Ölfusá í Geitanesflúðum og grafið fyrir hreinsistöðvarmannvirki, auk frágangs á yfirborði vinnusvæðis.

Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.

Bókun 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi vegna lagningu útrásar- og yfirfallslagna frá væntanlegri hreinsistöð fyrir Selfoss, að Ölfusá við Geitanes. Einnig verður gerð útrás út í Ölfusá í Geitanesflúðum og grafið fyrir hreinsistöðvarmannvirki, auk frágangs á yfirborði vinnusvæðis og felur bæjarráð skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Framkvæmdasvæði_útrás og jarðvinna hreinsistöðvar.pdf
100934-Útrás og jarðvinna Hreinsistöðvar 2022 - Teikningahefti - V01.pdf
13. 2207305 - Víkurheiði. Framlenging vega - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Sigurður Ólafsson f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi.
Verkið felur í sér lagningu vegar í framhaldi af Víkurheiði B og gera nýjan vegstút inn að verðandi Stekkjaheiði, með aðgengi/aðkomu að Eyði-Mörk 3, Dælustöð við Víkurheiði. Bygging dælustöðvar og endurnýjun Ø300 hitaveitulagnar frá hringtorgi við Suðurhóla að dælustöð við Eyði-Mörk 3 er mjög mikilvæg framkvæmd vegna rekstraröryggis Selfossveitna niður að Strönd (Eyrarbakki og Stokkseyri). Við lagningu vegar fyrir Stekkjaheiði verður lagt niður Ø500 rör vegna skurðakerfis á svæðinu til að tryggja flæði vatns á svæðinu.

Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.

Bókun 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar í framhaldi af Víkurheiði B og gera nýjan vegstút inn að verðandi Stekkjaheiði, með aðgengi/aðkomu að Eyði-Mörk 3, Dælustöð við Víkurheiði og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Stútur við Stekkjarheiði_Víkurheiði yfirlitsmynd.pdf
8200-EYM- 3-A.pdf
2839-075-01-TEI-001-V01-Fráveita og götur Víkurheiði og Flugvöllur-C106-B1.pdf
Umsögn vegna bráðabirgðartengingar fyrir dælustöð á reit sunnan Víkurheiðar í Árborg.pdf
2839-075-01-TEI-001-V01-Stekkjaheiði - C106.pdf
2839-075-01-TEI-001-V01-Fráveita og götur Víkurheiði og Flugvöllur-C106-B1.pdf
14. 1912054 - Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b
Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd deiliskipulagstillaga, að lokinni auglýsingu í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagaslaga nr.123/2010. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að lóðin Heiðarbrún 6, sem er 852m2 að stærð verði parhúsalóð (6-6a), og að heimilt verði að byggja parhús með stakstæðum eða sambyggðum bílskúr. Húsin verði á einni hæð með risi. Hámarksvegghæð allt að 3,5m og mænishæð allt að 6,5m. Nýtingarhlutfall allt að 0,5. Tillagan var auglýst í Lögbirtingarblaði, Fréttablaðinu og Dagskránni 13. apríl 2022, með fresti til athugasemda 25.5.2022. Athugasemdir hafa borist. Athugasemdir varða skerðingu á útsýni og áhyggjur af skuggavarpi nýs húss gagnvart næstu lóð.

Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.

Bókun 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Borist hafa ítarlegri gögn sam skýra m.a. skuggvarp af nýrri byggingu. Skipulags- og byggingarnefnd telur að þær athugasemdir sem borist hafi, séu ekki þess eðlis að með byggingu parhúss á loðinni Heiðarbrún 6-6b sé gengið á rétt nágranna vegna skerðingar á útsýni eða annars. Lagður hefur verið fram uppdráttur sem sýnir áhrif skuggavarps á húsið Heiðarbrún 8, og er ekki að sjá að þar myndist skerðing vegna skuggavarps.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr.123/2010, og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar einnig í samræmi við 41.gr. sömu laga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillöguna í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr.123/2010, og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar einnig í samræmi við 41.gr. sömu laga.
S-001-Ú3-Heiðarbrún 6-6b.pdf
A-100 - Ú2 - Afstöðumynd og byggingarlýsing.pdf
A-111 - Ú2 - Grunnmynd og snið.pdf
A-201 - Ú1 - Útlit.pdf
Skuggavarp Heiðarbrún 6-6B.pdf
15. 2206228 - Deiliskipulag - Lækjargarður
Mál áður á fundi skipulags- og byggingarnefndar dags.29.6.2022:
"Eiður I. Sigurðsson f.h. landeiganda Lindu Rut Larsen, leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir landspilduna Lækjargarður L166200, sem er tæpir 4 ha að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja á spildunni íbúðarhús allt að 350m2 aðstærð, tvö gesthús allt að 80m2 að stærð, hvort, auk skemmu allt að 400m2 að stærð. Landspildan er í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 skilgreint sem landbúnaðarland og er einnig í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, sem er í lokavinnslu. Aðkoma að er af Votmúlavegi og aðkomuvegi að Lækjargarði.
Frestað"

Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.

Bókun 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu máls, þar til nýtt endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036 hefur öðlast gildi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
16. 2207320 - Brúarhlaup 2022
Erindi frá Umf. Selfoss, dags. 25. júlí, þar sem óskað var eftir að lokað yrði frá Engjaveginum frá umferðarljósum við Tryggvagötu og fram yfir gatnamótin við Sigtún. Einnig við Sunnuveg og Sigtún, ásamt Mánavegi og Sigtún frá kl. 8:00 - 13:00 laugardaginn 6 ágúst, meðan á Brúarhlaupinu stendur.
Bæjarráð samþykkir samhljóða beiðni Umf. Selfoss um lokanir.
Brúarhlaup 2022.pdf
Kort - Brúarhlaup 2022.pdf
Fundargerðir
17. 2205029F - Félagsmálanefnd - 34
34. fundur haldinn 7. júní.
18. 2206025F - Umhverfisnefnd - 1
1. fundur haldinn 29. júní
19. 2207003F - Eigna- og veitunefnd - 2
2. fundur haldinn 6. júlí.
Fundargerðir til kynningar
20. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
910. fundur haldinn 20. maí.
911. fundur haldinn 23. júní.

Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 910.pdf
stjórn_Sambands_íslenskra_sveitarfélaga_-_911.pdf
21. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
583. fundur haldinn 15. júní
Aukaaðalfundur haldinn 16. júní.

Lagt fram til kynningar.
583. fundur stj. SASS.pdf
Fundargerð-aukaaðalfundar-SASS-2022.pdf
22. 2203055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2022
Aukaaðalfundur haldinn 16. júní.
219. fundur haldinn 29. júní.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aukaaðalfundar HSL 2022.pdf
219_fundur_fundargerd.pdf
23. 2201299 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2022
Aukaaðalfundur haldinn 16.júní.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerd-aukaadalfundar-SOS-2022.pdf
24. 2201295 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu bs. 2022
26. fundur haldinn 30. júní.
Lagt fram til kynningar.
26. fundur Héraðsnefndar Árnesinga 30.6.2022.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica