5.1.2018 | Sveitarfélagið Árborg gerir 5 ára þjónustu- og styrktarsamning við Umf. Selfoss

Forsíða » Fréttir » Sveitarfélagið Árborg gerir 5 ára þjónustu- og styrktarsamning við Umf. Selfoss

image_pdfimage_print

Föstudaginn 15. desember sl. var skrifaðu undir nýjan þjónustu- og styrktarsamning milli Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss. Skrifað var undir í upphafi verðlaunahátíðar Umf. Selfoss en undir samninginn rituðu þau Ásta Stefánsdóttir og Kjartan Björnsson frá Bæjarstjórn Árborgar og Guðmundur Kr. Jónsson og Gissur Jónsson frá Umf. Selfoss. Samningurinn er til fimm ára og nær yfir alla styrki sveitarfélagsins til Umf. Selfoss. 

Samningurinn er stórt skref til framtíðar en með því að gera þetta langan samning getur Umf. Selfoss skipulagt sitt starf með markvissari hætti í ljósi þess að greiðslur til félagsins næstu fimm árin liggja fyrir í samningnum. Ekki er um nein ný verkefni að ræða í samningnum en öll eldri verkefni halda áfram enda hver um sig mikilvæg í starfi félagsins. Fyrir utan eðlilegar hækkanir er verulega bætt í styrki tengda rekstri félagsins og þá möguleika þess til að ráða starfsmenn fyrir einstaka deildir. Sérstakur rekstrarstyrkur fyrir meistaraflokka félagsins hækkar jafnt og þétt á samningstímanum og greiðslur vegna „fyrirmyndafélagsins“ haldast óbreyttar en lögð er meiri áhersla á að deildirnar fylgi áherslum ÍSÍ sem fyrirmyndafélag og viðhaldi þessum gæðastimpli. 

Samhliða þjónustu- og rekstrarsamningnum var skrifað undir rekstrarsamning fyrir Selfossvöll. Hann er einnig til fimm ára og felur í sér áframhald á núverandi fyrirkomulagi að Umf. Selfoss sjái um rekstur Selfossvallar en knattspyrnudeild félagsins hefur séð um það verkefni undanfarin ár. 

Þeir sem vilja kynna sér samningana nánar geta skoðað þá hér að neðan:

Þjónustu- og styrktarsamningur 2018-2022 – Umf Selfoss

Rekstrarsamningur um Selfossvöll 2018 – 2022

Fylgiskjöl með rekstrarsamningi um Selfossvöll