Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslunefnd - 37

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
13.10.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður, S-lista,
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson nefndarmaður, Á-lista,
Brynhildur Jónsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður, D-lista,
Birgir Edwald fulltrúi skólastjóra,
Jóhanna Þórhallsdóttir fulltrúi leikskólastjóra,
Sólrún Sigurðardóttir fulltrúi kennara,
Dagný Björk Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara,
Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir fulltrúi foreldra leikskóla,
Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1901289 - Reglur um leikskólaþjónustu
Tillaga að breytingu á einum kafla í reglum um leikskóla í Árborg út frá bókun fræðslunefndar undir dagskrárlið 2 á 36. fundi fræðslunefndar 8. september 2021

Opnunartími, skipulagsdagar og lokanir leikskóla

Almennur opnunartími leikskóla er frá kl. 07:45 til 16:30. Þó getur vistun aldrei verið styttri en fjórir tímar á dag. Vistunartími getur verið sveigjanlegur frá kl. 12:00 á daginn.

Leikskólar eru lokaðir vegna skipulags- og námskeiðsdaga, leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa. Sjá leikskóladagatöl leikskólanna.

Leikskólar Árborgar eru lokaðir vegna sumarleyfa í samtals 20 virka daga í júlí ár hvert. Foreldrar geta sótt um að hámarki 10 daga í aukið sumarfrí fyrir börn sín í samfellu við sumarlokun leikskólanna og fengið leikskólagjöld felld niður þann tíma. Fyrirkomulagið getur verið á þá leið að foreldrar taki einhverja daga fyrir sumarlokun og einhverja daga eftir. Einnig geta þeir tekið 10 daga samfellt fyrir eða eftir sumarlokun. Umsókn um aukið sumarfrí þarf að berast í gegnum leikskólakerfið Völu (vala.is) fyrir 1. mars ár hvert.

Leikskólar Árborgar eru lokaðir á aðfangadag og gamlársdag.

Leikskólagjöld eru felld niður vegna virkra daga milli jóla og nýárs, vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma, enda hafa foreldrar sótt um niðurfellingu í leikskólakerfinu Völu (vala.is) fyrir 15. desember ár hvert.

Leikskólar Árborgar geta þurft að loka vegna veðurs og er þá farið eftir leiðbeiningum frá Almannavörnum og að höfðú samráði við yfirstjórn sveitarfélagsins, leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingar á reglunum verði samþykktar og hækkun á rekstrarkostnaði vegna breytingarinnar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Tillaga að breytingu á einum kafla í reglum um leikskóla í Árborg 6.10.2021.pdf
2. 2103059 - Vinnuhópur um leikskólamál
Fundargerðir vinnuhóps nr. 9, 10 og 11 til kynningar.
Framlenging á starfstíma vinnuhópsins verður tekin fyrir á næsta reglulega fundi fræðslunefndar.
Vinnuhópur 9. fundur 13.9.2021.pdf
Vinnuhópur 10. fundur 28.9.2021.pdf
Vinnuhópur 11. fundur 4.10.2021.pdf
3. 2109200 - Vallaskóli - starfsáætlun og handbók starfsfólks 2021-2022
Starfsáætlun og handbók starfsfólks Vallakóla 2021-2022.
Fræðslunefnd staðfestir starfáætlunina og handbókina.
Starfsáætlun 2021-2022.pdf
Vallaskóli, handbók starfsfólks 2021-2022.pdf
4. 21101267 - Starfsáætlun Sunnulækjarskóla 2021-2022
Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
Starfsáætlun SLS 2021-22.pdf
5. 2109198 - Vallaskóli - sjálfsmatsskýrsla 2019-2020
Sjálfsmatsskýrsla Vallaskóla 2019-2020.
Fræðslunefnd staðfestir sjálfsmatsskýrsluna.
Vallaskóli, sjálfsmatsskýrsla 2019-2020.pdf
6. 21101212 - Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjarskóla 2020-2021
Fræðslunefnd staðfestir sjálfsmatsskýrsluna.
Sjálfsmatsskýrsla 2020 - 2021.pdf
Erindi til kynningar
7. 2109039 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna
Á 36. fundi fræðslunefndar, miðvikudaginn 8. september 2021, lagði sviðsstjóri fram bókun vegna erindis frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þá óskaði fræðslunefnd eftir minnisblaði þar sem gerð er frekdari grein fyrir vinnu fjölskyldusviðs.
Minnisblað fjölskyldusviðs til kynningar.
Minnisblað fjölskyldusviðs Árborgar.pdf
8. 2101059 - Fundargerðir leikskólastjóra o.fl.
Til kynningar:

- Fundargerð frá 14. september 2021.
- Fundargerð frá 5. október 2021.
Leikskólastjórar o.fl. 14.9.2021.pdf
Leikskólastjórar o.fl. 5.10.2021.pdf
9. 2109336 - Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2021
Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2021.
Til kynningar.
Bréf til skólastjóra og rekstraraðila grunnskóla.pdf
Námsgagnasjóður 2021 - fylgiskjal.pdf
10. 2102048 - Samráðsfundir skólastjóra og sviðsstjóra
Til kynningar.
- Fundargerð frá 7. september 2021.
- Fundargerð frá 21. september 2021.
Samráð skólastjóra og sviðsstjóra 7.9.2021.pdf
Samráð skólastjóra og sviðsstjóra 21.9.2021.pdf
11. 2110002 - Breytingar á kennslustað íþrótta við BES
Til kynningar.
Minnisblað - íþróttahús á Stað.pdf
12. 2109476 - Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál
Til kynningar.
Ályktun bæjarráðs um leikskólamál.pdf
13. 21101176 - Fundargerðir foreldraráðs 2021
Fundargerð foreldraráðs Goðheima frá 4. október 2021 til kynningar.
1. fundur foreldraráðs.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:09 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica