Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 6

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
06.09.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Óskar Örn Vilbergsson varamaður, D-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, Aðstoðar byggingarfulltrúi.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2208269 - Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 31.8.2022:
„Larsen hönnun og ráðgjöf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Merkilandstúns (Larsenstræti). Um er að ræða lóðina Larsenstræti 2, sem er skilgreind verslunar- þjónustu og athafnalóð. Breytingin felur í sér að gert er útskot á hluti byggingarreits að vestanverðu, til að koma fyrir inntaksrými væntanlegs húss. Aðrir eldri skilmálar deiliskipulags breytast ekki.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir fullnægjandi gögnum. Skipulagsfulltrúa er falið að hafa samband við umsækjanda.“
Borist hafa ítarlegri gögn frá hönnuðum.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða, enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Langholti 1. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulags og byggingarnefnd bendir lóðarhafa á að huga að aðgengi gangandi og hjólandi innan lóðar og góð aðstaða sé fyrir hjólreiðamenn.
2. 2207191 - Heiðarstekkur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál áður á dagskrá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 20.7.2022:
„Eiríkur Vignir Pálsson hönnunarstjóri f.h. Sævars Þórissonar sækir um leyfi til að byggja 26 íbúða fjölbýlishús. Byggingin er 4 hæðir. Helstu stærðir eru: 2.783,6,m² og 8.242,7m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með eftirfarandi fyrirvörum: - uppdrættir verði leiðréttir í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits - Hönnuður skili inn lóðaruppdrætti í samræmi við ákvæði deiliskipulags og uppdrátturinn verði samþykktur af skipulags- og byggingarnefnd. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.“
Leiðréttir aðaluppdrættir og lóðaruppdráttur barst 23.08.2022.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðan lóðaruppdrátt en bendir á að skoða þarf staðsetningu sorpgerðis í samræmi við byggingarreglugerð.
3. 2208135 - Fossnes svæði 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 31.8.2022:
„Vísað til skipulags- og byggingarnefndar, af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 24.8.2022: Fernando Andrés C. de Mendonca hönnunarstjóri f.h. Sláturfélags Suðurlands sækir um leyfi til að setja upp þrjú hús fyrir 36 starfsmenn. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir og því þarf að grenndarkynna umsóknina með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Á lóðinni stóðu áður starfsmannahús sem hafa verið rifin. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags og byggingarnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að íbúðabyggð er ekki heimil á svæðinu samkvæmt aðalskipulagi Árborgar og deiliskipulag hefur ekki verið unnið fyrir svæðið. Þetta erindi samræmist ekki fyrri upplýsingum sem kynntar voru fyrir skipulagsnefnd á fundi 90 & 92. „

Þórður Smári Sverrisson verkefnisstjóri og ráðgjafi hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur sent inn erindi þar sem fram kemur að í fyrri umsókn hafi verið sótt um byggingarleyfi á röngum forsendum.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir stafmannahúsum sem muni hýsa starfsfólk tímabundið (á há annatímum) og muni ekki verða um að ræða fasta búsetu í húsunum. Húsin verða reist á „léttum? undirstöðum (steyptum bitum, á malarpúða sem er til staðar að mestu) en ekki hefðbundnum steyptum sökklum og botnplötu. Húsin eru ekki hefðbundin gámahús heldur einingahús sem klædd eru áli og sementsplötum, o er um að ræða snyrtileg hús. Hafin er vinna við gerð deiliskipulags fyrir svæði SS sem mun fela í sér m.a. þessa gerð húsa enda nauðsynlegt vegna starfsemi SS í Fossnesi. Óskað er byggingarleyfi til allt að 36 mánaða fyrir þessum húsum eða þar til deiliskipulagsvinnu fyrir svæði Sláturfélags Suðurlands í Fossnesi er lokið.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin. Nefndin beinir því til forsvarsmanna lóðarhafa að huga vel að aðgengi, ásýnd og frágangi lóðar umhverfis húsin, og að vinnu við deiliskipulag verði hraðað eins og kostur er.
4. 2206121 - Háheiði 15 - Umsókn um stækkun á byggingarreit
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 15.6.2022:
„Friðrik Ingi Friðriksson f.h. Anpro ehf, leggur fram fyrirspurn um stækkun á byggingarreit og byggingarmagni á lóðinni Háheiði 15, á Selfossi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun og aukningu á byggingarmagni, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynna skal fyrir aðilum á Gagnheiði 41 og Háheiði 13. „
Tillagan var grenndarkynnt frá 15. júní til og með 13. júlí 2022, og bárust engar athugasemdir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun á byggingarreit, og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna að lóðarblaði til samræmis við umsókn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica