11.10.2013 | Styttan af Páli Ísólfssyni færð á Stokkseyri – tónleikar lau. 12.okt kl. 16:00

Forsíða » Fréttir » Styttan af Páli Ísólfssyni færð á Stokkseyri – tónleikar lau. 12.okt kl. 16:00

image_pdfimage_print

Í sl. viku var styttan af Páli Ísólfssyni sem staðsett var við Ísólfsskála á Stokkseyri flutt af starfsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar og JÁ verks á nýjan stað við Þuríðarbúð á Stokkseyri. Þetta er gert í tilefni af 120 ára afmæli skáldsins en styttan verður afhjúpuð formlega á nýja staðnum á morgun laugardaginn 12. okt. sem er afmælisdagur Páls. Athöfnin verður kl. 15:00 en að henni lokinni geta gestir fengið sér kaffisopa í Lista- og menningarverstöðinni hjá Elfari Guðna áður en tónleikar hefjast í Stokkseyrarkirkju kl. 16:00. 
Á tónleikunum mun Kristjana Stefáns ásamt kvartett spila allar helstu perlur Páls og má búast við flottum tónleikum. Frítt er á tónleikana í boði sveitarfélagsins en þeir eru hluti af menningarmánuðinum október.