Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 23

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
06.09.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2104449 - Útgáfa skuldabréfa
Lagt er til við bæjarstjórn að gefin verði út skuldabréf á markaði að fjárhæð allt að kr. 3 milljarðar samkvæmt nýjum skuldabréfaflokki, með lánstíma til 20 ára til að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Árborgar. Umgjörð skuldabréfaútgáfu Sveitarfélagsins Árborgar hefur hlotið Second-Party opinion vottun frá Sustainalytics. Gert er ráð fyrir jöfnum greiðslum á 6 mánaða fresti.

Þá er lagt til að Landsbankanum verði falið að annast skuldabréfaútgáfu sjálfbærra skuldabréfa. Útboð fer fram í 2. viku septembermánaðar.

Jafnframt er Fjólu St. Kristinsdóttur, bæjarstjóra, kt. 270272-5849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að samþykkja tilboð og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast skuldabréfaútboði þessu.

Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, taka til máls.

Tillögurnar eru bornar undir atkvæði.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða með 11 atkvæðum.
2. 2211398 - Reglur um innritun og útskrift nemenda vegna sérdeildar Suðurlands
Tillaga frá 6. fundi fræðslu- og frístundanefndar, frá 30. ágúst, liður 1. Reglur um innritun og útskrift nemenda vegna sérdeildar Suðurlands.

Endurskoðaðar reglur um innritun og útskrift nemenda vegna sérdeildar Sunnulækjarskóla eftir athugasemdir mennta- og barnamálaráðuneytis.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti þessar reglur og vísaði þeim til bæjarstjórnar.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls.

Reglurnar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 11 atkvæðum.
Reglur um innritun og útskrift nemenda úr sérdeild Sunnulækjarskóla-Loka eftir athugasemdir frá MRNed_yfirlesiðloka.pdf
3. 2308100 - Reglur um daggæslu barna í heimahúsum
Tillaga frá 4. fundi velferðarnefndar, frá 31. ágúst, liður 1. Reglur um daggæslu barna í heimahúsum
Daggæslufulltrúar Árborgar hafa uppfært reglur um daggæslu í heimahúsi út frá nýrri reglugerð ráðuneytisins.


Velferðarnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, taka til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar tekur við stjórn fundarins.

Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, tekur til máls.

Reglurnar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 11 atkvæðum.
Drög-Reglugerð Sveitarfélagsins Árborgar um daggæslu barna í heimahúsum ágúst 2023.- fullklárað.pdf
4. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Breyting á fulltrúum S-lista í fræðslu- og frístundanefnd.
Lagt er til að Elísabet Davíðsdóttir verði aðalmaður í fræðslu- og frístundanefnd, í stað Maríu Skúladóttur og að Herdís Sif Ásmundsdóttir, verði varamaður, í stað Elísabetar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, taka til máls.

Tillögurnar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 11 atkvæðum.
Fundargerðir
5. 2307017F - Skipulagsnefnd - 11
11. fundur haldinn 16. ágúst.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista og Bragi Bjarnason, D-lista, taka til máls undir lið 4. Tjarnarbyggð - Deiliskipulagsskilmálar.
6. 2308012F - Bæjarráð - 50
50. fundur bæjarráðs haldinn 24. ágúst.
7. 2308011F - Eigna- og veitunefnd - 21
21. fundur haldinn 22. ágúst.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tekur til máls undir lið 2 - Nefnd um orkuöflun.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, tekur til máls undir lið 1 - Launaáætlun mannvirkja- og umhverfissviðs 2024 og lið 2 - Nefnd um orkuöflun.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, tekur til máls undir lið 2 - Nefnd um orkuöflun.
8. 2308015F - Bæjarráð - 51
51. fundur haldinn 31. ágúst.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:04 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica