28.1.2019 | Styrkur til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts

Forsíða » Auglýsingar » Styrkur til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts

image_pdfimage_print

Styrkur til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts

Frestur til að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum í Sveitarfélaginu Árborg sem nýttar eru fyrir starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, s.s. menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi eða vinnu að mannúðarstörfum, rennur út 1. mars n.k.
Skilyrði er að viðkomandi fasteign sé skráð eign almenns félags eða að það sé handhafi þinglýsts húsaleigusamnings til a.m.k. eins árs og að fram komi í samningnum að félagið skuli greiða fasteignagjöld af hinu leigða húsnæði. Reglur um styrkveitingar og eyðublöð má nálgast í Ráðhúsi Árborgar eða á heimasíðu sveitarfélagsins, http://www.arborg.is.

Sveitarfélagið Árborg
Ingibjörg Garðarsdóttir
fjármálastjóri