2.2.2019 | UPPFÆRT – Sundlaugum Árborgar lokað að hluta til vegna mikils kulda næstu daga

Forsíða » Fréttir » UPPFÆRT – Sundlaugum Árborgar lokað að hluta til vegna mikils kulda næstu daga

image_pdfimage_print

Vegna mikils kulda þarf að loka útisvæði Sundhallar Selfoss fimmtudag til mánudags en innilaugunum verður haldið opnum þessa daga. Sundlaugin á Stokkseyri verður opin í dag, fimmtudag til kl. 18:30 en lokuð föstudag til mánudags. Stefnt er á að opna báðar laugar að fullu nk. þriðjudaginn 5.febrúar samkvæmt opnunartíma. Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar á þessum lokunum en þær tengjast miklum kulda undanfarna daga.