Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 38

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
18.08.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2106322 - Stöðuskýrsla fjölskyldusviðs
Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafaþjónustu verða gestir á fundinum og kynna stöðuskýrslu fjölskyldusviðs, sem kom út í júní sl.


Kjartan Björnsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.
 
Gestir
Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri - 17:03
Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri - 17:03
Stöðuskýrslan, hlekkur:
https://www.arborg.is/media/skjol/stoduskyrsla_arborg_vefur.pdf
2. 1603084 - Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki
Tillaga frá 74. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 11. ágúst, liður 1. Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki.

Skipulags- og byggingarnefnd lýsti yfir mikilli ánægju með þá vinnu sem unnin hefur verið við tillöguna. Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að tillaga um verndarsvæði í byggð fyrir
Eyrarbakka yrði samþykkt og í framhaldi auglýst skv. 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Hlekkur á vefsíðu með fylgiskjölum Verndarsvæðis í byggð:
https://www.arborg.is/ibuar/umhverfismal/verndarsvaedi-i-byggd/verndarsvaedi-i-byggd
3. 2102357 - Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9
Tillaga frá 74. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 11. ágúst, liður 9. Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9.

Á 72. fundi skipulags- og byggingarnefndar var skipulagsfulltrúa falið að leita lausna í málinu í samvinnu við skipulagshöfunda.

Þann 15. júlí 2021 funduðu formaður skipulagsnefndar og
skipulagsfulltrúi með lóðarhafa og hönnuðum. Farið var yfir áform deiliskipulags og ásýnd svæðisins. Hönnuður hefur lagt fram frekari gögn áformum sínum til stuðnings.

Að mati nefndarinnar samræmist tillagan ágætlega núverandi byggð við Hulduhól og framtíðaruppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Eyrarbakka.
Því lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Þykkvaflöt - Götumynd.pdf
Þykkvaflöt - deiliskipulagsbreyting - 2.pdf
4. 2107030 - Samkomulag um Austurbyggð II
Tillaga frá 121. fundi bæjarráðs, frá 12. ágúst, liður 1. Samkomulag um Austurbyggð II.

Lögð fram tillaga að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Fagralands ehf um Austurbyggð II. Dísarstaðir 2C L230584 og Dísarstaðir L299779.

Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður 18. ágúst næstkomandi.
Bæjarráð lagði til að sú breyting yrði gerð á samningsdrögunum að við 1. málsgrein 6. greinar bætist setningin "Landeigandi ber allan kostnað af breytingum á hönnun veitufyrirtækja komi til breytinga á deiliskipulagi".

Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls.

Forseti leggur til að breytingatillaga bæjarráðs verði hafnað.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Lagt er til að framlagt samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Fagralands ehf. verði samþykkt.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista situr hjá.
5. 1810218 - Erindisbréf - Skipulag hverfisráða og þátttökulýðræðis í Árborg.
Á 105. fundi bæjarráðs var samþykkt að óska eftir að fulltrúar í hverfisráðum sætu áfram á meðan samþykktir hverfisráða væru endurskoðaðar. Á 110. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela RR ráðgjöf vinnu við endurskoðunina á grundvelli verkefnistillögu þeirra.

Markmið verkefnisins RR ráðgjafar var að meta hvort núverandi umgjörð og framkvæmd hverfisráða væru til þess fallin að ná markmiðum bæjarstjórnar og leggja fram tillögur til úrbóta eftir þörfum. Á vormánuðum voru haldnar þrennar vinnustofur með fulltrúum hverfisráða og bæjarfulltrúum og var þeim stýrt af RR ráðgjöf. Niðurstöður þessarar vinnu og tillögur RR ráðgjafar bárust þann 16. júní og eru lagðar hér fram.

Forseti leggur til að bæjarstjóra og bæjarritara verði falið að vinna, í samráði við bæjarfulltrúa, áfram að tillögugerð á grundvelli niðurstaðna RR ráðgjafar. Þar til þeirri vinnu er lokið óskar bæjarstjórn eftir að núverandi meðlimir í hverfisráðum sitji áfram. Skipaðir verði nýjir fulltrúar í stað þeirra sem óska eftir að ljúka störfum.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.

Forseti leggur til að tillagan verði samþykkt þó þannig að síðasta lína verði felld út, þar sem segir að skipaðir verði nýjir fulltrúar í stað þeirra sem óska eftir að ljúka störfum.

Tillagan með þeim breytingum er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Hverfisráð.pdf
6. 2101125 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Viðauki nr. 9

Málaflokkur 04 - Fræðslu- og uppeldismál, 04219-Stekkjaskóli :
Samningur við Selfoss Veitingar vegna kaupa á tilbúnum mat fyrir Stekkjaskóla haustið 2021.
Samtals 6.000.000 kr.
Samtals kostnaðarauki 6.000.000 kr.

Viðauki nr. 9 samtals kostnaðarauki vegna reksturs 6.000.000 kr.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista situr hjá.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 9 2021.pdf
Fundargerðir
7. 2106006F - Bæjarráð - 117
117. fundur haldinn 10. júní.
Kjartan Björnsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista taka til máls undir lið nr. 12 - Tilboð um leigu á bílastæðahúsi við Eyraveg- Skýrsla VSÓ Ráðgjöf.


8. 2106018F - Bæjarráð - 118
118. fundur haldinn 24. júní.
Kjartan Björnsson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls undir lið nr. 1- Tillaga frá bæjarfulltrúa D-lista - stofnun starfshóps um gatnamerkingar og öryggisatriði á umferðargötum.
9. 2107001F - Bæjarráð - 119
119. fundur haldinn 8. júlí.
Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.
10. 2107009F - Bæjarráð - 120
120. fundur haldinn 22. júlí.
Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls undir lið nr. 9 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021.
11. 2108006F - Bæjarráð - 121
121. fundur haldinn 12. ágúst.
Gunnar Egilsson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 6 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóla og leggur fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála vegna framkvæmda við bráðabirgðakennslustofur og telur að þessi tímarammi standist ekki. Nauðsynlegt er að unnin verði raunhæf áætlun um hvernig á að haga skólastarfi í upphafi skólaárs fyrir þau börn sem áttu að vera í umræddum stofum. Undirritaður hefur allt frá upphafi kjörtímabilsins margsinnis bent á að ófermdarástand myndi skapast, en ekki fengið önnur viðbrögð frá meirihluta bæjarstjórnar en útúrsnúninga og hroka.
Bæjarfulltrúi D-listans, Gunnar Egilsson

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Ari B. Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls undir lið nr. 6- Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóla.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls undir lið nr. 7- Makaskiptasamningur-afsal lóða við Tjarnarlæk fyrir spilldu úr landi Dísarstaða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica