Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 101

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
21.01.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2101188 - Samráðsgátt - drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Erindi frá skrifstofu umhverfis og skipulags, dags. 12. janúar sl., þar sem óskað var eftir umsögn um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.
Bæjarráð vísar til skoðunar í umhverfisnefnd drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.
2. 2006052 - Opnun tilboða í færanlegar kennslustofur vegna Stekkjaskóla í Björkurstykki
Eigna- og veitunefnd fól mannvirkja- og umhverfissviði að undirbúa útboð á færanlegum kennslustofum á 34. fundi nefndarinnar þann 11. nóvember síðastliðinn. Útboðið hefur farið fram og voru tilboð opnuð þann 15. janúar.
Alls bárust fimm tilboð og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs leggur til að honum verði falið að semja við lægstbjóðanda í tímabundnar kennslustofur Stekkjaskóla, svo fremi viðkomandi uppfylli kröfur útboðsgagna. Málið er tekið beint á dagskrá bæjarráðs þar sem bjóðendum hefur verið heitið svörum eigi síðar en 22. janúar.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Snorra ehf., svo fremi að félagið uppfylli kröfur útboðsgagna. Sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs er falið að ljúka málinu.
Opnun-Færanlegar kennslustofur Stekkjaskóla (ID 194450).pdf
3. 2101218 - Styrkbeiðni Frískra flóamanna vegna 1.maí hlaups
Tillaga frá 17. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 18. janúar sl., liður 5. Styrkbeiðni Frískra flóamanna vegna 1. maí hlaups.
Lögð var fram styrkbeiðni frá hlaupahópnum Frískum flóamönnum vegna fyrirhugaðs keppnishlaups 1.maí nk. á Selfossi.
Nefndin lagði til við bæjarráð að fyrirliggjandi styrkbeiðni yrði samþykkt enda rúmist hún innan fjárhagsáætlunar 2021 og að starfsmanni nefndarinnar yrði falið að klára samning við Fríska flóamenn um aðkomu sveitarfélagsins að viðburðinum.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til keppnishlaups Frískra Flóamanna og fyrirliggjandi samningsdrög þar að lútandi.
Studío Sport hlaupið - samkomulag við FF´21 - drög.pdf
Styrkbeiðni Frískra flóamanna vegna 1.maí hlaups.pdf
Fundargerðir
4. 2101009F - Frístunda- og menningarnefnd - 17
17. fundur haldinn 18. janúar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica