Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 5

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
21.09.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Gísli Guðjónsson varamaður, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Starfsmenn
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Breyting á fulltrúa í Almannavarnanefnd Árnessýslu.
Lagt var til að Fjóla St. Kristinsdóttir yrði aðalmaður í stað Sveins Ægis Birgissonar.
Breyting á fulltrúa D-lista í Héraðsnefnd Árnesinga.
Lagt var til að Þórhildur Dröfn Ingvadóttir yrði aðalmaður í stað Helgu Lindar Pálsdóttur og Helga Lind yrði varamaður í stað Þórhildar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
2. 2209104 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni
Tillaga frá 10. fundi bæjarráð, liður 4.
Lögð fram drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindibréf valnefndar (viðauki I) og viðauki II við samninginn.
Samkvæmt áætlun um breytingu á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk.

Bæjarráð taldi að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki barnaverndar yrði best veitt með því að Sveitarfélagið Árborg gerðist aðili að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu. Fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi kynna hann fyrir félagsmálanefnd og leggja fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar. Jafnframt var bæjarritara falið að kanna hvort gera þyrfti breytingar á bæjarmálsamþykkt vegna hins sameiginlega umdæmissráðs. Bæjarráð taldi brýnt að þóknun ráðsmanna í umdæmisráðunum þremur sé samræmd og tæki mið af þeim kostnaði sem verið hafði hjá sveitarfélögum.

Málið var á dagskrá félagsmálanefndar 19. september og var eftirfarandi bókað:
Félagsmálanefnd fagnar þeim áfanga að stofnað sé umdæmisráð og telur það til hagsbóta við þróun barnaverndarþjónustu. Félagsmálanefnd hefur áhyggjur af miklum kostnaði við stofnun og rekstur mála fyrir umdæmisráði. Félagsmálanefnd hefur áhyggjur af landfræðilegum áskorunum sem fylgir umdæmisráði þvert á landsbyggðina.

Þann 21. september, barst minnisblað frá deildarstjóra félagsþjónustu.

Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Hlé var gert á fundi kl. 17.42

Fundi fram haldið kl. 17.48

Lagt er til að málinu verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar, 5. okt. tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Eftirfarandi bókun er lögð fram af hálfu bæjarstjórnar:

Fyrir liggur minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 21. september 2022 þar sem fram koma sjónarmið er leiða líkur að því að hagsmunum sveitarfélagsins sé betur borgið með þátttöku í umdæmisráði í Kraganum og Reykjanessskaga. Í ljósi framangreinds frestar bæjarstjórn að taka afstöðu til tillögunnar um að gerast aðili að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og deildarstjóra félagsþjónustu og sviðsstjóra fjölskyldusviðs veitt umboð til þess að fara í formlegar viðræður um aðild við stofnendur umdæmisráðs Kragans.
3. 2209220 - Tillaga frá Bergrisanum - breyting á samþykktum Arnardrangs hses
Beiðni frá Bergrisanum þar sem óskað var eftir staðfestingu frá bæjarstjórn um breytingartillögu á samþykktum Arnardrangs hses.

Einnig var óskað eftir formlegu samþykki á nýrri stjórn sem lögð var til á aukaaðalfundi Bergrisans 30. júní sl.

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Tillaga um staðfestingu bæjarstjórnar á breytingum á samþykktum Arnardrangs hses er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Tillaga um formlegt samþykki að nýrri stjórn sem lögð var fram á aukaaðalfundi Bergrisans 30. júní sl. er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Erindi frá Bergrisanum.pdf
Fundargerð Aðalfundar Bergrisans bs. 30.06.2022.pdf
2022 09 12_Tillögur - Arnardrangur hses_breytingar (2).pdf
2022 09 12_Arnardrangur - Samþykktir HSES eftir br. aukafundar (1).pdf
44 stjórnarfundur Bergrisans bs (1) (3).pdf
Fundargerðir
4. 2208020F - Skipulags og byggingarnefnd - 5
5. fundur haldinn 31. ágúst.
5. 2208010F - Félagsmálanefnd - 2
2. fundur haldinn 31. ágúst.
6. 2209006F - Bæjarráð - 9
9. fundur haldinn 8. september.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1.- Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóla og lið nr. 6 - Framfaravog Sveitarfélaga 2022.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tekur til máls undir lið nr. 2 - Minnisblað um skólaþjónustu Árborgar.
7. 2209001F - Skipulags og byggingarnefnd - 6
6. fundur haldinn 6. september.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið nr. 3 - Fossnes svæði 60 - Umsókn um byggingaáform og byggingarleyfi.
8. 2209004F - Umhverfisnefnd - 3
3. fundur haldinn 6. september.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1 - Breytingar á sorphirðu 2023 og lið nr. 2- Lóðahreinsun og númerslausar bifreiðar.

Arnar Freyr Ólafsson, B-lista tekur til máls undir lið nr. 2 - Lóðarhreinsun og númerslausar bifreiðar.

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista tekur til máls undir lið nr. 1 - Breytingar á sorphirðu 2023.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1- Breytingar á sorphirðu 2023.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls undir lið nr. 1.-Breytingar á sorphirðu 2023.

Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar tekur aftur við stjórn fundarins.
9. 2209011F - Bæjarráð - 10
10. fundur haldinn 15. september.
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls undir lið nr. 1 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 6- Starfshópur um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands-FSu.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið nr. 2- Vatnsöflun frá Kaldárhöfða.

Arnar Freyr Ólafsson, B-lista tekur til máls undir lið nr. 5- Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss 2022.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista tekur til máls undir lið nr. 1. -Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022 og lið nr. 5 breyting á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss 2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica