Verklagsreglur vegna snjómoksturs í Árborg

Til að óþægindi og truflanir verði sem minnstar vegna ófærðar hefur Framkvæmda- og veitusvið forgangsraðað vinnu við snjómokstur með tilliti til öryggis íbúa sveitarfélagsins og mikilvægi leiða.

Fjöldi fólks hefur á undanförnum dögum hringt til að fá upplýsingar um hvernig að þessum málum er staðið og má hér að neðan finna upplýsingar um það í grófum dráttum.

Höfuðáhersla er lögð á að ryðja stofnæðar og svæði við sjúkrahús, öldrunarþjónustu, lögreglustöð og slökkvistöð. Götur í íbúðahverfum eru svo hreinsaðar í beinu framhaldi af því. Við snjómokstur á gangstéttum og göngustígum eru notaðar smærri vélar og er leitast við að sinna þeim verkefnum eins fljótt og mögulegt er.

Snjómokstur er kostnaðarsamur og tekin hefur verið ákvörðun um að sveitarfélagið sér ekki um að moka innkeyrslur að húsum né bílastæði og plön við fyrirtæki. Ef um sérstakar kringumstæður er að ræða, t.d. veikindi eða annað sem kallar á þjónustu umfram þá sem sveitarfélagið veitir, er reynt að koma til móts við þær óskir.

Heimkeyrslur að sveitabæjum eru ruddar í þeim tilfellum sem um mjólkurframleiðslu er að ræða er einnig séð um að aðkoma að mjólkurhúsum sé fær.

Það eru vinsamleg tilmæli til íbúa sveitarfélagsins að sýna þolinmæði og tillitssemi við þessar kringumstæður

Snjómokstur – Eyrarbakka

Snjómokstur – Stokkseyri

Snjómokstur – götur Selfossi

Snjómokstur – göngustígar Selfossi

Snjómokstur – plön Selfossi

Snjómokstur – söltun Selfossi