Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 22

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
15.12.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2209104 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember, þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér breytingar sem taka gildi um áramót á fyrirkomulagi barnaverndarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
Breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga.pdf
2. 2212085 - Umsögn - drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila
Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 7. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Umsagnafrestur er til 2. janúar,
Lagt fram til kynningar.
Drog_Reglur_um_vardveislu_og_eydingu_skjala_ur_fjarhagsbokhaldi.pdf
Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi til umsagnar.pdf
3. 2212090 - Styrkbeiðni - rekstur Okkar heims 2023
Styrkbeiðni frá Okkar heimi, dags. 6. desember, þar sem óskað er eftir 600.000 kr. fyrir árið 2023.


Bæjarráð þakkar fyrir erindið en telur sér ekki fært að verða við því að svo stöddu.
Styrkbeiðni - Okkar heimur góðgerðarsamtök.pdf
Fjölskyldusmiðjur.pdf
Okkar heimur - kynning.pdf
4. 2212117 - Tækifærisleyfi - dansleikur á annan í jólum Hvíta húsið
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 7. desember 2022, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi fyrir dansleik 27.12.2022 frá kl.01:00 til kl. 04:00 þann 27.12.2022 í tilefni af á annar í jólum dansleik. Tækifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi sem viðbót við gildandi rekstrarleyfi vegna lengri opnun í Hvítahúsinu.
Umsækjandi Góð stemming kt. 681014-0470.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að tækifærisleyfi verði veitt.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2022060547.pdf
5. 2111039 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis í meðhöndlun úrgangs
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. desember, sent til sveitarfélaga á Suðurlandi sem tóku þátt í svæðisáætlanahluta átaksins Samtaka um
hringrásarhagkerfi ásamt greinagerð.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í umhverfisnefnd.
Greinargerð Suðurland 221014.pdf
Samtaka um hringrásarhagkerfi - frumgreinagerð fyrir Suðurland.pdf
6. 2212150 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2022-2023
Erindi frá matvælaráðuneytinu, dags. 12. desember, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2022/2023 - Eyrarbakki og Stokkseyri. Þar sem endanleg úthlutun byggðakvóta til byggðalaga liggur fyrir er sveitarfélögum gefinn frestur til 13. janúar n.k. að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur.
Bæjarráð samþykkir að reglur úthlutunar byggðakvóta verði óbreyttar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
2022-12-12_11-18-21_SO.pdf
7. 2212157 - Starfshópur í leik- og grunnskólamálum í Árborg
Lagt er til við bæjarráð Árborgar að sameina starfshópa sem koma að einstaka málefnum leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu undir einum hópi "Starfshópur um framtíðaruppbyggingu leik- og grunnskóla í Árborg". Með þessu verða eftirfarandi starfshópar sameinaðir:
Nefnd vegna uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka.
Starfshópur um frekari uppbyggingu grunnskóla á Selfossi.
Faghópur um leikskólamál.

Starfandi eru í dag, þrír starfshópar um mismunandi málefni sem tengjast framtíðaruppbyggingu leik- og grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg. Til að ná fram hagræðingu og markvissari heildarsýn um málefni hópanna er lagt til að stofnaður verði einn starfshópur úr þessum þremur hópum með þremur kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sem tengjast málaflokknum. Starfshópurinn geti kallað til sín hagsmunaaðila um einstaka málefni en markmiði og verkefni hópsins verði skýrt nánar í erindisbréfi.


Bæjarráð samþykkir tillögu um nýjan sameinaðan starfshóp um framtíðaruppbyggingu leik- og grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg.
Starfshópinn skipa þrír fulltrúar bæjarstjórnar. Sveinn Ægir Birgisson formaður, Brynhildur Jónsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Fulltrúar starfshóps munu kalla til hagaðila eftir þörfum. Starfshópurinn gerir starfsáætlun og skilar fundargerðum jafnóðum.

Bæjarstjóra falið að uppfæra erindisbréf í samræmi við umræður á fundi.
8. 2212160 - Viðauki við leigusamning - Sandvíkursetur
Lagt er til að viðauki við húsaleigusamning um atvinnuhúsnæði milli Háskólafélags Suðurlands og Sandvíkurseturs efh., dags. 12. september 2012, sem kveður á um að samningurinn verði framlengdur til ársloka 2024, verði samþykktur.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við húsaleigusamning um atvinnuhúsnæði milli Háskólafélags Suðurlands og Sandvíkurseturs efh.

Bæjarstjóra veitt heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
9. 2212162 - Árlegar upplýsingar frá Veiðifélagi Árnesinga 2022
Upplýsingar frá Veiðifélagi Árnesinga, dags. 8. desember, um nýtingaráætlun fyrir árin 2022-2026. Ásamt minnisblaði frá Hafrannsóknastofnun.
Lagt fram til kynningar.
Varðar nýtingaráætlun 2022-2023.pdf
Fundargerðir
10. 2212005F - Umhverfisnefnd - 6
6. fundur haldinn 6. desember.
11. 2212003F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 8
8. fundur haldinn 8. desember.
Lagt fram til kynningar.
12. 2212004F - Eigna- og veitunefnd - 10
10. fundur haldinn 6. desember.
13. 2211038F - Skipulags og byggingarnefnd - 13
13. fundur haldinn 12. desember.
Fundargerðir til kynningar
14. 2209043 - Fundir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2022 - 2026
3. fundur haldinn 6. desember.
Lagt fram til kynningar.
221206 stjórnarfundur hjá Byggðasafni Árnesinga nr 3.pdf
15. 2206215 - Aukaaðalfundur og aðalfundur Bergrisans bs 2022
Aðalfundur haldinn 15. nóvember.
Skýrsla stjórnsýslu og rekstrarúttekt.

Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur Bergrisans 15.11.2022.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica