Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 51

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
13.10.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Sigurður Ágúst Hreggviðsson nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Þór Haraldsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
Ari Guðmundsson frá Verkís kom inn á fundinn kl.17:00
1. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Ari Guðmundsson frá Verkís kynnir frumhönnunarskýrslu salarins
Ari Guðmundsson frá Verkís kynnti frumhönnunarskýrslu Menningarsalar Suðurlands á Selfossi og vinnu starfshóp um Menningarsalinn.
Nefndin þakkar starfshópnum fyrir afar vel unnin störf og vísar ákörðunartöku um áframhald verkefnisins til bæjarstjórnar.
Ari Guðmundsson fer af fundi kl.17:36
12. 2106229 - Göngu- og hjólastígur - samvinna með Vegagerð
Farið yfir verðfyrirspurn á búnaði vegna snjalllýsingar á göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi
Nefndin felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda vegna snjalllýsingar á göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi. Nefndin felur auk þess sviðsstjóra að setja af stað hönnun á lýsingu við Fjörustíginn.
Yfirferð tilboða.pdf
13. 21101283 - Beiðni um fatagáma við gámasvæðið við Víkurheiði
Farið yfir beiðni Rauða Kross Árnessýslu um staðsetningu fatagáma við gámasvæðið við Víkurheiði
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna hvort mögulegt sé að verða við beiðninni. Nefndin leggur til að verkefnið verði til reynslu og endurmetið að 6 mánuða reynslutíma loknum.
Erindi til kynningar
Sigurður Þór Haraldsson situr fundinn undir málum 2, 3 og 4
2. 1903276 - Virkjun á SE-35
Farið yfir stöðuna á SE-35 við Miðtún
Sigurður Þór kynnti stöðuna á verkefninu. Framkvæmdir eru hafnar.
3. 2106026 - Virkjun ÓS-5
Farið yfir stöðuna á ÓS-5
Sigurður Þór fór yfir stöðuna á verkefninu. Áætlað er að virkjun hefjist í nóvember.
4. 2109345 - Dælustöð hitaveitu-Víkurheiði
Farið yfir stöðuna á hönnun dælustöðvar við Víkurheiði
Sigurður Þór fór yfir stöðuna á nýrri dælustöð við Víkurheiði. Stefnt er að því að hönnun stöðvarinnar verði unnin á þessu ári og framkvæmdir hefjist á næsta ári. Stöðin mun auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Sandvíkurhreppi, Stokkseyri og Eyrarbakka.
Sigurður Þór víkur af fundi kl.18:11
5. 2101161 - Suðurhólar - gatnagerð
Farið yfir fundargerðir verkframkvæmda
Verkfundargerðir lagðar fram til kynningar. Áætluð verklok eru í nóvember.
6. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli
Farið yfir stöðu framkvæmda við 1.áfanga Stekkjaskóla
Verkfundargerðir lagðar fram til kynningar.
7. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli
Fari yfir stöðu framkvæmda við færanlegar kennslustofur við Stekkjaskóla
Verkfundargerðir lagðar fram til kynningar.
8. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Farið yfir framvinduskýrslu verkframkvæmda fyrir ágústmánuð.
Framvinduskýrsla lögð fram til kynningar.
10. 2009705 - Víkurheiði - gatnagerð og veitur
Farið yfir stöðu framkvæmda við gatnagerð við Víkurheiði
Verkfundargerðir lagðar fram til kynningar
11. 2109104 - Fjárfestingaráætlun 2022-2025
Áframhaldandi vinna við fjárfestingaráætlun 2022-2025
Fyrstu drög af fjárfestingaráætlun 2022-2025 lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica