Lóðir í landi Bjarkar

image_pdfimage_print

Lóðir lausar til úthlutunar í landi Bjarkar Selfossi

 

Sveitarfélagið Árborg auglýsir til úthlutunar lóðir í 1. áfanga í landi Bjarkar við Selfoss. Nánar tiltekið er um að ræða 4 fjölbýlishúsalóðir, 3 fjórbýlishúsalóðir og 1 raðhúsalóð.

 

Um er að ræða eftirfarandi lóðir;

 

Lóð nr. 2 við Heiðarstekk (Götu 3) (Fjölbýlishús) (Lóðarblað pdf)

Lóð nr. 4 við Heiðarstekk (Götu 3) (Fjölbýlishús) (Lóðarblað pdf)

Lóð nr. 5 við Heiðarstekk (Götu 3) (Fjórbýlishús) (Lóðarblað pdf)

Lóð nr. 6 við Heiðarstekk (Götu 3) (Fjölbýlishús) (Lóðarblað pdf)

Lóð nr. 7 við Heiðarstekk (Götu 3) (Fjórbýlishús) (Lóðarblað pdf)

Lóð nr. 8 við Heiðarstekk (Götu 3) (Fjölbýlishús) (Lóðarblað pdf)

Lóð nr. 9 við Heiðarstekk (Götu 3) (Fjórbýlishús) (Lóðarblað pdf)

Lóð nr. 11 við Heiðarstekk (Götu 3) (Raðhús) (Lóðarblað pdf)

Gatnagerðargjöld við Heiðarstekk, verð í nóvember 2019 (pdf)

 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel deiliskipulagsskilmála hverfisins, reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða sem og önnur gögn sem fylgja hér að neðan;

Skipulagsuppdráttur (pdf)

Skipulagsgreinargerð (pdf)

Reglur um úthlutun lóða í Árborg (pdf)

Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg (pdf)

Gjaldskrá Skipulags- og byggingarmála í Sveitarfélaginu Árborg (pdf)

Skilalýsing lóða í landi Bjarkar 1. Áfangi – aðkoma að úthlutuðum lóðum (pdf)

 

Í samræmi við 6. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða er gert ráð fyrir því að lóðum fyrir raðhús eða fjölbýlishús skuli að jafnaði úthlutað til framkvæmdaaðila sem hafa það markmið að selja eignirnar til þriðja aðila. Hjón, sambýlisfólk eða starfsmenn framkvæmdaaðila skoðast sem einn umsóknaraðili.  

Vakin er sérstök athygli á því að í samræmi við samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg fellur gatnagerðargjald í gjalddaga við úthlutun lóðanna. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Þá er vakin athygli á því að umsækjendur þurfa að skila með umsókn sinni vottorði um búsforræði (vottorðið er gefið út af viðkomandi héraðsdómi) og skriflegri staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar á þeirri lóð sem umsóknin tekur til.

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel skilalýsing lóða þar sem skilgreint er hvenær vænta má að framkvæmdir á lóðunum geta hafist.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2019. Lóðunum verður úthlutað á fundi Skipulags- og byggingarnefndar hinn 20. nóvember nk. Um úthlutun lóðanna fer skv. reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.  

Allar frekari fyrirspurnir má senda á netfangið lodir@arborg.is

Umsóknum um lóðirnar skal skilað með rafrænum hætti. Vakin er athygli á því að umsækjendur, þ.e.  framkvæmdaaðilar/lögaðilar þurfa rafræn skilríki/íslykil til að ganga frá umsókn.

Smelltu hér til að sækja um