9.8.2012 | Sumar á Selfossi og Delludagur 9-12.ágúst – Dagskrá

Forsíða » Fréttir » Sumar á Selfossi og Delludagur 9-12.ágúst – Dagskrá

Litir hverfa á Sumar á Selfossi 2012

image_pdfimage_print

Sumar á Selfossi fer fram dagana 9. – 12. ágúst nk. en miðbæjargarðurinn á Selfossi er allur að taka á sig hátíðarmynd. Dagskráin hefst á morgun fimmtudag með tónleikum sunnlenskra hljómsveita í stóra tjaldinu. Mannakorn og Stuðlabandið spila síðan í tjaldinu á föstudaginn. Laugardagurinn hefst síðan á stærsta morgunverðarhlaðborði Íslands í stóra tjaldinu í miðbæjargarðinum á Selfossi. Fjölbreytt dagskrá verður í gangi allan daginn sem endar á sléttusöng, flugeldasýningu og balli með Ragga Bjarna, Þorgeiri Ástvalds ofl. um kvöldið. Stór hluti af Sumar á Selfossi eru hverfaskreytingarnar en þær hafa aukist jafnt og þétt sl. ár enda til mikils að vinna fyrir best skreyttu götuna. Í fyrra sigruðu Dranghólar eftirminnilega og hefur heyrst að margar götur hafi haldið reglulega fundi frá því í fyrra til að undirbúa skreytingarnar. Hverfalitirnir eru eins og í fyrra eins og meðfylgjandi kort sýnir. 

Sumar á Selfossi 2012 – dagskrá

Sumar á Selfossi blaðið