3.9.2018 |   Sveitarfélagið Árborg auglýsir afleysingarstöðu í barnavernd

Forsíða » Auglýsingar »   Sveitarfélagið Árborg auglýsir afleysingarstöðu í barnavernd
image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg leitar eftir öflugum og sjálfstæðum starfsmanni til að sinna barnaverndarmálum sem og félagslegri ráðgjöf í einstaklings og fjölskyldumálum.  Um er að ræða 100%  afleysingarstöðu í eitt ár.  Í sveitarfélaginu búa rúmlega 9.000 íbúar.  Barnaverndarstarfsmenn vinna náið með forsjáraðilum og börnum.  Þá er mikil  teymisvinna á milli stofnanna innan sveitarfélagsins sem vinna að málefnum barna.   

Menntun og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindanámi í félagsráðgjöf, möguleiki er að skoða aðra menntun á sviði félagsvísinda.
  • Krafist er reynslu á sviði barnaverndar
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt
  • Hæfni í mannlegum samskipum og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Sveitarfélagsins Árborgar 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga.  Störfin hæfa jafnt körlum sem konum.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til Félagsþjónustu Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi, eigi síðar en  10. september 2018

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri,    anny@arborg.is eða í síma 480-1900