Frístundastyrkur Árborgar

image_pdfimage_print

HvatagreiðslaSveitarfélagið Árborg veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-17 ára,  með lögheimili í Árborg, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.  Árið 2016 er styrkurinn 15.000 krónur á hvert barn. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu (til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. Markmið og tilgangur Frístundastyksins er að öll börn, 5-17 ára, í Árborg, geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Öll ráðstöfun frístundastyrkja hjá Sveitarfélaginu Árborg er áfram rafræn í gegnum Mína Árborg en með breyttu sniði. Nýja kerfið er unnið í samstarfið við skráningarkerfið Nóra þannig að nú geta foreldrar nýtt frístundastyrkinn strax við skráningu barns í viðurkennda frístund.

Fara inn á MÍN ÁRBORG.

Starfsmenn í þjónustuveri Árborgar aðstoða eins og kostur er með upplýsingagjöf.

Meginskilyrði þeirra aðila sem gerast aðilar að Frístundastyrk Árborgar er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og fari fram undir stjórn/leiðsögn menntaðs fagaðila á sviði íþrótta og tómstunda. Styrkhæf starfsemi þarf að vera í 10 vikur samfellt hið minnsta. Ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára. Frekari upplýsingar varðandi reglur um Frístundastyrk Árborgar má finna hér: REGLUR UM FRÍSTUNDASTYRKI Í ÁRBORG

Hvernig á að ráðstafa styrknum í gegnum Íbúagátt? Sjá leiðbeiningar hér: Frístundastyrkur – skráningarupplýsingar

Aðeins er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá þeim félögum/fyrirtækjum sem eru aðilar að Frístundastyrkjakerfi Árborgar.

Athugið að ekki er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu á öllum námskeiðum í gegnum Mín Árborg en þau félög sem eru ekki í Mín Árborg eru með eigin skráningarsíðu sem hægt er að fara beint inn á og ganga frá skráningu og greiðslu.

Vinsamlegast athugið – Fjöldi félaga/fyrirtækja hefur ekki verið samþykktur í kerfið en listinn uppfærist um leið og félög/fyrirtæki hafa verið samþykkt inn í Frístundastyrkjakerfið.

Skráning á námskeið þarf að fara fram hjá viðkomandi félagi/fyrirtæki þar sem barnið stundar sitt frístundastarf.

Menningar- og frístundasvið Árborgar

Tengt efni:

Spurningar og svör varðandi frístundastyrkinn fyrir foreldra