Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 73

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
14.07.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Eggert Valur Guðmundsson varamaður, S-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2106244 - Lóðarumsókn
Pétur og Bjarki ehf. óska eftir því að fá úthlutað lóðinni Ólafsvelli 16 skv. meðfylgjandi umsókn.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Samþykkt samhljóða.
2. 21043598 - Marbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bygingaráform hafa verið grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til 13. júlí 2021.
Ein athugasemd barst á tíma grenndarkynningar. Athugasemd snýr að tengibyggingu milli núverandi húss og fyrirhugaðrar stækkunnar. Í athugasemd er lagt til að tengibygging verði stytt til muna eða henni sleppt og húsin tvö látin standa ótengd. Skipulags- og byggingarnefnd tekur ekki undir framkomna athugasemd, ekki eru fordæmi fyrir tveimur stakstæðum frístundahúsum á sömu lóðinni á umræddu svæði. Byggingarmagn rúmast vel innan lóðar og er í ágætu samræmi við núverandi byggingar. Skipulags- og byggingarnefnd vísar erindi til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
3. 2107036 - Hellisland - Umsókn um framkvæmdaleyfi venga rannsóknarborana
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun í Hellislandi. Um er að ræða borun á einni rannsóknarholu skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að samráð verði haft við Skógræktarfélag Selfoss varðandi framkvæmdir og frágang verksins.
Samþykkt samhljóða.
4. 2107080 - Hellismýri 4 - Fyrirspurn v. byggingar geymsluhúsnæðis
Haukur Friðriksson f.h. G.G. Tré óskar eftir áliti skipulags- og byggingarnefndar á varðandi hugmyndir um byggingu geymsluhúsnæðis að Hellismýri 4 og Breiðumýri 3. Heildar byggingarmagn á lóðunum yrði um 1924 m2, og hvert geymslurými 25-50 m2.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir og beinir því til fyrirspyrjanda að sækja um umræddar lóðir.
Samþykkt samhljóða.
5. 2101332 - Deiliskipulag - Austurbyggð II
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurbyggð II hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til og með 23. júní 2021. Ein athugasem og umsagnir lögboðinna umsagnaraðila bárust á auglýsingartíma tillögunnar.
Brugðist hefur verið við innkominni athugasemd hestamannafélagsins Sleipnis og umsögnum umsagnaraðila með óverulegri breytingu á deiliskipulagstillögu. Í kjölfar athugasemda Sleipnis eru felldir út göngustígar og gróðurbelti sem sýnt var fyrir utan deiliskipulagssvæðis og því ekki sýndar neinar framkvæmdir utan skipulagðs íbúðarsvæðis skv. tillögu að aðalskipulagi. Fyrir liggur að skipa starfshóp með hestamannafélaginu til þess að yfirfara og skipuleggja svæði hestamannafélagsins til framtíðar. Það er eindreginn vilji skipulags- og byggingarnefndar að vel takist til í þeirri vinnu og framtíð hestamannafélagsins á núverandi stað verði tryggð með góðum framtíðarmöguleikum. Ekki rétt farið með það í athugasemd hestamannafélagsins að ekkert deiliskipulag sé í gildi fyrir svæðið. Hið rétta er að deiliskipulag fyrir svæðið að hluta er í gildi og var staðfest með birtingu í b-deild stjórnartíðinda 31. mars 2006.
Í kjölfar umsagnar Veðurstofunnar er uppfærður texti í greinargerð um flóðamál. Í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar hefur verið skerpt á texta um vernd vistkerfa. Í kjölfar umsagnar Gagnaveitu Reykjavíkur er gert ráð fyrir lóðum fyrir tengi- og spennistöðvar. Í kjölfar umsagnar Vegagerðarinnar er veghelgunarsvæði bætt við á uppdrátt. Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið taka til kafla 5.5 í greinargerð þar sem texta um fjölda bílastæða er breytt m.t.t. fjölgunar þeirra, í kafla 6 er texti um lóðatöflu tekinn út og kvöð er sett á aðkomu að baklóðum raðhúsa.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
6. 2107085 - Eystri-Grund- Landskipti
Sigmar Eiríksson, f.h. Keipur ehf. kt. 640108-0880 sækir um leyfi til að stofna 475m2 lóð undir núverandi íbúðarhús, úr landi Eystri-Grundar ln. 165540.
Skipulags- byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
7. 2107082 - Urriðalækur 14 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi
Skipulags- og byggingarnefnd samþykktir að starfsleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Urriðalækjar 8-20.
Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að næsti fundur nefndarinnarinnar verði 11. ágúst 2021.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica