18.5.2017 | Sveitarfélagið Árborg – Grænuvellir og nágrenni Selfossi – lýsing deiliskipulagsáætlunar

Forsíða » Auglýsingar » Sveitarfélagið Árborg – Grænuvellir og nágrenni Selfossi – lýsing deiliskipulagsáætlunar
image_pdfimage_print

Samkvæmt 1.mgr.40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt  lýsing deiliskipulags fyrir lóðir við Grænuvelli og nágrenni á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg.

Sjá deiliskipulag

Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem skilgreint er sem íbúðarsvæði og miðsvæði.

Skipulagssvæðið afmarkast af Austurvegi í suðri, Fagurgerði í vestri, Árvegi í norðri og Hörðuvöllum í austur.

 

Í fyrirhuguðu deiliskipulagi verða skilgreindir byggingareitir innan lóða. Tiltekið verður meðal annars hámarksbyggingarmagn (nýtingarhlutfall) innan hvers reits og hámarks hæð húsa.Nýtingarhlutfall lóða á íbúðarsvæðum er 0.3 – 0.45 en á miðsvæðum á bilinu 1.0 – 2.0. Ef um er að ræða mögulega hættu vegna flóða verður tilgreind lágmarks hæð gólfkóta íbúðarhúsa. Hæð botnplötu ber að vera yfir flóðalínu.

 

Lýsing deiliskipulagsáætlunarinnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl. 8-15. Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangið bardur@arborg.is fyrir 2.júní 2017. Einnig er hægt að kynna sér lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins, http://www.arborg.is

 

 

Virðingarfyllst,

Bárður Guðmundsson

skipulags- og byggingafulltrúi