11.4.2017 | Sundlaugar Árborgar um páskana – lesið í lauginni

Forsíða » Fréttir » Sundlaugar Árborgar um páskana – lesið í lauginni

image_pdfimage_print

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri verða opnar yfir páskahelgina og er hægt að sjá opnunartímana hérna að neðan. Þessa daga er einnig árlegt samstarf bókasafns Árborgar og sundlauganna „Lesið í lauginni“ en þá geta gestir kíkt á ljóð og skemmtilegar sögur í heitu pottunum. Þetta árið eru ljóðin öll í anda vorsins með blómlegum myndskreytingum eftir Martin Apanasov sem er búlgarskur listamaður. Gestir finna einnig einstök spakmæli og tilvitnanir frá hinum ýmsu tímum svo allir ættu að finna sér eitthvað til lesturs í heitu pottunum þessa páskahelgina.

Sundhöll Selfoss

13.apríl – skírdagur                            10:00 til 18:00

14.apríl – föstudagurinn langi           10:00 til 18:00

15.apríl – laugardagur                         09:00 til 19:00

16.apríl – páskadagur                          10:00 til 18:00

17.apríl – annar í páskum                   10:00 til 18:00

 

Sundlaug Stokkseyrar
13.apríl – skírdagur                            10:00 til 15:00

14.apríl – föstudagurinn langi           10:00 til 15:00

15.apríl – laugardagur                         10:00 til 15:00

16.apríl – páskadagur                          Lokað

17.apríl – annar í páskum                   10:00 til 15:00

 

Nánari upplýsingar eru í skjölunum hér að neðan:

Lesið í lauginni 2017 – upplýsingar

Sundlaugar Árborgar – páskar 2017