16.4.2018 | Sveitarfélagið Árborg auglýsir nýja stöðu umsjónarmanns Auðlindarinnar og Verum virk

Forsíða » Auglýsingar » Sveitarfélagið Árborg auglýsir nýja stöðu umsjónarmanns Auðlindarinnar og Verum virk
image_pdfimage_print

Auðlindin er atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað eða í áframhaldandi nám.  Verum virk er úrræði innan barnaverndar Árborgar fyrir einstaklinga á aldinum 16-18 ára.

Hlutverk umsjónarmanns verður að móta stefnu og starf Auðlindarinnar og Verum virk.

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á stefnumótun og starfsþróun þessa verkefnis
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Hugmyndaauðgi og handlagni
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Um er að ræða 50% starfshlutfall með möguleika á auknu stöðugildi síðar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist á rafrænu formi eða skriflega til Félagsþjónustu Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi, eigi síðar en 2. maí 2018. 

Karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir: Margét Anna Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, margret.anna@arborg.is og Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, anny@arborg.is