Sundlaugar Árborgar

image_pdfimage_print

Sundlaugar Árborgar
Gjaldskrá sundlauga í Árborg

———————————————————————–

Sundhöll Selfoss, Tryggvagata 15, sími 480-1960
800 Selfoss

Opnunartími: mánud.- föstud. 06:30 – 21:30, laugard. – sunnud. 09:00 – 19:00

Selfoss Swimming Pool Opening hours   Monday – Friday: 06:30 – 21:30, Saturaday – Sunday: 09:00 – 19:00 _______________________________________

Sundlaug Stokkseyrar, vetraropnun
frá miðjum ágúst þar til í byrjun júní.
Opnunartími : Mánudaga til Föstudaga: 16:30 – 20:30, Laugardaga: 10:00 – 15:00, Sunnudaga: Lokað

Sumaropnun frá byrjun júní fram í miðjan ágúst.
Opnunartími : Mánudaga til Föstudaga: 13:00 – 21:00, Laugardaga: 10:00 – 17:00, Sunnudaga: 10:00 – 17:00

Stokkseyri Swimming Pool,  winter opening hours from mid-August until early June:
Monday too Friday: 16:30 – 20:30, Saturaday: 10:00 – 15:00, Sunday: Closed

Summer opening hours from from early June until mid August :
Monday too Friday: 13:00 – 21:00, Saturaday: 10:00 – 17:00, Sunday: 10:00 – 17:00

Forstöðumaður: Þórdís Eygló Sigurðardóttir, sundh@arborg.is

Sundhöll Selfoss


SJÁ FLEIRI MYNDIR

Sundhöll Selfoss er staðsett í miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu. Við sundlaugina er næg bílastæði allt í kring fyrir gesti. Í Sundhöll Selfoss er barna- og 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Fjórir búningsklefar eru við sundhöllina, tveir inniklefar og tveir útiklefar, sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða í inni- og útiklefum. Ný viðbygging var opnuð sumarið 2015 sem gjörbylti allri aðstöðu við Sundhöllina en bætt var við barnalaug inni, nýrri afgreiðslu og stærri búningsklefum.

Heilsuræktarstöðin World Class hefur aðstöðu á efri hæð Sundhallarinnar en sameiginleg afgreiðsla er fyrir hana og sundlaugina. Sundhöll Selfoss er ein af stærstu sundlaugum á Suðurlandi en árlega koma um 200 þúsund gestir í laugina.

Sundlaug Stokkseyrar


SJÁ FLEIRI MYNDIR

Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni.

Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.

Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.

Sjá nýja reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum