|
Fundinn sátu: Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista, Viktor Stefán Pálsson varamaður, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Axel Sigurðsson, Varaformaður skipulagsnefndar |
|
|
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. 2510091 - Árbær IV Dýraspítali - Aðalskipulagsbreyting Ölfusi - Umsagnarbeiðni |
| Skipulagsnefnd Árborgar gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að breytingum á aðalskipulagi Ölfus. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 2. 2510160 - Norðurbraut 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
| Samkvæmt stefnumörkun deiliskipulag fyrir Tjarnarbyggð er gert ráð fyrir að heimilt sé að byggja allt að 1500 fm á lóðinni, þar af má íbúðarhús vera allt að 1000 m2 að brúttófleti. Auk þess er gert ráð fyrir að innan svæðisins sé heimilt að stunda hreinlega atvinnustarfsemi t.d. í formi gistingar. Að mati nefndarinnar samræmist svo umfangsmikið byggingarmagn illa almennum markmiðum deiliskipulagsins er varðar að skipulaginu sé ætla að skapa heilsteypta umgjörð um fjölbreytta búgarðabyggð þar sem magn bygginga og fjöldi bílastæða taka í raun yfir megin part lóðarinnar. Þrátt fyrir það telur nefndin ekki grundvöll fyrir því að hafna framlögðum byggingaráformum þar sem þau samræmist í megin atriðum stefnumörkun deiliskipulags. Mælist nefndin til þess við skipulags- og byggingardeild Árborgar að við umsagnir vegna útgáfu rekstrar- og starfsleyfa á lóðinni skuli megin notkun lóðarinnar áfram vera til fastrar búsetu en ekki til reksturs. Teljist rekstur innan lóðarinnar vera orðin megin notkun hennar og/eða ef enginn hefur fasta búsetu á svæðinu mælist nefndin til þess að umsögnum um rekstrar- og starfsleyfi verði synjað. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 3. 2511038 - Austurbyggð II - Spennistöð lóð - dskbr. |
| Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 4. 2511231 - Reyrhagi 8 - athugasemdir nærliggjandi lóðarhafa |
| Í gildi er deiliskipulag sem tekur til framkvæmdaheimilda á viðkomandi lóð Reyrhaga 8. Tillagan var auglýst frá 24.1.2024 - 6.3.2024 og tók gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 30.04.2024. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins. Innan skilmála deiliskipulagsins er fjallað um að húsagerðir séu frjálsar að öðru leyti en því sem mæli- og hæðarblöð, skilmálar deiliskipulagsins, byggingarreglugerð og aðrar reglugerðir segi til um. Samtengd hús og hús innan sömu lóðar skulu vera samræmd í útliti, þakformi, lita- og efnisvali. Stærð húsa takmarkast af nýtingarhlutfalli 0,3, hámarks vegghæð er 4 m og hámarks mænishæð 6 m. Að öðru leyti eru ekki settar fram kvaðir um mænisstefnu eða húsagerð. Viðkomandi lóð sem um ræðir er nokkuð mjórri og minni en aðrar lóðir við Reyrhaga sem gerir það að verkum að hús með mænisstefnu austur/vestur passar betur innan lóðarinnar. Ekki er á framlögðum aðaluppdráttum byggingarinnar gert ráð fyrir bílskúr innan lóðar sem gæti verið samtengdum aðliggjandi skúr á lóð 6. Mælist nefndin til þess að komi til umsóknar um bílskúr á lóðinni taki hann mið af skilmálum um að samtengd hús séu samræmd í útliti og mænisstefna hans verði þá samræmd við skúr á lóð 6. Að öðru leyti tekur nefndin ekki undir athugasemdir er varðar legu hússins á lóðinni. Að mati nefndarinnar fellur húsið vel inn í götumynd Reyrhaga sem einkennist af lágreistum húsum á einni hæð með risþaki. Við umsókn um byggingarleyfi fyrir húsinu var lögð fram beiðni um breytingu á byggingarreit lóðarinnar. Að mati skipulagsnefndar voru þær breytingar óverulegar og voru áformin samþykkt á grundvelli 3. mgr. 43. skipulagslaga enda ekki talið að hagsmunir nágranna myndu skerðast hvað varðar landnotkun, útsýni skuggavarp eða innsýn. Viðkomandi framkvæmdir eru því að mati nefndarinnar í takti við samþykkt deiliskipulag svæðisins og í samræmi við markmið og stefnumörkun þess. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 5. 2506399 - Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting |
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Að mati nefndarinnar hefur verið komið til mót við þær athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma tillögunnar með fullnægjandi hætti með uppfærslu tillögunnar. Mælist nefndin til þess að þeir sem athugasemdir gerðu til kynningu málsins fái sérstaka tilkynningu um auglýsingu þess. Samþykkt með 4 atkvæðum af 5.
Viktor S. Pálsson S-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 6. 2511323 - Miðsvæði M5 og M6; Tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi |
| Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 7. 2505234 - Kirkjugarður á Selfossi - framtíðarstaðsetning |
| Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða hugmynd um staðsetningu nýs Kirkjugarðar. Nefndin mælist til þess að skipulagsfulltrúi vinni minnisblað varðandi verkefni og leggi fyrir fund bæjarstjórnar. Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að boða til fundar með Flóahreppi um framlagðar hugmyndir og hugsanlega skilgreiningu svæðisins innan aðalskipulags sveitarfélagsins. |
| Til kynningar |
|
|
|
|
| Erindi til kynningar |
| 8. 2210290 - Gjaldskrár mannvirkja- og umhverfissviðs |
| Lagt fram til kynningar. |
| Til kynningar |
|
|
|
|
| Fundargerðir |
| 9. 2511001F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 163 |
| Lagt fram til kynningar. |
| Til kynningar |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 |