12.3.2019 | Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Árborg 2019  

Forsíða » Auglýsingar » Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Árborg 2019  
image_pdfimage_print

Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Árborg:
Hægt er að sækja um öll störfin frá og með föstudeginum miðvikudeginum 6. mars 2019 á heimasíðu Árborgar www.arborg.is undir Mín Árborg. Síðan er farið í umsóknir um sumarstörf eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn sjálfur (18 ára og eldri). Umsækjendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að sækja um í gegnum aðgang foreldra.  Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 1. apríl nk.

Störf hjá vinnuskólanum

Undir hverju starfi eru verk, ábyrgðar og hæfniskröfur.

Verkstjóri vinnuskólans

 • Yfirumsjón með flokkstjórum og vinnuhópum vinnuskólans ásamt vinnuskólastjóra
 • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (Almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum tengd vinnuskólanum)
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Bílpróf skilyrði
 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
 • Lágmarksaldur 22 ára.

Flokkstjórar vinnuskólans

 • Umsjón með vinnuhóp vinnuskólans
 • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (Almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum tengd vinnuskólanum)
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
 • Lágmarksaldur 20 ára

Aðstoðarflokkstjórar vinnuskólans

 • Aðstoð með vinnuhóp vinnuskólans
 • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (Almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum tengd vinnuskólanum)
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
 • Lágmarksaldur 18 ára

Sumarstörf fyrir ungmenni með skerta starfsgetu

 • Almenn sumarstörf
 • Sértæk verkefni
 • Lágmarskaldur 17 ára

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, gunnars@arborg.is eða í síma 480-1900.

________________________________________________________________________________

 

Störf hjá Umhverfisdeildinni

Undir hverju starfi eru verk, ábyrgðar og hæfniskröfur.

Verkstjóri yfir garðslætti

 • Umsjón með starfsmönnum sláttuhóps.
 • Skipulagning- og ábyrgð á garðslætti og hirðingu á opnum svæðum.
 • Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.
 • Reynsla af viðhaldi véla og vinnuvélaréttindi æskileg.
 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
 • Lágmarksaldur 22 ára.

Sumarstarfsfólk í garðslætt.

 • Vinna við við almenn garðyrkjustörf, garðslátt og hirðingu á opnum svæðum.
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
 • Bílpróf skilyrði og vinnuvélaréttindi kostur.
 • Lágmarksaldur 18 ára.

Sumarstarfsfólk í almenna garðyrkju.

 • Vinna við almenn garðyrkjustörf, gróðursetningu, beðahreinsun og umhirðu á opnum svæðum.
 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
 • Bílpróf æskilegt og lágmarksaldur 18 ára.

Nánari upplýsingar veitir Birna Kjartansdóttir birna@arborg.is eða í síma 480-1900

________________________________________________________________________________