12.1.2018 | Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu „atvinnu- og viðburðafulltrúa“ lausa til umsóknar

Forsíða » Auglýsingar » Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu „atvinnu- og viðburðafulltrúa“ lausa til umsóknar

image_pdfimage_print

Atvinnu- og viðburðafulltrúi 

Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu atvinnu- og viðburðafulltrúa lausa til umsóknar. Um nýja stöðu er að ræða undir menningar- og frístundasviði en leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera  frumkvæði,  góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf tengt ferðaþjónustu, viðburðum og fleiru í Sveitarfélaginu Árborg. Mikil uppbygging er í sveitarfélaginu sem er 9000 manna samfélag á Suðurlandi með 3 þéttbýliskjarna og hátt þjónustustig. Áhersla er lögð á samstarf í ferðaþjónustu á svæðinu ásamt aukinni afþreyingu og fjölbreyttum viðburðum og hátíðum. Með samstarfi í ferðaþjónustu er m.a. átt við upplýsingamiðstöðina sem rekin er í samvinnu Árborgar og Flóahrepps.

Helstu starfssvið

 • Umsjón með ferðþjónustu og öðrum atvinnumálum
 • Umsjón með daglegum rekstri upplýsingamiðstöðvar
 • Umsjón með viðburðum og hátíðum í sveitarfélaginu
 • Starfsmannahald í upplýsingamiðstöð í samráði við yfirmann  
 • Samskipti og samstarf við hagsmunaaðila í viðkomandi málaflokkum
 • Stefnumótun í samráði við yfirmenn

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla úr ferðaþjónustu, viðburða- og/eða verkefnastjórnun er kostur
 • Stjórnunarreynsla er kostur
 • Þekking á svæðinu er kostur
 • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði
 • Skipuleg og fagleg vinnubrögð
 • Almenn tölvukunnátta

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags og um er að ræða 100% starf.

Umsóknarfrestur rennur út 29.janúar næstkomandi.

Umsóknir skulu sendar á Sveitarfélagið Árborg, Ráðhúsinu, Austurvegi 2, 800 Selfossi eða með tölvupósti á bragi@arborg.is merkt „Starfsumsókn, atvinnu- og viðburðafulltrúi”. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi,  í síma 480-1900, bragi@arborg.is