Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Sveitarfélagið Árborg ÚTBOÐ

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Lyngheiði 2020 – U2003172“

Verkið felur í sér endurgerð á götunni Lyngheiði á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir Selfossveitur bs. Einnig þarf að leggja fráveitulagnir frá Fossheiði að Lyngheiði og tengja þær við stofnræsi fráveitu í Fossheiði. Að lokum skal malbika götur og ganga frá yfirborði gangstétta.

Helstu magntölur eru:
Gröftur 6800 m³
Styrktarlag/fylling 6800 m3
Malbik 2900 m²
Fráveitulagnir 861 m
Vatnsveitulagnir 440 m
Hitaveitulagnir 349 m


1. áfanga , lagningu fráveitu frá Fossheiði að Lyngheiði skal lokið 15. júní 2020.
Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2020.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 7. apríl 2020. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið ba@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, 800 Selfoss fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 28. apríl 2020 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica