Lóð við Norðurhóla 5

image_pdfimage_print

Laus lóð til úthlutunar undir verslun- og þjónustu við Norðurhóla 5, Selfossi

 

Sveitarfélagið Árborg auglýsir til úthlutunar 4577,9 m² Verslunar- og þjónustulóð við Norðurhóla á Selfossi. (Lóðarblað pdf)

 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða sem og önnur gögn sem fylgja hér að neðan;

Reglur um úthlutun lóða í Árborg (pdf)

Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg (pdf)

Gjaldskrá Skipulags- og byggingarmála í Sveitarfélaginu Árborg (pdf)

 

Í samræmi við 7. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða er gert ráð fyrir því að við úthlutun lóða, annarra en íbúðarhúsalóða, skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða.

Vakin er sérstök athygli á því að í samræmi við samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg fellur gatnagerðargjald í gjalddaga við úthlutun lóðanna. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Þá er vakin athygli á því að umsækjendur þurfa að skila með umsókn sinni vottorði um búsforræði (vottorðið er gefið út af viðkomandi Héraðsdómi) og skriflegri staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar á þeirri lóð sem umsóknin tekur til.

Ekki er til deiliskipulag fyrir þessa lóð en í aðalskipulagi er hún skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð. Lóðin er því ekki byggingarhæf en væntanlegum lóðarhafa gefst kostur á að taka þátt í vinnu við skipulagsferli lóðarinnar. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2019. Lóðinni verður úthlutað á fundi Skipulags- og byggingarnefndar hinn 20. nóvember nk. Um úthlutun lóðarinnar fer skv. reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.  

Allar frekari fyrirspurnir má senda á netfangið lodir@arborg.is.

Umsóknum um lóðirnar skal skilað með rafrænum hætti. Vakin er athygli á því að umsækjendur, þ.e.  framkvæmdaaðilar/lögaðilar þurfa rafræn skilríki/íslykil til að ganga frá umsókn.

Smelltu hér til að sækja um