Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 37

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
13.01.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki
Farið yfir útboðsgögn og kostnaðaráætlun vegna byggingar 1.áfanga Stekkjarskóla
Nefndin felur sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða út framkvæmdir á byggingu 1.áfanga Stekkjarskóla á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
2. 2101160 - Nafnasamkeppni á nýju hringtorgi við Suðurhóla og Eyrarbakkaveg
Farið yfir hugmyndir af nafnasamkeppni á nýju hringtorgi við Suðurhóla/Eyrarbakkaveg og Hagalæk.
Eigna- og veitunefnd hefur ákveðið að setja af stað nafnasamkeppni um nýja hringtorgið við Suðurhóla/Eyrarbakkaveg og Hagalæk. Vilji er til þess að finna nafn á hringtorgið í samvinnu við íbúa.
Sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs falið að undirbúa nafnasamkeppnina og auglýsa á heimasíðu sveitarfélagsins.
3. 1907064 - Gatnagerð í landi Bjarkar
Farið yfir innkomin tilboð í 2.áfanga gatnagerðar og lagna í landi Bjarkar.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið og er yfirferð lokið:

Niðurstaða útboðs er í viðhengi fundargerðar

Nefndin felur sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.

Yfirferð tilboða 04.01.2021.pdf
4. 2101161 - Suðurhólar - gatnagerð
Farið yfir stöðu á áframhaldandi gatnagerð við Suðurhóla að Gaulverjabæjarvegi.
Sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs falið að láta fullhanna verkið og leggja kostnaðaráætlun vegna verksins fyrir nefndina.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica