6.8.2013 | Sumar á Selfossi 2013 – fjölbreytt dagskrá frá mið. 7.ágúst

Forsíða » Fréttir » Sumar á Selfossi 2013 – fjölbreytt dagskrá frá mið. 7.ágúst

image_pdfimage_print

Sumar á Selfossi hefst á morgun miðvikudaginn 7. ágúst með menningarlegum miðvikudegi en í framhaldinu er þétt dagskrá alveg fram á sunnudag.  Selfyssingar og gestir þeirra eru hvattir til að skreyta húsin sín í litum hverfanna. Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár og hafa bæjarbúar keppst við skreyta húsin sín hverfalitunum. Nánari dagskár að neðan:

 Menningarlegur miðvikudagur 7.ágúst

10:00 – 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

 

10:00 – 17:30 Ljósmyndasamkeppni

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

 

13:00-16:00 Fischersetrið

Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21 opið. Fróðleg sýning um stórmeistarann Bobby Fischer. Aðgangseyrir 500 krónur en frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

 

17:00 Sunnlenska bókakaffið

Kynning í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22, á bókum sem koma út á þessu hausti hjá bókaútgáfunni Sæmundi og Útgáfuþjónustunni Selfossi.

 

17:00 Listsýningar á Bókasafninu

Listakonan Sigrún H Rosenberg opnar sýningu áolíumyndum í Listagjánni í Bókasafninu á Selfossi.Í barnadeildinni er sýning á klippimyndum eftir Rakel Sif Ragnarsdóttur og Aniku Bäker. Þar er Torbjörn Egner í hávegum hafður og meðal annars má sjá Karíus og Baktus, Lilla klifurmús og ræningjana úr Kardimommubænum á veggjum deildarinnar. Boðið upp á poppkorn í barnadeildinni og kaffi og smákökur í Listagjánni. Bókamarkaður í lesstofu bókasafnsins þar sem hægt er að gera rífandi góð kaup.

 

17:00 – 21:00 Opið hús

Opið hús í vinnustofu Myndlistarfélags Árnesinga á 2. hæð að Austurvegi 35. Listamenn við vinnu sína (Gengið inn vestanmegin).

 

18:00 Setningarathöfn

Formleg setning Sumar á Selfossi 2013 á tröppum Ráðhússins við Austurveg. Fjörugur lúðrablástur, skátar draga fána að húni, ávarp Eyþórs Arnalds,formanns bæjarráðs, grillaðar pylsur og kókómjólk. Allir

glaðir.

 

21:00 Kósýtónleikar

Söngdúllurnar Svavar Knútur og Kristjana Stefáns gleðja kaupstaðarbúa með dásamlegum dúettatónleikum í Tryggvaskála. Á efnisskránni er fjölbreytt dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsamdra laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba. Kántrý, Evróvisjónpoppsmellir, blágresi og íslensk sígræn skólaljóð eru í fyrirrúmi. Miðaverð 2.500 krónur.

 

 

Fjörugur fimmtudagur 8.ágúst

 

10:00 – 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

 

10:00 – 17:30 Ljósmyndasamkeppni

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

 

13:00-16:00 Fischersetrið

Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21 opið. Fróðleg sýning um stórmeistarann Bobby Fischer. Aðgangseyrir 500 krónur en frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

 

19:15 – 21:00 Selfoss – FH

Stórleikur í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þar sem Selfyssingar taka á móti FH á Selfossvelli. Þetta verður spennandi . Áfram Selfoss!

 

20:00 – 23:00 Gömlu dansarnir

Dansleikur með danshljómsveitinni Klassik í betri stofunni á veitingastaðnum Eldhúsið við Tryggvagötu 40. Þema kvöldsins er gömludansarnir ásamt vinsælum lögum fyrri tíma. Klassik er mörgum af góðu kunn en hún spilar fyrir félag eldiborgara í Reykjavík og hina ýmsu dansklúbba. Hljómsveitina skipa Smári Eggertsson og Haukur Ingibergsson . Húsið opnar kl. 19:30 og

ballið byrjar kl. 20:00. Dansað verður til 21:30 en þá verður boðið uppá kaffi og kökur. Aðgangseyrir er 1.499 kr á mann.

 

20:30 – 23:00 DJ Devil í Zelsíuz

DJ Devil þeytir skífum á balli fyrir 8.-10. bekk í félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Húsið opnar kl. 20:30 og það kostar 200 krónur inn. Allir að mæta í ztuði! 

 

21:00 Tryggvaskáli

Harmónikkuball í Tryggvaskála. Færustu harmónikkuspilarar Suðurlands koma saman og slá upp dansleik. Láttu þig ekki vanta á einn skemmtilegasta viðburð hátíðarinnar.

 

20:00 – 23:00 Suðurlandsskjálfti 2013

Sonus viðburðir í samvinnu við Vodafone og Sumar á Selfossi standa fyrir underground tónleikum í stóra tjaldinu. Margar af efnilegustu hljómsveitum landsins munu spila á tónleikunum

í bæjargarðinum. Hljómsveitirnar The Vintage Caravan, Dimma, Grísalappalísa, RetRoBot, Glundroði og Vídalín munu trylla lýðinn. Í fyrra mættu 300 manns á svakalega tónleika. Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Húsið opnar kl 19:00. Ókeypis aðgangur og veitingasala á staðnum. Láttu þig ekki vanta!

 

22:00 Pöbbarölt

Góð stemmning á veitingastöðum bæjarins. Happy hour kl 21-23 á 800BAR Café-Bistro. Lifandi tónlist á Fróni. Kaffi Krús í góðum gír.

 

Flottur föstudagur 9.ágúst

 

10:00 – 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

 

10:00 – 17:30 Ljósmyndasamkeppni

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

 

13:00-16:00 Fischersetrið

Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21 opið. Fróðleg sýning um stórmeistarann Bobby Fischer. Aðgangseyrir 500 krónur en frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

 

14:00 Götuball í miðbænum

Félagsskapurinn Dönsum á Selfossi stendur fyrir götuballi á Hafnarplaninu við Tryggvatorg. Línudanssýning frá danshópnum og síðan eru allir hvattir til að hoppa í strigaskóna og taka þátt í

almennu götuballi í miðbænum.

 

14:00 Olísmótið

Drengir í 5. flokki etja kappi í knattspyrnu á Selfossvelli í Meistaradeild Olís.

 

17:00 Fegursta gatan í Árborg

Sveitarfélagið Árborg verðlaunar fegurstu götuna í sveitarfélaginu 2013. Íbúum götunnar verður boðið til afhjúpunar skiltis í götunni þegar úrslitin liggja fyrir. 

 

21:00-23:00 Tónleikar með KK- bandi

Kristján Kristjánsson mætir með hljómsveit sína og spilar lög af Bein leið plötunni ásamt vel völdum gullmolum. Gætu orðið tónleikar ársins. Veitingasala á staðnum. Ekki missa af vegbúanum

á ferð sinni um kaupstaðinn. Forsala aðgöngumiða í Ozone. Forsöluverð .2000 kr. Miðaverð við tjaldið 2.900 kr.

 

21:00 Óskalagakvöld

Óskalagakvöld með Ingó Veðurguð og Einari úr Svörtum fötum á 800BAR Café-Bistro, Happy hour kl 21-23.

 

22:00 Pöbbarölt

Góð stemmning á veitingastöðum bæjarins. Lifandi tónlist á Fróni. Kaffi Krús í góðum gír.

 

Lifandi laugardagur 10.ágúst

 

7:30 Skjótum upp fána

Selfyssingar taka daginn snemma, skjóta upp fána og gera sig klára fyrir morgunmat í hátíðartjaldi.

 

9:00-11:00 Morgunverður

Fyrirtæki á Selfossi bjóða til morgunverðar í hátíðartjaldi við Sigtún. Guðnabakarí, Krás, HP Kökugerð, MS, Vífilfell, Samkaup, Bónus, Lýsi og Flytjandi bjóða til veislunnar. Sumar á Selfossi viðurkenningin 2013 afhent. Fjölmennum í morgunverðinn í bæjargarðinum og tökum þátt í skemmtilegri samverustund.

 

10:00 Umhverfisverðlaun Árborgar

Afhending viðurkenninga fyrir fegurstu garðana og snyrtilegasta fyrirtækið í Árborg fer fram í morgunverðarhlaðborðinu í hátíðartjaldinu í miðbæjargarðinum.

 

10:30 Hátíðartjald

Norskir frændur okkar frá Velfjord blandakor fagna 30 ára afmæli kórsins með því að koma í heimsókn til Íslands. Kórinn kemur frá Brønnøy i Nordlandfylki og munu syngja nokkur lög í

hátíðartjaldinu. Stjórnandi kórsins er Harry Dypaune.

 

10:00 – 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

 

10:00 – 16:00 Ljósmyndasamkeppni

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

 

9:40 Riðlakeppni Olísmótsins

Framtíðarlandsliðsmenn Íslands eigast við í Meistaradeild Olís á Selfossvelli

 

10:00 Sprell leiktæki

Leiktækjaleigan Sprell með fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri í bæjargarðinum allan daginn.

 

11:00 Hlaupið í Hellisskóg

Hlaupið með hlaupahópnum Frískum Flóamönnum á opinni æfingu frá Sundhöll Selfoss út fyrir á og inn í Hellisskóg. Hlaupinu lýkur við Stóra-Helli þar sem boðið verður upp á hressingu. Allir velkomnir í hlaupaskóm og góðu skapi.

 

11:00 – 17:00 Opið hús

Opið hús í vinnustofu Myndlistarfélags Árnesinga á 2. hæð að Austurvegi 35. Listamenn við vinnu sína (Gengið inn vestanmegin).

 

13:00-16:00 Fischersetrið

Frítt inn á Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21. Hver var þessi merkilegi meistari, Bobby Fischer?

 

13:00-17:00 Handverksmarkaður

Hæfileikaríkt handverksfólk með margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum.

 

13:30 Suðurlandströllið

Sterkustu menn Íslands og þó víðar væri leitað keppa í aflraunum. Keppni hefst á árbakkanum fyrir neðan Pylsuvagninn þar sem keppt verður í réttstöðulyftu. Keppni heldur svo áfram í miðbæjargarðinum kl. 14 þar sem keppt verður í sirkushandlóðum og bændagöngu. Komasvo!

 

14:00-15:30 Dagskrá á Útisviði

Ísgerður úr Stundinni okkar er bráðskemmtileg stúlka sem hefur alltaf nóg að bauka. Ísgeður mun kynna fjölskyldudagskrána og syngja skemmtileg lög. Lalli töframaður stígur á stokk með töfra, grín og almenna vitleysu. Hvað ætli Lalli gralli núna? Ingó mun mæta á úti sviðið og hita upp fyrir kvöldið. Fimleikadeild Selfoss mun sýna meistaratakta.

 

15:00-17:00 Tónlist á Stórasviðinu í hátíðartjaldinu

15:00 Jóhanna Ómarsdóttir, söngkona frá Selfossi, syngur nokkur ljúf lög á stóra sviðinu í hátíðartjaldinu.

16:00 Unglingahljómsveitin Kaliber stígur á stokk með nokkur lög á stóra sviðinu í hátíðartjaldinu.

 

14:00 Hvað á torgið að heita?

Afhjúpað verður skilti með nafninu á hringtorginu á mótum Tryggvagötu, Fossheiðar og Langholts, við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

 

14:00 – 16:00 Júdókynning

Júdódeild Umf. Selfoss verður með opið hús í júdósalnum í gamla barnaskólanum við Bankaveg.

 

15:00 Kassaklifur

Björgunarfélag Árborgar mætir með kranann og kassana í bæjargarðinn. Hver kemst næst skýjunum?

 

16:00 Gengið um austurbæinn

Þorsteinn “Brósi” Þorsteinsson leiðir sögugöngu um austurbæ Selfoss. Létt ganga sem hentar öllum. Boðið upp á kaffi og kleinur í lok göngunnar. Mæting við Daddabúð, Austurvegi 34.

 

17:00 Sunnlenska bókakaffið

Dagskrá í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22, tileinkuð hommum og lesbíum. Kynnt verður bókin Mennirnir með bleika þríhyrninginn eftir Heinz Heger, en í þeirri bók er lýst hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Bókin kom fyrst út árið 1972 og hafði strax mikil áhrif víða um lönd. Bókin kemur út hjá bókaútgáfunni Sæmundi í byrjun ágúst og það er Guðjón Ragnar Jónasson þýðir.

 

18:00-21:00 Götugrill og garðagleði

Selfyssingar grilla og undirbúa sig fyrir sléttusönginn.

 

21:30 Hátíðarávarp

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, flytur ávarp í upphafi sléttusöngsins og tilkynnir um úrslit í samkeppni um nafn á miðbæjargarðinn.

 

21:30-22:30 Sléttusöngur

Ingó veðurguð er bráðhuggulegur knattspyrnumaður frá Selfossi og gríðarlega góður að spila á gítar og syngja. Hann mun leiða fjöldasöng við varðeldinn og fólk er hvatt til að mæta tímanlega til að ná góðu stæði. Skemmtilegt ef göturnar tækju sig saman um að hópast í garðinn. Verðlaun veitt í keppninni um skemmtilegustu götuna, flottasta hverfið og best skreytta húsið. Veitingasalan opin í tjaldinu.

 

22:30 Flugeldasýning

Bílverk BÁ býður upp á glæsilega flugeldasýningu. Sýningin er í öruggum höndum félaga úr Björgunarfélags Árborgar.

 

21:00 800BAR Café – Bistro

Stórhljómsveit Leifs Viðarssonar (Njörður, Addi og Leifur) á 800BAR – Café Bistro, Happy hour kl 21-23:00.

 

22:00 Pöbbarölt

Góð stemmning á veitingastöðum bæjarins. Lifandi tónlist á Fróni. Kaffi Krús í góðum gír.

 

23:00 Dansleikur í hátíðartjaldi.

Risa dansleikur með Stuðlabandinu 18 ára aldurstakmark. Stuðlabandsmenn munu halda uppi einstakri stemmningu og hvetjum við fólk að hafa með sér dansskó í poka. Aðgangur er ókeypis – veitingasala á staðnum.

 

23:00-3:00 Skítamórall í Hvíta húsinu

Mórallinn mætir í Hvítahúsið þar sem stemmningin verður fram á rauða nótt.

 

Sællegur sunnudagur 11.ágúst

 

13:00 Delludagur

Frábær dagskrá fyrir bílaáhugamenn í Hrísmýri. Go kart, drift, drulluspyrna og fleira.

 

13:30 Fischer fyrirlestur og hraðskákmót

Helgi Ólafsson, stórmeistari, segir frá kynnum sínum af Bobby Fischer í Fischersetrinu í Gamla bankanum að Austurvegi 21. Strax að loknum fyrirlestri Helga verður þeim sem vilja boðið

að taka þátt í Fischer-hraðskákmóti. Ekkert þátttökugjald. Sýningin í Fischersetrinu er opin frá 13:00 til 18:00 og frítt inn í tilefni dagsins.

 

14:30 Olísmóti lýkur

Mótsslit og verðlaunaafhending í Meistaradeild Olís á Selfossvelli

 

17:00 Selfoss – BÍ/Bolungavík

Stórleikur í 1. deild karla í knattspyrnu þar sem Selfyssingar taka á móti Djúpmönnum á Selfossvelli. Leikur upp á líf og dauða. Áfram Selfoss!

 

Magnaður mánudagur 12.ágúst

19:30 Árborg – Afríka

Álfukeppnin Stórleikur í 4. deild karla í knattspyrnu þar sem lærisveinar Guðjóns Bjarna taka á móti kvikmyndastjörnunum í liði Afríku á Selfossvelli. Frítt á völlinn í boði Bílverk BÁ. Áfram Árborg!

 

(Dagskráin getur tekið breytingum)