Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 65

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
07.04.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2101308 - Eyrargata 16C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslu erindisins var frestað á 61. fundi skipulags- og byggingarnendar, óskað var eftir umsögnum Landforms, höfunda deiliskipulags og Verndarsvæðis í byggð og hverfisráðs Eyrarbakka. Umsagnir lagaðr fram til kynningar.
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar umsagnir frá Landform og hverfisráðs Eyrarbakka.
2. 2102116 - Fyrirspurn um framkvæmdir - Norðurgata 11
Erindinu var frestar á 61. fundi skipulags- og byggingarnefndar og óskað eftir umsögn hverfisráðs Sandvíkurhrepps. Umsögn hefur borist og er lögð fram til kynningar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að ráðist verði í endurskoðun deiliskipulagsskilmála Tjarnarbyggðar í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Samþykkt samhljóða.
3. 2008081 - Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindinu var frestað á 63. fundi skipulags- og byggingarnefndar og óskað eftir greinargerð umsækjanda um heildar byggingaráform á lóðinni. Greinargerð umsækjanda hefur nú borist.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að ráðist verði í endurskoðun deiliskipulagsskilmála Tjarnarbyggðar í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Samþykkt samhljóða.
4. 2012091 - Norðurleið 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindinu var frestað á 63. fundi skipulags- og byggingarnefndar og óskað eftir greinargerð umsækjanda um heildar byggingaráform á lóðinni. Greinargerð umsækjanda hefur nú borist.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að ráðist verði í endurskoðun deiliskipulagsskilmála Tjarnarbyggðar í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Samþykkt samhljóða.
5. 2103339 - Umsókn um stofnun lóðar fyrir spennistöð
RARIK ohf. óskar eftir því að stofna lóð undir spennistöð úr lóðinni Dísarstaðir land 8 ln. 220561 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Bölta ehf. dags. 16.03.2021
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
6. 2103338 - Tillaga að aðmörkun geymslusvæðis - Eyðimörk
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. óska eftir áframhaldandi afnotum af geymslusvæði í landi Eyði-Markar skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu þar sem að umrædd notkun samræmist ekki gildandi skipulagi.
7. 2103337 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Grendarstöðvar í Árborg.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir grenndarstöðvum skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Ari Már Ólafsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins
8. 2101383 - Heiðarstekkur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagður fram uppfærður lóðauppdráttur fyrir lóðina Heiðarstekkur 2
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðan lóðauppdrátt og staðsetningu hjólageymslu innan lóðar.
Samþykkt samhljóða.
Ari Már Ólafsson kemur aftur til fundar.
9. 2103361 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Neysluvatns- og hitaveitustofnar
Jón Sæmundsson f.h. Selfossveitna bs. og Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna langingar neysluvatns- og hitaveitustofna í framhaldi af núverandi stofnlögnum sem lagðar voru árið 2019.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt.
Samþykkt samhljóða.
10. 2103245 - Umsókn um sameiningu lóða - Austurvegur 40 og 40B
Lagður fram rökstuðningur umsækjanda fyrir sameiningu lóðanna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir sameiningu lóðanna með þeim skilyrðum að lóðamörkum verði breytt þannig að á lóð 40 verði aðgengilegt kringum allt húsið. Einnig verði sett kvöð á að ekki verði heimil akandi umferð frá Austurvegi eftir lóð 40B.
Samþykkt samhljóða.
11. 2102065 - Fyrirspurn um stækkun húsnæðis - Austurvegur 42
Lögð fram ný tillaga að stækkun lóðarinnar Austurvegur 42
Lagt fram til kynningar.
12. 2103394 - Hestamannafélagið Sleipnir - Ósk um þarfagreiningu og rammaskipulag
Guðbjörg Guðmundsdóttir f.h. skipulagsnefndar hestamannafélagsins Sleipnis, óskar eftir því að sveitarfélagið láti gera þarfagreiningu og rammaskipulag fyrir svæði hestamannafélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir erindið. Nú þegar hefur verið samþykkt að stofna vinnuhóp varðandi framtíðarskipulag svæðisins. Þegar hópurinn verður skipaður mun verða óskað eftir fulltrúa úr skipulagsnefnd Sleipnis til þátttöku í hópnum.
Samþykkt samhljóða.
13. 2101156 - Gagnheiði 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Byggingarleyfisumsókn hefur verið grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til 25. mars.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við byggingarfulltrúa að byggingarleyfi verði samþykkt.
14. 2103404 - Kotleysa-Tangi - Ósk um nafnabreytingu
Katrín Jónsdóttir óskar eftir því að breyta heiti lóðarinnar Kotleysa-Tangi ln.165554, í Lambatangi skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við breytt staðfang lóðarinnar Kotleysa-Tangi ln.165554, í Lambatanga.
Samþykkt samhljóða.
Magnús Gíslason víkur af fundi við afgreiðslu erindisins
16. 2103410 - Fossnes 16-20 - Ósk um leyfi fyrir rannsóknarholum
Friðrik Ingi Friðriksson f.h. Anpro ehf. óskar eftir leyfi til graftrar nokkurra rannsóknarhola á lóðunum Fossnes 16-20 skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir gerð prufuholanna, en fer fram á að þeim verði lokað aftur að rannsóknum loknum.
Samþykkt samhljóða.
Magnús Gíslason kemur aftur til fundar.
Erindi til kynningar
15. 2103408 - Planitor - Vöktunarkerfi mála
Lagt fram til kynningar tilboð í vöktunarkerfi mála. Íbúar geta með kerfi Planitor gerst áskrifendur að ákveðnum málum og fengið sendar upplýsingar þegar málsnúmer koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Planitor um vöktunarkerfi mála. Nefndin telur það til mikilla hagsbóta fyrir íbúa, umsóknaraðila og framkvæmdaaðila, að geta skráð sig sem áskrifendur á mál og þannig fylgst náið með afgreiðslu þeirra í gegnum ferli stjórnsýslunnar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð
17. 2103020F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 62
17.1. 2103244 - Heiðarstekkur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Litli Kriki ehf. sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu.

Helstu stærðir 2385,9 & 7.121m³
Óskað er eftir rökstuðningi við flóttaleið, greinargerð aðalhönnuða og brunavarna og lóðaruppdrátt til samþykktar fyrir skipulags og bygginganefnd í samræmi við greinargerð gildandi deiluskipulags.

Frestað.

Niðurstaða þessa fundar
17.2. 2101070 - Gagnheiði 59 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
G.S. fasteignafélag ehf. sækir um leyfi til að gera breytingar utanhúss á atvinnumannvirki.

Frestað.

Niðurstaða þessa fundar
17.3. 2102042 - Grashagi 1C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Brynjar Ingi Magnússon sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu. Helstu stærðir 23,2m²
Erindið var áður á 59. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og fór fyrir skipulagsnefnd sem gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
17.4. 2102420 - Austurvegur 69a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Árfoss ehf. sækir um leyfi til að byggja verslunar- og þjónustuhús. Helstu stærðir 1.330m² 9.389,8m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
17.5. 2103090 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Norðurleið 19
Hafþór Ingi Bjarnason tilkynnir um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi á lóð.
Erindið var áður á 61. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og var frestað.
Borist hefur greinargerð framkvæmdaraðila sem er gert grein fyrir áformum uppbyggingar á lóðinni.

Framkvæmdin fellur ekki undir undanþáguákvæði byggingarreglugerðar sem framkvæmd undanþegin byggingarleyfi og er því háð byggingarleyfi.

Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
17.6. 2103304 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Dagdvöl aldraðara að Austurvegi 21,Árbliki
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir dagdvöl aldraðra Árbliki.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:22 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica