Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 133

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
09.12.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Tómas Ellert Tómasson, varaformaður óskaði eftir að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum umfjöllun um fundartíma bæjarráðs og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 21101204 - Beiðni - aukning á kennslukvóta fyrir tónlistarkennslu í Árborg
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra TÁ. Samanburður á kennslukvóta.
Lagt fram til kynningar.
2. 2112004 - Heimild til byggingar bráðabirgða æfingarskýlis GOS
Beiðni um að Golfklúbbur Selfoss fái heimild til að sækja um byggingarleyfi fyrir bráðabirgða æfingarskýli fyrir GOS.
Bæjarráð heimilar af hálfu sveitarfélagsins að GOS sæki um byggingarleyfi fyrir bráðabirgðar æfingaskýli.
3. 2112010 - Álagningarkerfi fasteignagjalda og sjálfvirkar skýrslur
Upplýsingar frá Þjóðskrá, dags. 30. nóvember, þar sem fram komu upplýsingar um breytingar á álagningarkefi fasteignagjalda.
Lagt fram til kynningar.
4. 2112050 - Endurskoðuð þjóðhagsspá
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. desember, um endurskoðaða þjóðhagsspá.
Lagt fram til kynningar.
5. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Tillaga frá 41. fundi bæjarstjórnar frá 1. desember, liður 1. Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Tillaga af 51. fundi eigna- og veitunefndar, frá 13. október. Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.

Ari Guðmundsson frá Verkís kynnti frumhönnunarskýrslu Menningarsalar Suðurlands á Selfossi og vinnu starfshóp um Menningarsalinn.

Nefndin þakkaði starfshópnum fyrir afar vel unnin störf og vísaði ákvörðunartöku um áframhald verkefnisins til bæjarstjórnar.

Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Forseti lagði fram tillögu um að bæjarráði yrði farlið að skipa starfshóp sem verði falið að stýra samningaviðræðum og áframhaldandi vinnu.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Bæjarráð leggur til að starfshóp um samningaviðræður og undirbúning fram að fullnaðarhönnun skipi Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir, bæjarritari, Atli Marel Vokes, sviðsstjóri, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar og Ari Guðmundsson frá Verkís. Lokatillögum verði skilað til bæjarstjórnar eigi síðar en í lok mars.
6. 2109351 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember, um mikilvægi þess að hefja undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga og uppfæra svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram til kynningar.
Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga.pdf
7. 2112103 - Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands 2022-2023
Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 29. nóvember, þar sem óskað var eftir að samningurinn verði endurnýjaður óbreyttur, sem svarar 430 kr. á hvern íbúa, óskað var eftir samningi til 2ja ára.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun samningsins til eins árs.
Ósk um endurnyjun samnings_ 2022_Sveitarfélagið Árborg.pdf
8. 21101765 - Stofnun frumkvöðlaseturs á Selfossi
Drög að samstarfssamningi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið verði samþykkt.
9. 2112135 - Áherslur fyrir Suðurland - umsögn SASS vegna frumvarps til fjárlaga 2022
Erindi frá SASS, dags. 6. desember, þar sem óskað var eftir hugmyndum frá sveitarfélögum um hvaða áherslur þau vildu helst að samtökin kæmu á framfæri við fjárlaganefnd.
Bæjarráð Árborgar leggur áherslu á að því verði komið á framfæri að áríðandi er að þau verkefni og ábyrgð sem sveitarfélögum eru falin af hálfu ríkisins verði fjármögnuð með fullnægjandi hætti. Má þar t.d. nefna kröfur til sveitarfélaga um leikskólaþjónustu frá lokum fæðingarorlofs og innleiðingu farsældarfrumvarps en dæmin eru fjölmörg. Einnig má benda á mikilvægi þess að fjármagn fylgi fyrirhugaðri framþróun í heimahjúkrun.
10. 2109013 - Ársþing SASS 2021
Ályktanir frá ársþingi SASS 2021
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur SASS 2021 ályktanir.pdf
11. 21041446 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs 2021
Lagt er til að næsti fundur bæjarráðs verði þann 20. desember en að aðrir reglulegir fundir bæjarráðs til áramóta verði felldir niður.
12. 2112149 - Kynningarfundur um málefni vatnsveitna sveitarfélaga
Upplýsingar af kynningarfundi sem Samorka í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til um málefni vatnsveitna sveitarfélaga 6. desember sl..
Lagt fram kynningar.
Fundargerðir
13. 2103007F - Öldungaráð - 1
1. fundur haldinn 8. mars.
14. 2110006F - Öldungaráð - 2
2. fundur haldinn 18. október.

15. 2111035F - Öldungaráð - 3
3. fundur haldinn 28. nóvember.
16. 2111027F - Eigna- og veitunefnd - 55
55. fundur haldinn 24. nóvember.

17. 2111026F - Skipulags og byggingarnefnd - 82
82. fundur haldinn 1. desember.

18. 2111040F - Félagsmálanefnd - 29
29. fundur haldinn 2. desember.
Fundargerðir til kynningar
19. 2101373 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2021
Aðalfundur haldinn 29. október.
215. fundur haldinn 25. nóvember.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar HSL 2021.docx.pdf
215_fundur_fundargerd.pdf
20. 2101401 - Fundargerðir stjórnar SASS 2021
Aðalfundur haldinn 28. og 29. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar SASS 2021.pdf
21. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
903. fundur haldinn 26. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 903.pdf
22. 2112152 - Fundargerðir Afréttamálafélags Flóa og Skeiða
Aðalfundur haldinn 26. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða2021.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica